Me, me, me.

APATHY ON THE RISE, NO ONE CARES

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavik, Iceland

mánudagur, ágúst 16, 2004

Jájájá, það er bara aldrei að maður bloggi, haaa...
Jamm. Er loksins sest fyrir framan tölvuna, einbeitt í framan, og staðráðin í að skrifa heljarinnar súperblogg. Eða allaveganna nokkrar línur. Í dag er mánudagur... ladída... oooog, tja, ég fór í vinnuna í daaaag. Hmm. Var nokkuð róleg um helgina (who'da thunk it?)... fór í mat til Bryndísar frænku á föstudaginn og það var mjög kósý og svo var ég bara að tjilla með Ransý systur á laugardagskvöldinu. Það er, þangað til ég fór á heljarinnar djamm. Ég veit. Ekki beint rólegt. En samt, bara djamm annan daginn, haaa, það er nú ekki svo slæmt (hjá ölkum). Brunaði niður í bæ með Helgunni (sem fór svo bara heim strax, eiginlega, sko... ekkert úthald, sko) og hitti Ólöfu, Kötu og Stebba á Kaffibarnum og kíktum svo aðeins á Ölstuen.

Hey. Fótbolti á Skjá einum. Ullabjakk. Nei, í alvöru, ULLABJAKK. Það er búið að eyðileggja Skjá einn og ég ætla aldrei aftur að horfa á hann. Skjár einn var eina skjólið manns fyrir masókísku machoíþróttunum sem hertaka allar sjónvarpstöðvar. Þynnka á sunnudögum... fótbolti á stöð eitt og tvö... bara klikka á Skjáinn og, tadaaaa, kósí Dæmand'Amy eða Leðurblökugellur eða kannski Hack eða eitthvað. En núna. Ullabjakk. ULLABJAKK. OOOOOOOOOOJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJ. Mig langar að gráta og ÖSKRA. Samtímis. Svolítið eins og ekta, bónafæd grátkona (spáiði í starfstétt...)

Svo er landsþing UJ um næstu helgi, jibbíjei! Og, hey, Hafnfirðingar. Eruð þið að grínast. Hvað, eruð þið fimm ára? Ef þið mættuð á fundi, þá vissuð þið af svona ákvörðunum. Og NEWSFLASH, ef þið MÆTTUÐ á fundina, gætuð þið actually haft ÁHRIF á ákvarðanatökuna. Og að fara svo með fýluna í fréttir. Eruð þið ekki að GRÍNAST???

Svo, á öllu gleðilegri nótum, helgina eftir það, kemur Sænski-Eric til landsins. Það verður gaman að sjá hann aftur.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim