Me, me, me.

APATHY ON THE RISE, NO ONE CARES

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavik, Iceland

þriðjudagur, júlí 13, 2004

Hæ. Er komin aftur. Tvær færslur á einum degi. Vúha. Fór áðan að láta laga rennilásinn á hausnum á mér. Nei, jakkanum. Djók. Ég er ekkert svona V skrímsli. Manstu eftir V? Manstu þegar geimverurnar voru að gleypa rottur í heilu lagi? Og þegar skrímslabarnið fæddist?

Veiztu hvað ég fann á FoxKids (Fjölvarp nýtist vel í sumarfríum)???? Eeri, Indiana!!!! Manstu eftir Eerie? Marshall og Simon og gráhærða stráknum? Twilight Zone barnæskunnar? Það man aldrei neinn eftir Eerie, Indiana. Ekki einu sinni Ransý systir. Sem er eiginlega í anda þáttanna. Svona eerie. Skiluru?
Mikið er ég ánægð að James Spader sé kominn inn í líf mitt á nýjan leik. James Spader er algjör snillingur. Svo skemmtilega pervertískur. Sástu Secretary? Snilldarilldarmynd!

Hey, svo, í Lundúnum fór ég að skoða endurbyggingu af Globe leikhúsinu, það var algjör snilld, og mesta snilldin var að þegar ég var í svona guided tour þá byrjuðu leikararnir að hita upp á sviðinu og ég sá Mark Rylance vera að hita upp! Í svona ljótum, gömlum íþróttafötum í einhvurslags blak/fótboltaleik. Hann lék m.a. í snilldarmyndinni Intimacy, sem nota bene státaði einnig af Marianne Faithful, hahahæ. Kemur ekki barasta í ljós að Mark er artistic director Glóbsins. Enda fyrst og fremst Sjeikspír leikari. Hann er snilld.

Versta við að fara að sigla er að þurfa að vera í sundfötum allan daginn og svoleiðis. Ég er ekki þessi ,,fækka fötum" týpa. Sem betur fer og af góðri ástæðu.

Hey, þegar ég var í Lundúnum fór ég með Heiðu á N-Afrískan veitingastað (who knew they had food?). Það var ekkert smá kúl, ég hlakka til að prófa Allan Heimsins Mat í Lundúnum. Funky. London. Skrítið.

Er að spá í að stefna öllum kunningjum og vinum á Kaffibarinn í kveðjukollu. En. Æ. Djók. Ég á víst að hjálpa til við að taka til í flokkshúsnæðinu nýja. Kannski bara eftir það?
Ég er rolla og æðukolla.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim