Bloggarasamfélagið á Íslandi er svolítið krípí. Það er eins og því sé stjórnað af svona 3-4 blogg-klíkum. Og maður ber kennsl á þær með því að skoða tenglana þeirra... Ég til dæmis held að Hjörtur sé eins konar blogg/mafíósa foringi því það eru svona sjö billjón tenglar á hann. Hvert sem ég fer um netheiminn: Voila tengill. Þetta er eiginlega svolítið óhugnanlegt. Svo eru nokkrar aðrar svona tenglamæður og feður sem hringa sig um ákveðin svæði.
Það sem ég vil vita er:
a) Er þessu miðstýrt?
b) Hver er tilgangurinn?
c) Er Davíð í blogghring?
d) Ef Davíð er ekki stjórnandi blogghrings, eru þá einhver plön um að taka hann niður via blogg?
e) Hvernig nær maður til valda, er þetta vinsældarkeppni eða snýst þetta um peninga?
f) Þarf maður að vera fyndin/n? Óóó.
g) Hver er hlutur Baugs í blogghringjum Íslands?
h) Eykst hlutur manns samhliða réttritun eða er það bara fasismi sem ég lærði í menntó?
i) Ná lög gegn hringamyndun yfir blogg?
j) Hvað varð um Betu rokk? Var það óvinveitt yfirtaka eða var hún þöguð í hel?
Það sem ég vil vita er:
a) Er þessu miðstýrt?
b) Hver er tilgangurinn?
c) Er Davíð í blogghring?
d) Ef Davíð er ekki stjórnandi blogghrings, eru þá einhver plön um að taka hann niður via blogg?
e) Hvernig nær maður til valda, er þetta vinsældarkeppni eða snýst þetta um peninga?
f) Þarf maður að vera fyndin/n? Óóó.
g) Hver er hlutur Baugs í blogghringjum Íslands?
h) Eykst hlutur manns samhliða réttritun eða er það bara fasismi sem ég lærði í menntó?
i) Ná lög gegn hringamyndun yfir blogg?
j) Hvað varð um Betu rokk? Var það óvinveitt yfirtaka eða var hún þöguð í hel?
Æ, ég er farin að sofa... góða nótt.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim