Me, me, me.

APATHY ON THE RISE, NO ONE CARES

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavik, Iceland

þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Æ, ég nenni ekkert að blogga núna. Núna á ég að vera dugleg. Áðan kláraði ég landsþingsfundargerðina. Mikið finnst mér ég dugleg. Þarf samt að senda hana. Það táknar hlaup milli hæða, leit að disk til að millifæra... mikið vex mér þetta í augum. Mangi minn, ég redda þessu.

Annars var helgin og undanfari hennar mjög fín. Ég tók mér frí á fimmtudag og föstudag og á fimmtudaginn kom Eric til landsins. Við vorum svo á vappi um borgina og nágrannasveitafélög alla helgina. Hann fór í viðtal á Útvarp Sögu og svo héldu Ungir jafnaðarmenn Evrópufund með Eric, Ágústi Ólafi og Andrési Péturssyni á föstudagskvöldinu.

Allt virðist vera að smella saman varðandi skólann úti og nú er bara LÍN stapp og útfyllingar eyðublaða eftir. Svo verð ég Lundúnarmær.

Mig langar að skrolla. Mig vantar séreinkenni, skroll gæti verið lykillinn.

Þrír dagar eftir í vinnunni. Svo verð ég stúdína aftur. Svo verð ég kannski bara mannfræðingur bráðum. Að hugsa sér! Ef einhvern langar að gefa mér eitthvað er ég að safna DVD myndum eftir Tim Burton. Ég á nefnilega eiginlega engar DVD myndir, en ég er búin að kaupa Beetlejuice og Edward Scissorhands.
Gemmér, gemmér, gemmér.
Skammlaust kapítalísk, það er ég.

sunnudagur, ágúst 22, 2004

Æi, þið vitið að ég elsk'ykkur.

Nú er ég nokkuð þreytt og búin eftir helgina, landsþing og svona... Sem gekk nú vonum framar...
Verð að ganga frá fundargerðinni og svoleiðis. Ósanngjarnt að láta mig vera þingritara. Svona slappa eins og maður (id est: ég) er venjulega eftir þing. Geisp. Brynja náði samt að draga okkur Hilmar í sund um morguninn svo við vorum hressari en sumir... samt ekkert mikið sko. Enduðum á Snúllabar að syngja þarna um kvöldið. Enginn Hitakútur samt. Á fundinn mættu meðal annars Jón Baldvin og Bryndís Schram (af hverju eru börnin þeirra Baldvinsbörn en ekki Jónsbörn? Funky shit.) Og Margrét Frímanns, hress að vanda, ekkert að skafa ofan af hlutunum, hehe.

Svo fórum við í bæinn og ég fór á tónleikana með Sólrúnu og svo í UJ partý, það var bara fínt sko, sko.
Ætla að gera heiðarlega tilraun til að skafa skítinn af herberginu mínu. Úff. Nokkurra daga verk.

Hey, annars er ég komin með herbergi í Goldsmiths í Chesterman House, sama húsi og Sólrún! Veeeei, gammaaan! (þetta segir Erna litla frænka alltaf: Vei, gammaaaan! Með áherzlu á m-in í gaman...)

Tala ég skrítið? Eða skrifa ég skrítið? Af hverju er alltaf verið að segja við mig að ég tali eins og bloggið mitt. Er bloggið skrítið eða málfar mitt? Eða hvort tveggja? Og er ekki tilgangurinn með bloggi að hljóma eins og maður sjálfur (arrrg, hljóma ég svona)? Hey, spáiði ef ég myndi í alvöru tala eins og bloggið, þá myndi ég eflaust hljóma eins og Stephen Hawking á spítti, haaaa? Og kannski pínulítið minna gáfuð, öh...

þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Það er aldeilis að maður fær bara nafnlausan póst á bloggið.
En til að skýra betur mál varðandi landsþing UJ:

  • Það var löglega staðið að ákvörðun landsþings. Þ.e.a.s. framkvæmdastjórn ákvað tímasetninguna á fyrirfram boðuðum framkvæmdarstjórnarfundi og málið samþykkt einróma.
  • Það var löglega staðið að boðun landsþings og í réttan tíma. Í lögum kveður á um að formönnum allra aðildafélaga sé sendur póstur varðandi landsþingið minnst 10 dögum fyrir landsþingið. Boðið var sent út 7. ágúst fyrir landsþing (sem hefst 20.) og einnig var sett tilkynning á pólitík.is. Þá var boðið einnig sent út á póstlista UJ.
Framkvæmdarstjórn ákveður tímasetningu landsþings. Í lögum stendur að landsþing skuli haldið fyrir 15. okt. á ári hverju en að öðru leiti er framkvæmdarstjórn fullkomlega í sjálfsvald sett hvenær fundurinn er nákvæmlega haldinn. Í framkvæmdastjórn sitja ýmsir kosnir meðlimir auk formanna kjördæmaráða. Meðlimur í UJH hefur sæti í framkvæmdarstjórn.

Þó ýmsum þyki tímasetningin ekki hentug er ástæðulaust að hlaupa fyrst í fjölmiðla með ásakanir (sem að mínu mati eru alveg tilhæfulausar), í stað þess að mæta til að mynda á framkvæmdarstjórnarfund og ræða málin þar, á réttum vettfangi. Ef þú hefur einhver málefnaleg rök önnur en þau að ég sem skósveinn formanns (en ekki ritari framkvstj.) sé í sandkassaleik, kynni ég vel að meta að fá að heyra þau.

mánudagur, ágúst 16, 2004

Jájájá, það er bara aldrei að maður bloggi, haaa...
Jamm. Er loksins sest fyrir framan tölvuna, einbeitt í framan, og staðráðin í að skrifa heljarinnar súperblogg. Eða allaveganna nokkrar línur. Í dag er mánudagur... ladída... oooog, tja, ég fór í vinnuna í daaaag. Hmm. Var nokkuð róleg um helgina (who'da thunk it?)... fór í mat til Bryndísar frænku á föstudaginn og það var mjög kósý og svo var ég bara að tjilla með Ransý systur á laugardagskvöldinu. Það er, þangað til ég fór á heljarinnar djamm. Ég veit. Ekki beint rólegt. En samt, bara djamm annan daginn, haaa, það er nú ekki svo slæmt (hjá ölkum). Brunaði niður í bæ með Helgunni (sem fór svo bara heim strax, eiginlega, sko... ekkert úthald, sko) og hitti Ólöfu, Kötu og Stebba á Kaffibarnum og kíktum svo aðeins á Ölstuen.

Hey. Fótbolti á Skjá einum. Ullabjakk. Nei, í alvöru, ULLABJAKK. Það er búið að eyðileggja Skjá einn og ég ætla aldrei aftur að horfa á hann. Skjár einn var eina skjólið manns fyrir masókísku machoíþróttunum sem hertaka allar sjónvarpstöðvar. Þynnka á sunnudögum... fótbolti á stöð eitt og tvö... bara klikka á Skjáinn og, tadaaaa, kósí Dæmand'Amy eða Leðurblökugellur eða kannski Hack eða eitthvað. En núna. Ullabjakk. ULLABJAKK. OOOOOOOOOOJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJ. Mig langar að gráta og ÖSKRA. Samtímis. Svolítið eins og ekta, bónafæd grátkona (spáiði í starfstétt...)

Svo er landsþing UJ um næstu helgi, jibbíjei! Og, hey, Hafnfirðingar. Eruð þið að grínast. Hvað, eruð þið fimm ára? Ef þið mættuð á fundi, þá vissuð þið af svona ákvörðunum. Og NEWSFLASH, ef þið MÆTTUÐ á fundina, gætuð þið actually haft ÁHRIF á ákvarðanatökuna. Og að fara svo með fýluna í fréttir. Eruð þið ekki að GRÍNAST???

Svo, á öllu gleðilegri nótum, helgina eftir það, kemur Sænski-Eric til landsins. Það verður gaman að sjá hann aftur.

mánudagur, ágúst 09, 2004

Hulló, me again.
(Honey, I'm home! Oh, I forgot. I'm not married)
(Michelle Pfeiffer sem kattakonan sko)

Mikið óskaplega var gaman um helgina. Á föstudaginn fór ég út með Önnu Soffíu, Kolbrúnu og Steinþóri. Svo var ég vakin snemma (eitt leitið) af Önnu Soffíu daginn eftir og þá var hún búin að sauma á mig þetta flotta, litla gallapils :-) Ta, babe!
Þegar ég kom heim aftur (þunn, illa sofin, með skítugt hár, maskara út á kinnar, í rifnum gallabuxum og Ramones bol) var náttúrulega allt fullt af gestum, þar á meðal stelpa sem er að fara út í LSE. Ég var alveg ekki að meika good impression. Úpsí. Eeeeníhú...

Svoooo, fór ég á tónleika í Klink & Bank um kvöldið og þar stóðu þær dömur sig í Aminu hreint afskaplega vel og spiluðu sem rafdrifnir englar. Þarna voru líka Sigga og Mark og Vala og Kjartan og Ólöf og frænka hennar og fullt, fullt af fólki og svo fórum við í glúbbi á Næsta bar og þaaaaar datt ég í sósíaldemókratíska lukkupottinn. Sumsé, þá var svona congress fyrir leiðtoga sósíaldemókratísku flokkanna á Norðurlandanna í gangi og öll hersingin hafði haldið á Næsta bar. Þar hitti ég m.a. sænskan gutta sem þekkir Eric og okkur fannst mjög sniðugt að ég myndi hringja í hann úr símanum hans (klukkan örugglega verið sex að morgni í Svíþjóð, enda fékk ég bara talhólf) Þarna voru líka flestir minna uppáhaldsþingmanna og allir í góðum fílíng. Hmmm... svo hitti ég Steinunni og endaði bara með að dansa á Sirkús. Herre Gud!

