Æ, ég nenni ekkert að blogga núna. Núna á ég að vera dugleg. Áðan kláraði ég landsþingsfundargerðina. Mikið finnst mér ég dugleg. Þarf samt að senda hana. Það táknar hlaup milli hæða, leit að disk til að millifæra... mikið vex mér þetta í augum. Mangi minn, ég redda þessu.
Annars var helgin og undanfari hennar mjög fín. Ég tók mér frí á fimmtudag og föstudag og á fimmtudaginn kom Eric til landsins. Við vorum svo á vappi um borgina og nágrannasveitafélög alla helgina. Hann fór í viðtal á Útvarp Sögu og svo héldu Ungir jafnaðarmenn Evrópufund með Eric, Ágústi Ólafi og Andrési Péturssyni á föstudagskvöldinu.
Allt virðist vera að smella saman varðandi skólann úti og nú er bara LÍN stapp og útfyllingar eyðublaða eftir. Svo verð ég Lundúnarmær.
Mig langar að skrolla. Mig vantar séreinkenni, skroll gæti verið lykillinn.
Þrír dagar eftir í vinnunni. Svo verð ég stúdína aftur. Svo verð ég kannski bara mannfræðingur bráðum. Að hugsa sér! Ef einhvern langar að gefa mér eitthvað er ég að safna DVD myndum eftir Tim Burton. Ég á nefnilega eiginlega engar DVD myndir, en ég er búin að kaupa Beetlejuice og Edward Scissorhands.
Gemmér, gemmér, gemmér.
Skammlaust kapítalísk, það er ég.
Annars var helgin og undanfari hennar mjög fín. Ég tók mér frí á fimmtudag og föstudag og á fimmtudaginn kom Eric til landsins. Við vorum svo á vappi um borgina og nágrannasveitafélög alla helgina. Hann fór í viðtal á Útvarp Sögu og svo héldu Ungir jafnaðarmenn Evrópufund með Eric, Ágústi Ólafi og Andrési Péturssyni á föstudagskvöldinu.
Allt virðist vera að smella saman varðandi skólann úti og nú er bara LÍN stapp og útfyllingar eyðublaða eftir. Svo verð ég Lundúnarmær.
Mig langar að skrolla. Mig vantar séreinkenni, skroll gæti verið lykillinn.
Þrír dagar eftir í vinnunni. Svo verð ég stúdína aftur. Svo verð ég kannski bara mannfræðingur bráðum. Að hugsa sér! Ef einhvern langar að gefa mér eitthvað er ég að safna DVD myndum eftir Tim Burton. Ég á nefnilega eiginlega engar DVD myndir, en ég er búin að kaupa Beetlejuice og Edward Scissorhands.
Gemmér, gemmér, gemmér.
Skammlaust kapítalísk, það er ég.