Me, me, me.

APATHY ON THE RISE, NO ONE CARES

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavik, Iceland

laugardagur, júlí 31, 2004

Hmmm... hvað að segja... kom heim á fimmtudag... er soldið brún og svona. Hef hreint út sagt aldrei verið svona brún. Sem er samt ekkert rosalega brúnt á almennan mælikvarða.

Svo voru gestir í gær heima en jelló vodkastaupin mín urðu svolítið... slepjuleg... og út um allt svona. Held mig við eitthvað hefðbundið næst. Eins og að bjóða ekki upp á neitt. It's friggin help yourself day today, is what it is.

Ætlaði á Innipúkann en veitiggi alveg núna... hálf slöpp og sloj og svona... svo er ég að passa eitthvað frameftir kvöldi... hmmm...

Jæja, sæta fólk... me go watch tv now.
(Ég horfði ekki á sjónvarp í 2 vikur, ég á alveg inni smá tíma...)

laugardagur, júlí 24, 2004

Hullo, er enn i Alcudia en erum ad fara ad leggja af stad til Porto Cristo a eftir og verd ekki i tolvusambandi i fjora daga eda svo. Thad er alveg svakalega heitt, en a sjonum hefur madur ad minnsta kosti sma golu... i dag er laugardagur og Erna vakti mig klukkan atta og var ad strida mjer, neitadi svo ad fara ut ur kaetunni okkar. Ahh, hun er svo saet (vemmufraenkan jeg, sko).

Hmmm... annars er ekkert afskaplega mikid ad segja, dudduruuu...

fimmtudagur, júlí 22, 2004

Gódan daginn, nu hef jeg verid a sjo i taepa viku og a i miklum erfidleikum med ad skrifa a tolvuna sokum sjoridu. Sjorida er fyndin. Vid hofum siglt mikid, forum til Menorca og sigldum i kringum eyjuna sem er mjog falleg. Adum i Ciutadella, Fornells og Mahón auk annarra stada. Thessi thorp eru mjog sjarmerandi, thar er framleitt gin og fra Mahon er majones komid (Mahon... Mahonaise... ).

Skutan er mjog flott og rumgod (tja, midad vid skutur, sem eru nu ekki rumgodar yfir hofud), hid glaesilegasta fley. 41 fet og svort a skrokkinn, gorgeous.

I stad fallegu brunkunnar sem jeg hafdi sjed fyrir mjer er jeg komin med undarlega flekkott bak (kallid mig Cheeta)(Thundercats, mar), otal bit og exemutbrot af solaroliu... er thad ekki daemigert? Ekki gerd fyrir sudraenar slodir... hehe.. En gledin lifir samt sem adur... Gistum i nott i litilli vik sem er afskaplega merkileg thar ed a brons og jarnold voru hoggnir ut hellar sem grafreitir i klettana alltumkring.  Necropolis. Og mitt i thverhniptum hamrinum hafdi einhver byggt sjer yndaelis sumarhus arid 1910, malad thad hvitt og skirt Solita og teiknad utan a thad vafningsurt.

Nu aetla jeg aftur ad haetta mjer ut i hita daudans (tolvuverid er loftkaelt... saela). Skrifa er jeg kem naest i land.

þriðjudagur, júlí 13, 2004

Hæ. Er komin aftur. Tvær færslur á einum degi. Vúha. Fór áðan að láta laga rennilásinn á hausnum á mér. Nei, jakkanum. Djók. Ég er ekkert svona V skrímsli. Manstu eftir V? Manstu þegar geimverurnar voru að gleypa rottur í heilu lagi? Og þegar skrímslabarnið fæddist?

Veiztu hvað ég fann á FoxKids (Fjölvarp nýtist vel í sumarfríum)???? Eeri, Indiana!!!! Manstu eftir Eerie? Marshall og Simon og gráhærða stráknum? Twilight Zone barnæskunnar? Það man aldrei neinn eftir Eerie, Indiana. Ekki einu sinni Ransý systir. Sem er eiginlega í anda þáttanna. Svona eerie. Skiluru?
Mikið er ég ánægð að James Spader sé kominn inn í líf mitt á nýjan leik. James Spader er algjör snillingur. Svo skemmtilega pervertískur. Sástu Secretary? Snilldarilldarmynd!

Hey, svo, í Lundúnum fór ég að skoða endurbyggingu af Globe leikhúsinu, það var algjör snilld, og mesta snilldin var að þegar ég var í svona guided tour þá byrjuðu leikararnir að hita upp á sviðinu og ég sá Mark Rylance vera að hita upp! Í svona ljótum, gömlum íþróttafötum í einhvurslags blak/fótboltaleik. Hann lék m.a. í snilldarmyndinni Intimacy, sem nota bene státaði einnig af Marianne Faithful, hahahæ. Kemur ekki barasta í ljós að Mark er artistic director Glóbsins. Enda fyrst og fremst Sjeikspír leikari. Hann er snilld.

Versta við að fara að sigla er að þurfa að vera í sundfötum allan daginn og svoleiðis. Ég er ekki þessi ,,fækka fötum" týpa. Sem betur fer og af góðri ástæðu.

Hey, þegar ég var í Lundúnum fór ég með Heiðu á N-Afrískan veitingastað (who knew they had food?). Það var ekkert smá kúl, ég hlakka til að prófa Allan Heimsins Mat í Lundúnum. Funky. London. Skrítið.

Er að spá í að stefna öllum kunningjum og vinum á Kaffibarinn í kveðjukollu. En. Æ. Djók. Ég á víst að hjálpa til við að taka til í flokkshúsnæðinu nýja. Kannski bara eftir það?
Ég er rolla og æðukolla.

Hæ hæ, sit hér með Dísu og við erum að staupa okkur með koffíni. Hún kom nebblega til mín í morgunkaffi og ég var að sýna henni skólann minn á netinu. Skrítið að hugsa til þess að eftir tvo mánuði muni ég barasta búa í öðru landi. Haaaa?

Fer að sigla á miðjarðarhafinu eftir tvo daga og kem ekki aftur fyrr en rétt fyrir verzlunarmannahelgi. Kannski verð ég súkkulaðibrún þá. Kannski verð ég rauð eins krabbi, hafandi hamskipti eins og snákur... en svo kemur verzlunarmannahelgin og þá fara allir úr bænum og þá er afskaplega kósí að vera þar. Hahahæ og hí á þá sem fara út úr bænum um verzlunarmannahelgi. Það er svo stúbbid.

Fór í mat til Siggu á laugardaginn og það var mjög gott, fyrir utan ofsakláðann í lófunum en Sigga sagði að það boðaði bara að ég ætti peninga í vændum... Sóló sagði okkur frá fyrstu prívat tónleikum Amínu í Danmörku (í fylgd með heimildarmyndatökufólki, hahæ) sem gengu vonum framar.

Uuuuumm... gisti hjá Helgu í nótt og dreymdi að ég væri að fela mig í Ráðhúsinu því vondi karlinn í nýju Spiderman myndinni væri að klifra yfir Eiffel turninn til þess að ná í mig.

Best að fara að pakka.

þriðjudagur, júlí 06, 2004

Komin til Lundúna til Heiðu, erum búnar að búa upp rúm og að horfa á Big Brother, hehe... Heiða er búin að vera algjör engill og finna nákvæmlega allar lestar og svoleiðis sem ég þarf að taka til að komast til Twickenham í fyrramálið... eftir smá ætlum við svo að kíkja á local pöbbinn hérna... hí hí... (hissa?)

mánudagur, júlí 05, 2004

Það vantar spý/ítur og það vantar sög
það vantar málningu og fjörug lög
Eitthvað að kalka í stafsetningu... eins gott að hið sama eigi ekki við um enska stafsetningu, a.m.k. ekki fyrr en eftir miðvikudaginn þegar TOEFL skrímslið mætir mér í einvígi.

Fyrsti dagur í fríi... Erna kom snemma til mín og við erum búnar að skottast um allan bæinn, fórum út í bakarí og í búðir og á sýningu í Klink og Bank (að blása með hárblásara á myndirnar hennar Jóhönnu og láta þær hverfa, ýkt kúl, og afskaplega sniðug pæling líka) og að lokum í heimsókn til Heiðu og krakkanna á Sjafnargötunni. Þar beið mín, viti menn, jólagjöf! Forláta líkamssmyrsli frá Alexander McQueen. Nú fer ég loksins að lykta vel.

Á eftir að pakka öllu niður, uu, og er ekki einu sinni byrjuð og nenni ekki að byrja... ætli ég fari ekki bara eins og ég er klædd. Tek bara auka naríur með eða eitthvað, sting þeim í vasann.
Sjáumst á föstudaginn!
Hastalavistalalala.

sunnudagur, júlí 04, 2004

Halló. Þið þarna. Ókei, þú.
Nú er helgin að verða búin en ég þarf samt ekki að mæta í vinnuna á morgun. Afskaplega undarlegt. Sumarfrí. Erna litla er eitthvað hálfslöpp og ætlar bara að tjilla með mér á morgun. Við kíkjum örugglega eitthvað sniðugt saman. Hún er svo að fara að byrja á leikskóla bráðum. Skrítið. Ýkt stór eitthvað.

Í dag er þjóðhátíðardagurinn minn. Húrra, ég. Afskaplega stoltur Kani. Mikið af nötturum í Amrígu. Ég er líka soldið nöttí. Á stundum.

