Me, me, me.
APATHY ON THE RISE, NO ONE CARES
miðvikudagur, maí 29, 2002
Á samt eftir að sakna New York, Eriku, Sonju, Kristínar, Isacs, Diönu og allra. Hmmm. Þau verða bara að koma til Íslands.
Jæja, nú eru Maggi og Gunnhildur farin og mamma og pabbi koma í kvöld. Ég er komin á loftbedda (ýkt kúl mótorinn í honum) í sjónvarpsherberginu. Incidentally þá er tölvan líka í því herbergi og því má gera ráð fyrir vissu magni af netvafri að kvöldlagi. Annars kem ég heim eftir 16 daga... hlakka svolítið til... híhí... mála Reykjavík rauða eða kannski frekar einhvern lit sem hún hefur aldrei verið áður (sumsé útsölumálning). Er með Sting á fóninum núna... hentar vel þessu heita, raka andrúmslofti... heeeee heeeee (ég að anda þungt frá mér með sveitta brún)
þriðjudagur, maí 28, 2002
Heiða og Siggibjörn eru komin heim úr Karabíska hafinu, feit og pattaraleg! Neinei... þau höfðu það bara voðalega fínt, þrátt fyrir sólarskort. En það er kannski bara betra að hafa ekki glampandi sólskin í 30-40 stiga hita. Er komin aftur í rútínuna og líkar vel! Viktor er að reyna að koma mér í skó númer 23. Gengur illa. Ekki það að ég sé ekki með afskaplega netta fætur.
mánudagur, maí 27, 2002
Eiga svona bloggsíður ekki að vera til að sýna hversu spennandi lífi maður lifir? Úff. Gengur ekki.
Fór ekki einu sinni út um helgina. En það var líka sökum massadjamms á miðvikudaginn.
Í dag er Memorial Day, frídagur hér í útlandinu. Veitir ekki af... það er mikill skortur á frídögum hérna. Það meikar náttúrulega sens að halda ekki bara helgidaga kristni heilaga. Mér finnst að það ætti þá bara að halda alla helgidaga heilaga. Í öllum trúarbrögðum sem hafa yfir 50 dýrkendur.
Held ég sé á góðri leið með að gerast geðfirrtur einbúi. Sef óhemju mikið og fæ undarlegar hugdettur. Arrg. Erika var að hringja. Var svo lengi í leikfimi (leikfimi!) að ég hef ekki lengur tíma til að fara með henni á sýninguna. Hrumphf. Ætti eiginlega að hringja í Andreas (Tríaþlónþjálfandi Svía úr Ðö Hamptons). Maður á aldrei að lofa að hafa samband á fylleríi. Það er bara vandræðalegt. Jæja.
Fór ekki einu sinni út um helgina. En það var líka sökum massadjamms á miðvikudaginn.
Í dag er Memorial Day, frídagur hér í útlandinu. Veitir ekki af... það er mikill skortur á frídögum hérna. Það meikar náttúrulega sens að halda ekki bara helgidaga kristni heilaga. Mér finnst að það ætti þá bara að halda alla helgidaga heilaga. Í öllum trúarbrögðum sem hafa yfir 50 dýrkendur.
Held ég sé á góðri leið með að gerast geðfirrtur einbúi. Sef óhemju mikið og fæ undarlegar hugdettur. Arrg. Erika var að hringja. Var svo lengi í leikfimi (leikfimi!) að ég hef ekki lengur tíma til að fara með henni á sýninguna. Hrumphf. Ætti eiginlega að hringja í Andreas (Tríaþlónþjálfandi Svía úr Ðö Hamptons). Maður á aldrei að lofa að hafa samband á fylleríi. Það er bara vandræðalegt. Jæja.
Heiða kemur heim í kvöld og þá fer ég nú eflaust að vinna skipulegar. Það er ferlega erfitt að hafa ekki neinn ákveðinn vinnutíma. Ég veit aldrei hvort ég eigi að vera á staðnum eða hvað. Mamma og pabbi koma á miðvikudaginn. Fer þá örugglega að túristast eitthvað með þeim, Diana ætlar að sýna okkur Guggenheim safnið (þar sem hún vann)... síðan fara þau til Wisconsin, en þaðan hafa þau vart komið síðan pabbi var við nám þar fyrir 22 árum. Annars hélt mamma sína fyrstu sýningu núna! Seldi strax eina og tvær myndir eru teknar frá. Fyrir þá sem hafa áhuga á að fara að sjá þá er sýningin í Auganu í Spönginni, en hún hefur fengið mjög góð viðbrögð! Go mom! Hmmm...Hvað fleira? Dudduru. Hmmm. Já! Nei, of persónulegt, skrifa það ekki hér. Hmmmm. Aha. Aha. Ókei. Bæ.
Aðgerðarleysi er einungis skemmtilegt í svo og svo langan tíma. Ég er að dreeeepast úr leiðindum. Vaknaði snemma í morgun. Maggi og Gunnhildur fóru út með strákana. Og ég hef ekkert betra að gera en að horfa á sjónvarpið og lesa. Kláraði bókina svo eftir sat sjónvarpið. Tók mér lúr. Arrrrrrrrrrrrrrrggggggg. Nú man ég af hverju ég er í félagsstarfi heima. Ætla að fara með Eriku á eftir á útskriftasýningu FIT. (Fashion Institute of Technology, skólinn sem hún hefur nám í næsta haust) Heiða segir Parsons betri skóla... meira artsí svona. Kemur í ljós á eftir. (Heiða var sko í Parsons)
föstudagur, maí 24, 2002
Annar dagur í sól og sælu... sól og 25 stiga hita... mmm, dah... hef bara hangið heima á svölunum. Var að koma inn úr busli með Viktor... Gunnhildur bakaði pönnsur... letilíf... er að fara að passa í kvöld. Hef ekki frá neinu að segja! Skrifa meira seinna...
fimmtudagur, maí 23, 2002
Úff og jæja! Í gær fór ég út með Eriku og sjö sænskum strákum. Massadjamm og smá þynnka... öhhh... Þessir strákar eru flestir hér á fótboltastyrk við nám í the Hamptons og voru sumsé að útskrifast (sumir). Við fórum til þeirra á hótelið og kemur ekki í ljós að ég er nettréttslett undirklædd, þ.e.a.s. í gallabuxum og strigaskóm, rétt svona fyrir eitthvað pöbbarölt. En allir aðrir voru rosa chic... öhhh... Jæja, anywhoo. Strákarnir höfðu hitt einhvern gaur á hótelinu sem var að sjá um prómó f. einhvern rosa kúl klúbb og gaf öllum boðsmiða... áttu þarna víst að vera fyrirsætur og leikarar og annað (fyrir)fólk. Við skúbbum í okkur smá víni og höldum af stað. Og viti menn. Einu konurnar á kvennaklósettinu voru klæðskiptingar... ehh... þetta var sumsé einhvurslags hommakvöld. Sem var bara frekar fyndið, verandi með sjö fótboltabullum!!! Eftir það fórum við niður á Bleeker street og tjúttuðum aðeins og enduðum svo í eftirpartý aftur á hótelinu. Klukkan var því ansi margt þegar ég kom heim... Þeir verða aftur á skrallinu í kvöld en ég veit ekki hvort ég hef orkuna í meira djamm (held líka að Maggi og Gunnhildur hneykslist svolítið á þessu útstáelsi)(en, hei, það er ekki eins og ég djammi ekki þúsund sinnum meira heima!!!)
Er að spekúlera í að reyna að komast að því hvar maður kýs hér... kannski ég geri bara samning við Magga Gunn um að hvorugt okkar kjósi... canselurum hvort annað út. Nei, dóbb. Sitt hvort kjördæmið. Aaaarrrrg. Hmmm. Best að hringja niður í sendiráð.
Þarf annars að bíða eftir að einhver komi heim svo ég geti farið niður í Chinatown að kaupa Rabbit skin glue f. frænku Siggabjörns sem býr í Svíþjóð. Heiða mundi allt í einu eftir að hún hafði gleymt að senda þetta og fékk nett sjokk þarna á bátnum í Karabíska hafinu. Verð að bíða eftir einhverjum cable guy líka... jibbíjæ.
Ók bæjó.
Er að spekúlera í að reyna að komast að því hvar maður kýs hér... kannski ég geri bara samning við Magga Gunn um að hvorugt okkar kjósi... canselurum hvort annað út. Nei, dóbb. Sitt hvort kjördæmið. Aaaarrrrg. Hmmm. Best að hringja niður í sendiráð.
Þarf annars að bíða eftir að einhver komi heim svo ég geti farið niður í Chinatown að kaupa Rabbit skin glue f. frænku Siggabjörns sem býr í Svíþjóð. Heiða mundi allt í einu eftir að hún hafði gleymt að senda þetta og fékk nett sjokk þarna á bátnum í Karabíska hafinu. Verð að bíða eftir einhverjum cable guy líka... jibbíjæ.
Ók bæjó.
þriðjudagur, maí 21, 2002
Hitti annars Eriku og Sonju í gærkvöldi og fór svo barasta að chilla í Barnes og Nobles... heimili mitt að heiman að heiman.
Annar dagur í leti... það er alveg æði að hafa svona ömmu og afa sem eru æst í að eyða tíma með barnabörnunum!! Þarf bara að sækja Þorkel í sund klukkan hálf-fjögur... er annars bara að lesa og dunda mér... ágætt...
mánudagur, maí 20, 2002
Jæja! Þá er ég komin aftur heim frá Kanda. Ferðin gekk vel, tók rútu frá Grand Central til Newark og flaug þaðan aaaalla leiðina til Montréal í faðm Beauregard fjölskyldunnar. Suzelle er orðin vel yfir 180 og næstum atvinnumanneskja í körfubolta (er í fylkisliði Québec sem vann öll hin fylkin í ár...) og hefur náð löglegum drykkjualdri. Skuggalegt! (Hún var 11 ára þegar ég sá hana síðast) Kíktum á íbúðina hennar Marie-Soleil í Montréal og héldum svo sem leið lá til Beloeil. Ótrúlegt nokk þá datt ég strax inn í frönskuna og talaði ekki stakt orð í ensku alla helgina! Kemur í ljós að ástæðan fyrir því að ég skil frakka svo illa er hreimurinn. Ekkert vandamál með Québesca hreiminn!
