Me, me, me.

APATHY ON THE RISE, NO ONE CARES

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavik, Iceland

mánudagur, janúar 31, 2005

Atti katti nóa.
Var að horfa á Good Woman of Bangkok eftir Dennis O'Rourke. Úff. Er að fara að skrifa ritgerð henni tengdri. Þetta er afar niðurdrepandi, fjallar um kynlífsiðnaðinn í Tælandi og sér í lagi unga stúlku sem vinnur sem vændiskona til að sjá fyrir fjölskyldunni sinni. Er að fara að skrifa um mismunandi valdastöðu þess sem myndar og þess sem myndaður er og þá sér í lagi hinn hefðbundna "other", þ.e.a.s. konur og fólk af öðrum menningarbrotum. Ætla að fókusa á exploitation á asískum konum og valdníðslu myndavélarinnar.
Alltaf jafn peppí, ég.

Á bókasafninu mínu er stórt málverk sem er titlað Buffy og ég labba alltaf framhjá þegar ég fer á vídjódeildina. En á bókasafninu mínu er hvergi Buffy að sjá, né heldur Angel. Ekki einu sinni Firefly.
Úps, nú hringdi síminn minn í mig en skelltist strax á. Og aftur. Og aftur. 4 sinnum. 5 sinnið núna. Og aftur skellt á. ??? Ekki er það Sólrún, því hún er hérna við hliðina á mér. Og hún er sú eina sem hringir í mig. Eða svoleeeeeiðis... allaveganna í heimalínuna. Auðvitað alveg nonstop í gemsann, haaa, haaa.... (eh...) Annað hvort er síminn minn bilaður eða ég hef svona skerí stalking breather... hmmm...

Ég er afar skotin í LaCie hörðum disk... ef ég redda mér svo líka Final Cut Pro get ég gert listaverk á tölvunni minni sko. Cold Mountain var klippt á Final Cut Pro... Og ég klippti snilldar verkið: Sólrún: Life in a Day á Final Cut Pro... (haha)

Er skotin í lítilli búð sem heitir Tatty Devine... hún selur alls kyns smáhluti, þó aðallega glingur. Í gær var útsala þar og ég keypti litla viðarnælu og litla viðarlokka...
svo fór ég heim í viðarkofann minn og kveikti í viðareldinum... æ bla...

Hvernig DETTUR maður út úr bíl á ferð?

Rosalega kósí í gær hjá Steinunni, voða gaman. Og erum svo miklu sætari í dag en í gær.
Fórum svo stelpurnar í sunnudagslabbitúr á blómamarkaðinn á Columbia Road og löbbuðum niður eftir Brick Lane. Fallegur dagur, skal ég segja þér.
Smá vesen með myndina sem ég ætlaði að gera. Fer víst ekkert með Labour Students að keyra um landið því einhver DATT ÚT ÚR RÚTUNNI í Leicster og því var hætt við allan túrinn. Kreeeeisí fólk maður. Datt út úr rútunni. Herre Gud. Haaa!?!

laugardagur, janúar 29, 2005

Í gær var gaman,
við í bekknum fengum lánaðar nokkrar útskriftarmyndir og horfðum á... sumt var gott, annað slappt... en svona yfir höfuð þá var þetta alveg eitthvað sem maður ætti að vera fær um. (eða vonandi, haaaa?)
Fór svo á pöbbinn á horninu með Kati og Sólrúnu og kvöldið leystist upp í rugl og vitleysu og þynnku í dag... sussususs.
Í kvöld er stelpukvöld hjá Steinunni... og ætlum við að gera okkur bjútífúl sko og drekka kannski smá og hafa náttfatapartý eins og þær gera í Bandaríkjunum. Syngja Look at me, I'm Sandara Dee og flissa og hoppa um á rúminu og fara svo í koddaslag.
Eða kannski bara tala um pólitík og heimsmál, snyrtilegar í drögtunum okkar. Eða eitthvað þarna á milli... kannski leigja strippara í slökkviliðsbúning... neeeeei...
Eeeen, við ætlum samt að elda eitthvað brjálæðislega gott og drekka rauðvín og poppa...

Núna verð ég að fara á leiðinlega bókasafnið og læra :-(
Næ ekki í Henri varðandi Labour Stud. ferðina, hann er bara týndur. Kannski bilaði rúgbrauðið á einhverjum týndum sveitavegi og hann er að skrimta fram lífið með því að drekka úr pollum á götunni.

fimmtudagur, janúar 27, 2005

What's in a blog? ...allavega nýjar myndir ;-)

Fór niður í bæ að rífast við Vodafone fyrir að rukka mig um sömu greiðsluna (sem ég hef greitt) í ÞRIÐJA skiptið...
og þeir sögðu mér að koma Á MORGUN.
Þetta eru ekki mín mistök!!!! Urrg. Breskt skrifræði er svo fáránlegt. Það var ekkert smá mikið vesen að leiðrétta þetta síðast, bréf og föx send með kvittunum etc. etc... en nei nei... það virðist ekki hafa komist til skila!!!

Svo þegar ég fékk svarbréf frá LÍN fulltrúanum mínum nærri því samdægurs þá bara varð ég að skrifa þakkarbréf til hennar. Ég nærri því táraðist yfir því að fá skilvirk svör og skjót.

Fór með Sólrúnu niður í bæ, fórum í Rough Trade þar sem hún var að koma með bunka af aminudiskum og ég keypti disk... úpsí... en hann er bara smáskífa og kostaði bara rúm þrjú pund... keypti Bonnie Prince Billy að syngja Agnes, Queen of Sorrow... er alsæl núna.
Röltum eftir Oxford Street og vorum rosalega duglegar að kaupa ekkert (svo til) ...

Við skrifuðum afar reitt bréf til Deiglunnar í gær og það verður birt í aðsendum greinum... hafið augun opin, haaa... það var nú eiginlega ekkert ætlað til birtingar og óformlega skrifað, en ef þau vilja birta það þá er það bara hið besta mál, enda gagnrýni á afar karlrembingslega skrifaða og yfirlætislega grein um hversu hræðilegar stelpur væru í stærðfræði...

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Hmmm.
Ekkert í fréttum.
Ekki neitt.
Voðalega róleg, ég.
Á morgun ætla ég á bókasafnið að læra, læra, læra...
og með Kati að horfa á gamlar útskriftarmyndir...
og svo ætla ég að horfa á The Good Woman of Bangkok eftir Denis O'Rourke því ég ætla að skrifa ritgerð tengda henni og samband valds og kvikmynda. Afar pómó svona.
Jammm.
Vill einhver botna ferskeytlu? Einhver?
Eða kannski bara limru?
Einhver?
Er að kalla eftir viðbrögðum...
Hmmm... kannski ég þurfi að skrifa eitthvað áhugavert til að fá viðbrögð...
ég skal bæta við myndum ef ég fæ einhver komment?

sunnudagur, janúar 23, 2005

Sunnudagur.
Í gær fór ég með Steinunni í IKEA og við keyptum alveg roooosaleeeeeega mikið, svo mikið að við þurftum að taka leigubíl frá Croydon til Stepney Green sem kostaði ógeðslega mikið... en núna er íbúðin hennar Steinnunnar mjög fín. Svo komu Sólrún og María og við héldum aðeins upp á íbúðina...
Og í dag fór ég til Kati í mexíkóska veislu (loksins, var frestað um daginn sko) og borðaði voða vel og fékk Sangria... mmm... kl. 14... haha...

laugardagur, janúar 22, 2005

Æ, afskaplega kósí kvöld.
María er í heimsókn frá Totnesi (undarlega nýaldarbælinu sem hefur bara einn listaskóla og fullt af skrítnu fólki í) og við höfðum lítið kósí
eldhús partí, ég, María, Sólrún, Kostas og Saira.
Við gáfum þeim brennivín.
Og okkur sjálfum.
Voðalega gaman, tíhíhí, en nú er ég að fara að sofa.
Geisp.
Voðalega mikið geisp og mikið af delete af því ég er ekkert rosalega réttskrifandi svona létt ölvuð... hehehe...
jájájá... æi...
góða nótt (eða eins og Spencer Tracy sagði í Woman of the year frá, hmmm... 1940, þegar hann þóttist vera alþjóðlegur: Nagen!)

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Bloggarasamfélagið á Íslandi er svolítið krípí. Það er eins og því sé stjórnað af svona 3-4 blogg-klíkum. Og maður ber kennsl á þær með því að skoða tenglana þeirra... Ég til dæmis held að Hjörtur sé eins konar blogg/mafíósa foringi því það eru svona sjö billjón tenglar á hann. Hvert sem ég fer um netheiminn: Voila tengill. Þetta er eiginlega svolítið óhugnanlegt. Svo eru nokkrar aðrar svona tenglamæður og feður sem hringa sig um ákveðin svæði.
Það sem ég vil vita er:
a) Er þessu miðstýrt?
b) Hver er tilgangurinn?
c) Er Davíð í blogghring?
d) Ef Davíð er ekki stjórnandi blogghrings, eru þá einhver plön um að taka hann niður via blogg?
e) Hvernig nær maður til valda, er þetta vinsældarkeppni eða snýst þetta um peninga?
f) Þarf maður að vera fyndin/n? Óóó.
g) Hver er hlutur Baugs í blogghringjum Íslands?
h) Eykst hlutur manns samhliða réttritun eða er það bara fasismi sem ég lærði í menntó?
i) Ná lög gegn hringamyndun yfir blogg?
j) Hvað varð um Betu rokk? Var það óvinveitt yfirtaka eða var hún þöguð í hel?
Æ, ég er farin að sofa... góða nótt.

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Ég verð svo glöð þegar ég fæ komment. Mér yljar um hjartaræturnar, og þær hefja að bráðna eftir langt kuldatímabil. Ísöldin, sem mér bjó í brjósti líður og alls konar rusl flæðir undan klakanum. Risaeðlubein og kjúklingabein og alls kyns einnota plastdót og gamlar Svala umbúðir.

Mexíkókvöldinu hennar Kati var á endanum frestað og verður haldið sem eftirmiðdagsboð á sunnudaginn... engu að síður mun eldhúsið fljóta í Sangría.

Ég fór á The Aviator áðan og hún fékk eftirfarandi einkunnir frá okkur:
7,9
7,5
8,5
Ég gaf lægstu einkunnina en það var eingöngu vegna þess að í einni senunni var svoddan klúður. Frá einu sjónarhorni var stúlka að borða ís og frá hinu sjónarhorninu var hún ekki byrjuð að borða ísinn. Afskaplega er ég anal að láta svoleiðis pirra mig.
En myndin var annars góð (þrátt fyrir að vera 3 tíma löng) og Leonardo DiCaprio hefur sannað að hann er ekki búinn að gleyma hvernig á að leika
og bestur fannst mér Alan Alda, sem virkilega lék einhvern annan en sjálfan sig í þetta sinnið (hættir til sömu taktanna... en mér er sama, hef elskað hann síðan ég horfði á trilljón MASH endursýningar í NY.)

þriðjudagur, janúar 18, 2005

Er á hormónalyfjum, hálfdösuð af rauðvíni og ostum, að lesa Murakami.
Hormónalyfin koma hlutunum ekkert sérlega mikið við. Nema hvað að ég er með (fleiri) bólur (en venjulega).
En núna er ég að blogga, ekki lesa Murakami. Vil ekki ljúga.
En er samt að fara að lesa The Wind-up Bird Chronicle eftir Murakami sem Sólrún gaf mér í jólagjöf og er afar skemmtileg.

Steinunn flutti í myndarlega stúdíóíbúð í dag
með baðkari.
Ég ætla að fara til hennar og taka fjögurra tíma bað með góða bók við hönd. Hún getur bara pissað í kopp á meðan.
Og við fórum þangað saman, ég, Sólrún, Saira og Steinunn og drukkum fyrrnefnt rauðvín og átum osta til að heiðra íbúðina. Mjög notalegt, skal ég segja þér.