Á föstudaginn töluðum við og töluðum við, við stöllurnar, ég, Sigga og Sólrún. Það var mjög fínt. Keyptum fullt af frosnum mat (pizzur og Ben og Jerrys) og drukkum bjór. Namm. Daginn eftir fórum við Sigga á Karníval hjá Klink og Bank og svo ætlaði ég að fara og fá mér ókeypis myndasögur í Nexus en Sigga vildi ekki bíða í röðinni því það var svo kalt (búin að búa of lengi í Frans) svo ég endaði bara með því að kaupa mér myndasögu. Og taka áttundu spóluna af Angel. :-( Nú er bara allt búið, og mér líður illa í litla, svelta, skorpna sjónvarpssjúka hjartanu mínu.
Og af hverju breyttu þeir í Nexus opnunartímanum??? Urrg.

Síðaaaan fórum við Helga á Sirkús um kvöldið. Surprise. Ég notaði snilldar brellu til að dobbla Helguna út þegar ég nennti ekki að vera þarna lengur. Ég held að það búi lítill mastermind í litla kollinum mínum eftir allt saman.
Jahá, þú heyrðir rétt. Litla kollinum. Þrátt fyrir að vera stórgerð kona (ehemm) þá er ég með afskaplega lítið höfuð. Pjúní, bara. En hárið blekkir, sem betur fer. Ég keypti mér trukkaraderhúfu í dag í barnadeild og þarf alveg að hafa hana í innsta gati. Það er vegna þess að ég hef engan hnakka. Flathaus. Held ég hafi sofið einum of mikið og bara sphhhh... hnakkinn flattist út.

Hmmm. Var núna með Gunnu að éta nammi og horfa á vídjó. The Pledge og ástralska mynd sem hét Better than sex um skyndikynni sem var mjög skemmtileg. Mínus leigubílstjórinn. The Pledge var laaaangdreeeeegin. Troðfull af góðum leikurum í litlum hlutverkum, flott tekin og svosem ekkert vitlaust plott en fremur tilgangslaust að lokum... laaaaangdreeeeegiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin.

Duddurudduruuu... er að fara út á þriðjudaginn til London. En ekki gráta, ég kem aftur á föstudeginum, verandi orðinn stórborgari.
Æi, ég hef eiginlega ekkert sniðugt að blogga. Ekki nema einhver vilji heyra um vítabix og mjólkurkaup. Ekki mjög spennó.

fimmtudagur, júlí 01, 2004

Bloggsíður eru krónprýði sjálfhverfunnar. Segi ég stolt. Það eru allir sjálfhverfir, það þarf bara að áta fólk...

Orson Welles og ég erum bæði frá Wisconsin. Kúl, ha? Annars fannst mér Citizen Kane verulega ofmetin. Og, meðan ég man, þá er Pulp Fiction EKKI besta mynd sem hefur verið búin til.

Á morgun, föstudag, þá vinn ég sko, en svo, eftir það, þá er ég eiginlega barasta komin í mánaðarfrí. London til Heiðu á þriðjudaginn, til baka á föstudaginn... svo viku seinna að sigla á miðjarðarhafinu í tvær vikur eða svo. Kannski sökkvum við, það væru tragísk örlög fyrir Nielsen fjölskylduna. Týpískt við eitthvað, aaalltaaaf að drepast.

Sigga er komin. Siggaliggalá. Jei! og Sóló líka! We three amigos, huh! (Æ, manstiggi??)

Nú, og hvað nýtt? Í dag grillaði ég grilljón kíló af lambakjöti. Lambakjöt er vont. Það sökkar feitt, það er einhver vondur keimur af því og svo er ógeðslega mikið af svona fituógeði á því og beinum (sem óprúttnir SJÚGA, grroooss). Ég hef einu sinni smakkað einhverjar svona lambalundir sem voru ágætar, en annars. Ugh. Hrollur. Ég vil hafa matinn minn fallegan, sinalausan, fitulausan og snyrtilegan, fæddan í lofttæmdum umbúðum og helst án nokkurrar vottunar um fyrra líf. Til að mynda tilbúnar kjúklingabringur. Fyrirtak! Pasta. Snilld!

Annars er ég búin að fara í bað og skipta á rúminu (nei, ég pissaði ekki undir) og ætla að proppa upp fjalli af púðum oooooog horfa á Angel. Sjöundu spóluna í fimmtu seríuna (Nexus style). Úff. Ég hálf kvíði fyrir. Vil ekki klára þetta. Sniff.

Ég dýrka Queer as Folk. Mig langar að eiga þættina á spólu. Ef ég væri samkynhneigður karlmaður væri ég pottþétt Vince. Mínus Dr. Who fetishið.

Á ónotað Murder Mystery spil. Langar langar laaaangar að halda boð áður en ég fer út, en það er þvílíkt púsl að koma saman rétta átta manna hópnum án þess að móðga þennan eða hinn. :-S