Me, me, me.

APATHY ON THE RISE, NO ONE CARES

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavik, Iceland

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Ég verð svo glöð þegar ég fæ komment. Mér yljar um hjartaræturnar, og þær hefja að bráðna eftir langt kuldatímabil. Ísöldin, sem mér bjó í brjósti líður og alls konar rusl flæðir undan klakanum. Risaeðlubein og kjúklingabein og alls kyns einnota plastdót og gamlar Svala umbúðir.

Mexíkókvöldinu hennar Kati var á endanum frestað og verður haldið sem eftirmiðdagsboð á sunnudaginn... engu að síður mun eldhúsið fljóta í Sangría.

Ég fór á The Aviator áðan og hún fékk eftirfarandi einkunnir frá okkur:
7,9
7,5
8,5
Ég gaf lægstu einkunnina en það var eingöngu vegna þess að í einni senunni var svoddan klúður. Frá einu sjónarhorni var stúlka að borða ís og frá hinu sjónarhorninu var hún ekki byrjuð að borða ísinn. Afskaplega er ég anal að láta svoleiðis pirra mig.
En myndin var annars góð (þrátt fyrir að vera 3 tíma löng) og Leonardo DiCaprio hefur sannað að hann er ekki búinn að gleyma hvernig á að leika
og bestur fannst mér Alan Alda, sem virkilega lék einhvern annan en sjálfan sig í þetta sinnið (hættir til sömu taktanna... en mér er sama, hef elskað hann síðan ég horfði á trilljón MASH endursýningar í NY.)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim