Me, me, me.

APATHY ON THE RISE, NO ONE CARES

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavik, Iceland

sunnudagur, janúar 16, 2005

Jæja mín pæja,
netið mitt er bjútífúl núna...
Lét Jeff og Chen Chuin um málið og voila...
Seminarið er búið og voru allir þátttakendur sammála um að það hefði verið afskaplega þurrt og leiðinlegt
en ég kynntist þó fullt af skemmtilegu fólki, sósíaldemókrötum og feministum; MEPi og MPi héldu ræður og svo fengu allir fisk og franskar ásamt undarlegri grænubaunastöppu í matinn... franskarnar og grænubaunastappan voru ágæt...
fiskur er ógeðslegur.
Sem ég segi...
mikið er þetta net mikið vesen. Held að þetta D-Link dæmi sem við keyptum sé líka bara frekar lélegt, Jeff þarf alltaf að restarta öllu af og til þegar signalið dettur niður (góð íslenska, ha?).
Á morgun byrjar hard core vinna hjá mér og ætla ég að reyna að klára eina 5000 orða ritgerð fyrir mánaðarlok og helst ná að klára 1 og hálfa fyrir febrúarlok. Verð eflaust eitthvað á campaign trail Labour Students að taka upp heimildamynd svo ég verð að vera dugleg.
Jæja pæja. Og pæji.
Gender balance í góðu lagi hér.
Nú ætla ég að fara að spjalla við Sólrúnu og Steinunni.
Bless bless.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim