Me, me, me.

APATHY ON THE RISE, NO ONE CARES

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavik, Iceland

föstudagur, mars 25, 2005

Nu er eg bara ad fara, fara til Rotterdam. Er ad pakka nidur ollum vetrarfotum og skom og thess hattar og aetla ad reyna ad troda thvi doti i gaminn hennar Solrunar. Og svo fljugum vid af stad! Jibbijei. A bakaleidinni forum vid aftur i tima... rosa gaman... fljugum af stad tiu minutur yfir atta og lendum fimm minutur yfir atta... sneddy mar...
Anna gaf mjer paskaegg i gaer. Hun er soldid dugleg ad gefa gjafir.
Og jeg fjekk SpongeBob Squarepants snowglobe-inn sem jeg vann af bioinu a netinu i postinum i gaer... thetta er svona mjukur snowglobe, thad er ad segja ad hvelfingin er ekki ur gleri heldur hlaupi. Rosalega flott sko.
Thegar jeg kem svo heim fer Solrun og jeg hef bara thrjar risavaxnar ritgerdir til ad sinna mjer naesta manudinn.
Hey, jeg heyri i dufunum skronglast a thakinu hjerna... thetta heyrir madur sjaldan heima. Better relish...
Sa annars The Incredibles i fyrradag. Hun er algjor snilld.

mánudagur, mars 21, 2005

Nu er alveg fra fullt ad segja, eda thannig lagad sjed. Sko. Um helgina komu til daemis Arnar og Frida i heimsokn og var vodalega notalegt ad fa thau i heimsokn. Sol skein svo i heidi er vid domurnar forum ad motmaela i Hyde Park a laugardaginn. Vedrid var yndislegt og thad var svaka stemming i motmaelagongunni og aragrui af folki. Arnar var tha ad hitta vin sinn. Svo forum vid a piiinkulitinn felustad i Soho. Forum inn i litid hus og nidur i kjallara og thar var sko laumustadur. I fyrstu var thar enginn nema litlir, italskir karlar ad spila poker svo vid domurnar settumst vid graenklaett bord og spiludum rommi thar til Arnar og Gisli komu. Gisli for svo til Moltu en afram satum vid langt, langt fram eftir kvoldi ad spila Rommi og Forseta og hlusta a Sinatra og adra slika syngja... thar til thad kom djasstrio ad spila laev og stadurinn fylltist af yngra folki. Thetta var mikill snilldarstadur, pinulitill og italskur og vid holdum ad thetta sje mafiustadur.
I dag forum vid Solrun og Steinunn svo i klippingu og thad tok bara hundrad klukkutima en harid fauk tho nokkurn veginn a thann mata er oskad var eftir.
Svo horfdum vid Solo a The Party med Peter Sellers og a morgun er stelpufjor og Margret og Einar koma og allt ad gerast og rosa skemmtilegt og jeg veit ekki hvad og hvad og hvad og hvad (nema hvad ad samviskan er svolitid ad naga mig innan fra. Er eiginlega buin med magann og byrjud a multicystisku nyrunum minum og nartar i thvagblodruna litlu. Ritgerdaskrifin ganga adeins of haegt. Adeins. Stefni tho a 2000 ord fyrir fostudaginn. Annars er thad bara enginn ponnukokubatur.)

föstudagur, mars 18, 2005

Thad er thvilik sol hjerna! Jeg var buin ad gleyma hve dagodur skammtur af solarbirtu og hita getur komid manni i gott og bjart skap. Mikid vona jeg nu ad thetta haldist ut april...

Eg var ad fa brjef um 10 ara reunion i skolanum minum i Kanada, Polyvalente de Beloeil. Thad vaeri nu gaman, ad hitta alla... en jeg held jeg fari ekki. Hvorki timi nje fjarrad fyrir hendi.
Vona bara ad jeg fai frjettir af thessu ollu saman.
Hefdi verid fyndid ad hitta gamla draumaprinsinn minn. Hann les nu a maela fyrir rafmagnsfyrirtaeki og tok thatt i svona stefnumota reality tv thaetti um daginn. Hvurslags eiginlega.

Arnar og Frida eru a leidinni og eftir helgi koma svo Margret og Einar i stutta heimsokn til Lunduna. Thad er gaman ad fa heimsoknir :)
Svo er thad bara Holland (og ponnukokubaturinn).

Thad gengur illa fyrir mig ad finna einhvern til ad taka vid herberginu minu hjerna. Thad a sko ad vera post-grad nemi vid Goldsmiths... en ef thad gengur ekki tha er jeg alveg til i ad leigja bara einhverjum sem jeg thekki og lata thetta bara fara gegnum mig...
Langar thig ad bua i London i sumar?? Get leigt thjer saett herbergi fyrir litinn pening, alveg vid hlidina a tubeinu og i Zone 2...
Pretty please???

fimmtudagur, mars 17, 2005

Blogg, blogg, blogg...
I dag var sidasti dagurinn i skolanum. Thad er ad segja, sidasti dagurinn thar sem formleg kennsla fer fram. Nu er thad bara verkefnavinna sem herjar a mann. I tilefni af thvi forum vid oll saman a Rosina, krana vid hlidina a mannfraedideildinni og fengum okkur eina kollu (eda tvaer, thrjar). Thad var afar gaman en eilitid sorglegt ad sama skapi.
Svo er lika dagur heilags Patreks og thvi aerid tilefni ad fa sjer ol. I gaer hittum vid lika Jon Gunnar (sem er ad laera hjer vid skolann lika) og gaeti nu vel svo farid ad vid ynnum eitthvad saman ad mynd i sumar... athugum med styrkjamal og thess hattar. Thad vaeri mjog skemmtilegt.
Dudduruuuuu... kartoflurnar eru i ofninum og tolvan min er a motthroaskeidi... explorerinn minn lokast alltaf. Sniff. Vona thetta lagist. Er a Solrunar tolvu nuna.
A morgun koma Arnar og Frida og tha verdur gaman...
Jeff er buinn ad bjoda okkur ibudarfjelugunum i mat a morgun (vona hann eldi ekki stinkí daemid)... ekta kinverskt sko, tha meina jeg ekta...
Kannski jeg dragi A, F og S med a Viper Room a Brick Lane a morgun, Anna er ad reyna ad draga alla... Brick Lane er agaett og thar er haegt ad fa ekta, ekta, eeeekta beyglur. Mmmm.
Baejo.

þriðjudagur, mars 15, 2005

Virusinn minn laeknadist ekki. Virusvornin hjalpar eilitid, svolitid eins og lyf vid kroniskum sjukdomi sem hefur sinar haedir og laegdir. En hann etur reglulega java-id mitt og laekkar i hljodinu og skellir inn hinu og thessu og jeg veit ekki hvad og hvad. Nu sje jeg ekki kommentin a blogginu minu og jeg kemst ekki a postinn. Nje heldur get jeg sjed islenskt sjonvarpsefni.
Svona er lifid. Straujun vid fyrsta taekifaeri, th.e. i mai.
Gaman um helgina, vinna i vikunni og svo koma Arnar og Frida naestu helgi og tha verdur aftur gaman. :-) Egill er farinn heim. Lenti i algjoru veseni a flugvellinum. Var ekki hleypt i vjelina af anal bjurokrotum thott hann hafi maett alveg nogu timanlega. Islensku bjurokratarnir voru tho mun betri og veittu honum mida a vaegu verdi degi sidar. En samt. Breskir bjurokratar voru thjalfadir hja kolska. Nei, verra, hja skrifstofustjora kolska.
EN JEG ER SAMT ALLTAF JAFN KAT, HAAAAAAA!!!! Ogedslega depressing bloggynja eitthvad.

föstudagur, mars 11, 2005

Dudduruu... er að fara í partý til Gudrunar, hinni norsku, í kvöld... á maður bara að djamma eða hvað? Er svo að fara á þöglar stuttmyndir á morgun í National Film Theater með undirspili Joanna MacGregor... ætti að vera gaman. Lis er búin að vera að klippa þetta saman öldum saman, einhverja búta frá einni fyrstu leikstýrunni. Og svo eitthvað fleira.

fimmtudagur, mars 10, 2005

Jibbí!
Kolli reddaði mér sko alveg! Núna er tölvan mín heilbrigð, heilbrigð eins og nýfætt lamb að vori! Já, ég fékk sko meðal við vírus frá Kolla.

Í dag fór ég í tíma... verð að fara að læra samt. Læra. Úff.
Og í gær fékk ég lakkrískonfekt frá mömmu (via Egill sko)... þetta eru alveg nokkur kíló... hvað skal segja, heilsufæðið er greinilega fyrir bí.

Hmmm. Jahá. Dudduruuuu. Ekki andríkasta færsla í heimi. Það sem skiptir máli er að tölvan mín er heilbrigð. Held ég hefði ekki verið áhyggjufyllri ef mitt eigið barn lægi með skarlatsótt. Neeeeeh. Æ, þú veist. (Svo á ég ekkert barn).

Hmmm... já, svo er Ingibjörg Sólrún komin í formannsslaginn með fullu forté. Mér líst afskaplega vel á það. En mér var ekkert boðið að vera stuðningsmaður... hvurslags skipulag er þetta eiginlega? Manni getur nú sárnað. Svona er manni fljótt gleymt. Haaaa?
Jæja. Ég skil það svosem alveg. Ég myndi gleyma mér. Sem segir ekki margt gott um mig sem stuðningsmann, heldur, haaaa? Ha ha!
Ég væri kannski góður spæjón bara? Þúst, eins og Jón Spæjón... enginn vissi hver hann var...
Ekkert smá depressing að vera ég, hahahaha!!! Ojbara!

miðvikudagur, mars 09, 2005

Þetta er fríkí dagur maður.
Fyrst fór brunabjallan í gær og það var virkilega kviknað í.
Og svo keyrði hestvagn framhjá húsinu mínu.
??

Vírus, béskotans vírus. Og þessi leggst á netið mitt. Mér finnst það ekki fallegt. :( En ég hef eiginlega ekki tíma til að strauja tölvuna mína, fyrir utan að öll forrit og slíkt sem ég þyrfti að setja aftur upp eru heima.

En... hvað get ég spjallað um? Hmmm... ég hélt fyrirlestur í tíma og fór ekki að skjálfa, fílaði mig geðveikt sem kennara bara. Jæja börnin góð og svo framvegis. Og var ekki hökkuð í spað af skringlega kennaranum mínum. Hann er húðflúraður í bak og fyrir með stóran, framandi eyrnalokk í öðrum húðflúraðum eyrnasneplinum. Er að skrifa doktorsritgerðina sína um... taraaaa... húðflúr! Og svo er hann afar stór og mikill um sig og með snöggklippt svart hár með hvítum bletti og maður gæti verið svolítið mikið hræddur við hann ef maður mætti honum á dimmu kvöldi. En svo byrjar hann að tala og út kemur svona lítil, stressuð rödd og fyrstu tímana var hann aaafskaplega stressaður þegar hann kenndi okkur. Hann er sumsé vænsta grey. Þetta kennir manni sko að vera ekkert að dæma fólk eftir útlitinu, segiði svo ekki að ég læri ekki neitt í mannfræðinni. Haaa.

Heiða er á landinu og við Sólrún fórum út að borða með henni á mánudaginn. Við vorum einhvurjar fimm íslenskar stúlkur og svo vinur Heiðu frá Yale. Þau eru að fara, ásamt tveimur öðrum bekkjarfélögum, að keyra um Írland. Ég er svolítið afbrýðisöm. Við fórum á Brick Lane og borðuðum indverskt. Ég held það nú bara.
Og svo í gær fór ég aftur út að borða, og í þetta skiptið með Steinunni á Wagamama. Wagamama er svolítið mikið sniðugur staður. Svona undarlegt japanskt-asískteitthvaðannað-chilli fusion. Og núna ætla ég bara að borða kartöflur og drekka vatn þangað til ég fer til Hollands.
En þá ætlum við í
PÖNNUKÖKUBÁTINN.
Ég hlakka afskaplega mikið til. Borg sem státar af pönnukökubáti hlýtur að vera stórkostleg. Þetta er sumsé fley sem siglir um höfnina í Rotterdam, sem er sú stærsta í heimi, og er með pönnukökuhlaðborði! Hugsasér.
Svo kom hann Egill í gær... nú er ég þriðja hjólið og er allt í einu farin að sækjast eftir því að umgangast aðra vini mína. Haha! Næstum líka þessa sem ýtir. Og ýtir og ýtir og ýtir og ýtir.
Dreg Steinunni og Sairu og Kati eitthvað með á kvikmyndahátíðina sem er í gangi. Ekki hafa áhyggjur af mér. Ég á eftir að spjara mig. Ég dey ekkert, sko. Nei, í alvöru.

sunnudagur, mars 06, 2005

Wondering and laundering...
ég þarf að þvo og lesa minna af skáldsögum og meira af leiðinda heimildum og skrifa ritgerðir á ritgerðir ofan...
En það er svo erfitt... það er að byrja kvikmyndahátíð sem heitir birds eye view og er tileinkuð kvenkyns kvikmyndagerðamönnum... rosalega margar spennandi myndir og áhugaverðir og gagnlegir fyrirlestrar og masterklassar... ó, ó, ó, líf mitt er svo erfitt.
Svoleeeiðis.
Mig langar í svona tíu geisladiska. Úff. Af hverju á ég ekki afmæli í mars?
Jæja. Ég elska þig nú samt. Þó þú gefir mér ekki afmælisgjöf í mars. En ég myndi pottþétt elska þig meira ef þú gerðir það.
Any takers?

föstudagur, mars 04, 2005

You Are Sensual Sexy

You exude a luxiourous sensuality in your everyday lifeTurning heads every where you go, it's all about your sexy attitude.You're naturally hot - gorgeous in both sweats and stilettos.Your biggest problem is that your utra sexy self sometimes scares men away. What Kind of Sexy Are You? Take This Quiz :-)
Find the Love of Your Life (and More Love Quizzes) at Your New Romance.

Djöfull er lífið craaaaazy. Ég var búin að vera geðveikt stressuð að hitta þennan gaur frá Oxford sem ég ætlaði að sýna skólann. Þetta yrði örugglega geðveikt vandræðalegt. En svo var þetta ekkert strákur, heldur stelpa! Fyndið, mar...
Mig byrjaði að gruna það í morguntímanum þegar ókunnug stelpa sat við hliðina á mér í tíma með rauða kápu í kjöltunni sinni. Eftir tímann spyr hún mig nokkurra spurninga um tímann og ég segi: Ert þú Elhum nokkuð? En nei, þá var það bara Line frá Danmörku. En svo hitti ég Elhum og hún var líka stelpa og ég dró þær bara báðar með mér á Café Crema þar sem bekkurinn minn fer í hádeginu á fimmtudögum. Þetta var bara gaman.

Fer ekki til Totnes en ætla að taka upp aðra mynd í Greenwich Park í staðinn... býð bara eftir sólskini. En samkvæmt mbl.is er ekkert lát á frosthörkum í Bretlandi... frosthörkur... held þessir Bretar séu ekki alveg að skilja hvað frosthörkur sé. Frosthörkur er 40 stiga frost eins og í Kanada. Eða 5 stiga frost og tíu vindstig heima. Það er ekki rigning sem breytist af og til í slyddu. og 2 vindstig.

Keypti mér annars lesefni galore... það er svona 2 fyrir 3 tilboð í Waterstones.... og svo keypti ég mér The Beauty Myth á amazon... mmm... en ætla samt ekki að fara að lesa, ætla bara að skrifa... hahaha!

miðvikudagur, mars 02, 2005

p.s. ekkert verra en andlaus netfíkill... getur einhver bent mér á skemmtilegar síður til að skoða? Ástarþakkir...

Það borgar sig sko að taka þátt. Ég tók þátt og vann! Vann! Það er nú ekki oft sem maður vinnur. Sér í lagi þegar maður er gerilsneiddur öllum keppnisanda. En ég vann nú samt sem áður. Ég vann Sponge-Bob Squarepants Snowglobe! :D Frá UCI Cinema sko. UCI loves students.
Reyndar vann ég líka í pub-quizzi um daginn, súkkulaði sem svíarnir stálu og blýant frá þingi þeirra Breta sem er búinn til úr einum, endurnýttum kaffibolla.

Totnes ferðin er eilítið í tvísýnu í augnablikinu því henni Sólrúnu sló svo ægilega niður. Flensan, sko. Bara 39 stiga hiti og læti. Agalegt. Og Kostas er líka orðinn lasinn. Það hvílir óheilbrigt ský yfir íbúð 12 H í Chesterman húsi þessa dagana.

Og á morgun fer ég á blint stefnumót. Stefnumót við óvissuna, svo að segja. Þó ekki rómantískt. Þarf bara að sýna einhvurjum persneskunema úr Oxford mannfræðideildina og skólann. Hann er að fara í sjónræna mannfræði á næsta ári og bað mig um að upplýsa sig frekar um námið. Sá netfangið mitt á skólanetinu. Kemur í ljós að ég var sú eina af sjónrænu mannfræðinemunum sem setti netfangið sitt á innra netið. Þá lendir maður í svona. En piltinn mun ég hitta uppí skóla í gati milli tíma. Hann verður í knallrauðri úlpu... (ég með hvíta nelliku... neidjóksko)
Og Kostas ætlaði að koma með mér að hitta hann en nú er hann kominn með pestina. A plague on both their houses.

Er núna skotin í Devendra Banhart og Sufjan Stevens. Þeirra tónlist líður sem smjör um eyru mín þessa dagana. Ef ég eignast pilta ætla ég að skýra þá Devendra og Sufjan. Djöfull verða þeir lagðir í einelti...

Helga skar af sér bút af litlaputta í dag. Það hefur verið vont. Vona það hafi ekki í alvörunni verið heill bútur, en þar sem hún fór á slysó getur þetta ekki hafa verið gott. Greyið. Og með bréfahníf. Það er hættulegt að opna bréf. Ekki nóg með að maður þurfi að varast pappírsskurði heldur eru bréfahnífarnir líka orðnir hættulegir.

þriðjudagur, mars 01, 2005

Tolvan min sveik mig. Hun var buin ad vera svo god i nokkra daga og svo for jeg i mat til Steinunnar i gaer og sagdi ad tolvan min vaeri buin ad vera god undanfarid. Sem er natturulega avisun a ad hun fari yfir um. Sumsje tha neitar hun aftur ad thekkja netkortid mitt. Netlaus Bryndis er leidinleg Bryndis.