Æ, þegar ég fer til London ætla ég að vera góð, lítil stelpa. Stór stelpa. Stórgóð stelpa. Hey, nema hvað að við Sólrún ætlum á music festival, hehe...

Til hamingju með afmælið á morgun, Sólrún. Þú ert svoddan kjútípæ! Ég trúi ekki að þú sért orðin svona gömul, þú sem lítur svo unglega út! Haaaa!! Lufja ;-)


föstudagur, ágúst 06, 2004

Hulló, ég er komin inn, inn, inn í skólann! Þ.e.a.s. loksins gekk allt þetta TOEFL rugl og ég fæ sendan bókalista og staðfestingu á gistingu og svoleiðis innan skamms. Jibbíkæjeimoðafokka :-)

OOOG nú er ég búin að kaupa far út og allt, eða... uh, það er smá lúxus í gangi... gamla settið átti svo mikið af vildarpunktum að þetta gekk bara ókeypis fyrir sig (af minni hálfu). Vildarpunktar eru sumsé ekkert svo vitlausir eftir allt saman.

OOOG nú er komin helgi. Hvað skal gera? Ég þarf allaveganna að fara í bað. Eftir hádegi buðum við öllum krökkunum sem höfðu verið á Hulduhólum (deildin mín) en eru farnir yfir á Álfheima (eldri deild) í heimsókn á Hulduhóla og svo héldum við partý, svaka tónlist og líkami minn breyttist skyndilega í klifurgrind. Og trampólín. Trillt föstudagsstemming, mar.

Á ég að fara út í kvöld? Á ég að fara að sjá Spædermann tvö? Á ég að missa vitið?
Allt dágóðir möguleikar. Svo er Lortur náttúrulega með festival um helgina, ég fer á morgun að sjá Sóló spila með Aminu en það er líka eitthvað í kvöld. Hmmm. Tékka kannski á Ragga með'etta. Hmmm. Ciao!
Sjáumst túmorró Binnie! Kemurðu ekki bara með á Klink&Bank annað kvöld?
Bless bless,
Bryndís, ekkert stress
(úff, þessi færsla er eiginlega hideously jolly. Whaddafuck.)

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Spáiði í greyið Júdasi. Sko hinum. Það er að segja Júdas sem var ekki Ískaríot en var samt postuli. Þú veist. Að vera alveg blásaklaus greyið og fastur með mest bölvaða nafn í hinum kristna heimi. Alveg mest hundsaði postulinn. Það eru ógeðslega margir sem vita ekki einu sinni að í postulahópnum voru tveir Júdasar. Enda er hann kallaður Thaddeus, alias Judas the brother of James, á enskan máta. Hmmmm.
Æi, ég er kannski trúlaus en ég var nú samt alin upp í kaþólskum einkaskóla. Soldið eins og gellan í Dogma. Mínus kaþólski parturinn. Og að vera boðberi Guðs.

Er soldið fokkt í hausnum núna. Get ekki hætt að éta jelló (óáfengt, ber að merkja), er uppfull af undarlegri löngun til að aðstoða túrista og tók svo nörda tripp og birgði mig upp af manga og Firefly í gær. Firefly er svolítið áhugaverðir þættir, en ég get nú ekki sagt að þeir jafnist á við Buffy... a.m.k. ekki enn... það pirrar mig svolítið þessi vestrapæling í þáttunum... aðallega tónlistin... (ú, ég er eins og klikkaði aðdáandinn hans Monk!)

Er í major fokki með bölvað TOEFL prófið. Toefl aularnir sendu ekki niðurstöður prófsins á Goldsmiths, eins og þeir höfðu lofað. Eða þá að Goldsmiths týndi bréfinu. Enníhú. Ég beðin um að faxa eða senda mínar niðurstöðu og ég rýk til og faxa bleðilinn. Sem er svona 1/3 af síðu. Og hringi svo til að staðfesta. Og þá segir konan: Já, ég fékk faxið en mig vantar neðri helminginn á síðuna.
Þá sagði ég: Það ER ekki neðri hluti. Eða jú, það er neðri hluti en það er útfyllingareyðublað fyrir mig ef ég vildi að einkunnin yrði send á aðra skóla. Aðskildur með gatalínu. Sem ég fyllti út til að fá TOEFL til að senda Goldsmiths einkunnina aftur. AAAARRRRGGGG.

Gellan var ekki að fatta. Og ég veit ekki hvað ég á að gera. Einkunnablaðið er bara svona og þetta var það eina sem ég fékk sent. AAAARRRRGGGG. Kannski var gellan bara dumb-ass bjúrókrati. Ég gæti misst herbergið mitt á heimavistinni ef þetta leysist ekki strax, því annars fær Accommodations office ekki staðfestingu á skólavist minni fyrr en of seint! AAAARRRGGGGG. :-( Sendi neyðaróp til International Office, býð skelfd eftir svari...

Annars: SNILLDARTÓNLEIKAR á KLINK & BANK á laugardaginn!!!! Amina spilar!!!! First time, live, in Reykjavik city! Allir að mæta!