Á morgun fer ég í mexíkóst partý hjá Kati. Kati er skemmtileg stelpa. Og finnsk.
Á morgun fer ég líka í tíma í Visual Anthropology og ég ætla að reyna að sofna ekki. Á erfitt með að halda mér vakandi venjulega, hvað þá þegar Nick Thomas byrjar að tala. Hann er eins og veðurfræðingur.
Þegar ég var í Landakotsskóla sofnaði ég aldrei í tímum. Sjaldan í Hagaskóla. MR var bara one big snooze. Líka háskólinn, reyndi samt að halda mér vakandi í kynjafræði. Gekk oftast. Í sálfræðinni voru svo margir að það skipti ekkert sérlega miklu máli.
Þegar ég var í MR drakk ég alltaf kaffi á milli kennslustunda. Undir því yfirskyni að halda mér vakandi. Var svolítið sein að fatta að koffín svæfir mig. Tók mig svona 7 ár.
Not the sharpest tool in the shed.
Held til að mynda að ég hafi skrifað svipaða færslu áður. Örugglega tíu sinnum. Var að horfa á heimildarmynd um mann sem hefur ekkert skammtímaminni og í hvert sinn sem hann sér konuna sína, sem hann elskar afar heitt, heldur hann að hann hafi ekki séð hana í óratíma og grætur og faðmar hana og spyr hvar hún hafi verið.
Afar sorglegt. Ég er kannski pínulítið eins og hann. Fyrir utan heilaskaðann. Og svo er ég ekki gift. Né heldur karlkyns.

Bretar eru undarlega anal kvikindi.

sunnudagur, janúar 16, 2005

Jæja mín pæja,
netið mitt er bjútífúl núna...
Lét Jeff og Chen Chuin um málið og voila...
Seminarið er búið og voru allir þátttakendur sammála um að það hefði verið afskaplega þurrt og leiðinlegt
en ég kynntist þó fullt af skemmtilegu fólki, sósíaldemókrötum og feministum; MEPi og MPi héldu ræður og svo fengu allir fisk og franskar ásamt undarlegri grænubaunastöppu í matinn... franskarnar og grænubaunastappan voru ágæt...
fiskur er ógeðslegur.
Sem ég segi...
mikið er þetta net mikið vesen. Held að þetta D-Link dæmi sem við keyptum sé líka bara frekar lélegt, Jeff þarf alltaf að restarta öllu af og til þegar signalið dettur niður (góð íslenska, ha?).
Á morgun byrjar hard core vinna hjá mér og ætla ég að reyna að klára eina 5000 orða ritgerð fyrir mánaðarlok og helst ná að klára 1 og hálfa fyrir febrúarlok. Verð eflaust eitthvað á campaign trail Labour Students að taka upp heimildamynd svo ég verð að vera dugleg.
Jæja pæja. Og pæji.
Gender balance í góðu lagi hér.
Nú ætla ég að fara að spjalla við Sólrúnu og Steinunni.
Bless bless.

laugardagur, janúar 15, 2005

Er a ECOSY radstefnu nuna ad raeda um sjalfbaera throun. Mikid afskaplega tokst theim ad gera thetta thurrt... thetta eru bara fyrirlestrar og vodalega litid um umraedur fyrir utan besservissara sem halda halftima raedur thegar bedid er um spurningar...
En thad var voda gaman og jeg er komin med besta verkefni i heimi fyrir skolann i gegnum sma sambond... hehe... svo verdur eiginlega bara ad radast af thvi hvernig gengur hvort um verdi ad raeda verkefni sem jeg tharf ad skila fyrir paska eda bara hreinlega lokaverkefni...
er ad fara ad elta labour students i svolitid geggjadri kosningabarattu, hahahae.
Kannast annars vid nokkra hjerna, og tha ef til vill sjerstaklega saenska fjelaga...
Steinunn er buin ad finna sjer ibud og aetlar ad flytja ut a manudaginn.
Tolvan min er komin i gang en jeg kemst ekki a netid, er tengd (oftast) en thad er eins og netforritin hreinlega skynji thad ekki og tolvunarfraedingurinn minn Steinunn stendur a gati...
naesta skref er ad bidja Jeff um ad redda thessu...
hann er algjort tolvuguru.
Orugglega adalega vegna thess ad hann fer aldrei ut ur herberginu sinu.
Aldrei.
En jaeja... Ransy jeg meinti audvitad FlugLEIDAvjel... ooohhh... svolitid klaufalegt. Jeg er svolitid klaufaleg yfir hofud.
Jaeja.
Kominn timi a ad saetta sig vid thad.
Er ad bida e. Eric og hinum og svo erum vid ad fara a annad venue fyrir naesta panel...
geisp.
Leidinlegt ad bida. Jaeja.
Sjaumst seinna.

fimmtudagur, janúar 13, 2005

hallo hallo,
komin aftur til London. Langadi samt eiginlega ad vera viku i vidbot heima. Thad er svo afskaplega huggulegt ad vera heima.
Flaug med Solrunu, Joni Gunnari og Steinunni ut (Steinunn er ad flytja ut og byr hja mjer thar til hun finnur ibud) og thad var vodalega fint ad vera ekki eini ad flaekjast, sjerstaklega thegar um seinkanir er ad raeda.
Half truflandi samt thegar madur situr kjurr i flugvjel i klukkutima fyrir flugtak og svo kemur flugstjorinn i kalltaekid og segir: Thad er sma seinkun vegna thess ad thad er Flugvjelavjel fost i snjoskafli a brautinni. (Flugvjelavjelin verandi mun staerri en rellan okkar...)
Eeeennn... thetta reddadist allt saman, audvitad...

Svo kem jeg heim og fatta ad jeg hafi gleymt hledslutaekinu fyrir tolvuna mina... upsi... pabbi sendir thetta i hradposti samt, aetti ad fa gripinn fljotlega i hendurnar.
Er vaengjalaus thangad til.

Fed Ex er stupid folk samt. Their dingludu dyrabjollunni i gaer og foru thvi enginn svaradi. Thad svarar enginn dyrabjollum i husinu. I fyrsta lagi eru flestir dyrasimarnir biladir og i odru lagi eru herbergin svo kyrfilega hljodeinangrud fra ganginum ad thad er ekki sjens ad heyra i dyrabjollunni. Tha aetludu their ad hringja thegar their kaemu i dag. Eg let Solo hafa simann minn thvi jeg var i timum. Haldidi ad their hafi ekki bara hringt og sagt ad their HAFI komid vid... ekki thegar their hringdu, ekki adur en their komu... heldur EFTIR!!!
Their aetla ad koma a morgun fyrir hadegi og jeg aetla ad planta mjer fyrir nedan dyrasimann. Eda bara hanga nidri i anddyri og hananu! Hey, get buid til stuttmynd um thetta, svona eins og bedid eftir Godard bara bedid eftir hledslutaekinu... hmmm...

Svo, Helgan min... myndirnar verda ad bida thar til seinna... myndirnar fimmHUNDRUD sem jeg tok... hahahahaha...

Er ad fara a Ecosy thing um helgina hjerna i London um sjalfbaera throun... gulp... best ad laera heima adeins... hehehe... thessir sosialistar maaar.

Skrifa meira thegar jeg hef gifst FedEx sendlinum til ad fa pakkann.
Ciao.

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Ég held ég gangi heim, held ég gangi heim...
Valgeir Guðjóns á heilanum. Haha.
Nú fer að styttast í heimför barasta.
Þetta hafa verið góð jól að mestu.
Hræðilegt samt að hafa það svo gott á meðan svo margir eiga um sárt að binda, og þá sérstaklega í kjölfar flóðbylgjunnar.
Hvet alla sem geta til að leggja sitt af mörkum til aðstoðar.

þriðjudagur, janúar 04, 2005

Geggjað stuð á Íslandi mar,
alltaf gaman.
Djamm og kaffihúsafarir, nördakast, knúsa litlu frænku,
mmm...
gaman...
Tók fyrstu spóluna í Andromeda seríunni, á erfitt með að gera upp hug minn hvað hana varaðar (no Firefly, babes)... ætli maður verði ekki að taka 1-2 spólur í viðbót?
Þegar Amy (rottan) hættir að vera rotta þá er hún með allt öðruvísi hár en fyrir (í Buffy sko) og svo er hún crazy miklu villtari en í High School. Þetta truflar mig. Amy! How have you been? Rat, you? Dead.
Jæja.
Tala við ykkur þegar ég er búin að sigra heiminn.
Nei, djók.
Ætla ekkert að gera það.
Og efast stórlega um hæfni mína til þess.
Hmmm.
Já, gleðilegt ár!