Föstudaginn fór ég með Marie-Soleil, David (kærasta M-S), Suzelle, Sebastien og Martin til Montréal á djammið. Við fórum á Café Campus og þar dansaði ég eins og vitleysingur allt kvöldið (hef ekki dansað svona mikið síðan Bíóbarinn var og hét... hmmm... gamla ég). M-S og David fóru reyndar snemma heim því David er svolítill fýlupúki. Svo kom Annick líka og hún hefur ekkert breyst. Er orðin félagsfræðingur og fræðir ungdóminn um kynlíf!
Á Laugardaginn fórum við M-S og Suzelle til Montréal og röltum um Vieux Port og gamla bæinn, sáum misheppnaða fjöllistamenn og fengum okkur öl að súpa. Jæja, ég fékk mér öl að súpa. Um kvöldið fór ég í innflutningspartý til fyrrnefndrar Annick, þar sem haldið var freak show á mér. (Þetta er Bryndís. Hún er ÍÍÍÍSLEEENSK.) Það var bara voða gaman. Ekkert smá hvað fólk hefur breyst!! Flestir strákanna þarna voru 15 þegar ég sá þá seinast og hálfgerðir njörðar en eru í dag orðnir hávaxnir og myndarlegir. Og Martin, fyrrv. hennar M-S, er orðinn ekkert smá sætur og kominn út úr skápnum! Fönkí.
Á sunnudaginn rölti ég með Elaine (skiptinemamömmunni minni) um gamla hluta Beloeil (ók, Beloeil er lítill bær. Það tók u.þ.b. 5 mín.). Hún er svo fín.
Það er nú meira hvað M-S og Souzelle eru neikvæðar! Souz er engu skárri en M-S, alltaf þegar ég náði henni á eintal datt hún í svona hryllilega unglingaveikislega einræðu um hvað þessi eða hinn væri mikið fífl etc. Baktalaði meira að segja mömmu sína hryllilega. Ég var bara í hálfgerðu sjokki. Hún sem var alltaf svo krúttleg! Jæja... vonandi vex hún upp úr þessu...
En tout cas. Keypti mokkasínur handa Viktori litla og jójó handa stóru strákunum. Am I keeping favourites? Hmmm... Kom heim á sunnudagskvöldi og þá voru Siggibjörn og Heiða á fullu að pakka fyrir Karabíska hafið (fóru í morgun) og Maggi og Gunnhildur (foreldrar Heiðu, vinir mömmu og pabba) komin til að taka við. Sem er alls ekki slæmt... því þau vilja náttúrulega eyða sem mestum tíma með gríslíngunum! Heiða átti líka afmæli í gær. Ég er ekki búin að gera neitt í dag... dunda mér við að hjálpa Buzinu að brjóta saman þvott og svona. Hún er pólsk og mamma hennar var að koma í heimsókn til hennar en þær höfðu ekki sést í 6 ár. Voða gaman! Og skrifa netdagbók. Hmmm... hef ekkert meira að segja. Jú, Jonathan Nadeau, æskuástin mín, á víst kærustu! Af hverju eiga allir sætir strákar kærustur?? (Jú, jú, líka sumir sætir sem eiga ekki kærustur. Sorrí þið!)
A tantot
Föstudaginn fór ég með Marie-Soleil, David (kærasta M-S), Suzelle, Sebastien og Martin til Montréal á djammið. Við fórum á Café Campus og þar dansaði ég eins og vitleysingur allt kvöldið (hef ekki dansað svona mikið síðan Bíóbarinn var og hét... hmmm... gamla ég). M-S og David fóru reyndar snemma heim því David er svolítill fýlupúki. Svo kom Annick líka og hún hefur ekkert breyst. Er orðin félagsfræðingur og fræðir ungdóminn um kynlíf!
Á Laugardaginn fórum við M-S og Suzelle til Montréal og röltum um Vieux Port og gamla bæinn, sáum misheppnaða fjöllistamenn og fengum okkur öl að súpa. Jæja, ég fékk mér öl að súpa. Um kvöldið fór ég í innflutningspartý til fyrrnefndrar Annick, þar sem haldið var freak show á mér. (Þetta er Bryndís. Hún er ÍÍÍÍSLEEENSK.) Það var bara voða gaman. Ekkert smá hvað fólk hefur breyst!! Flestir strákanna þarna voru 15 þegar ég sá þá seinast og hálfgerðir njörðar en eru í dag orðnir hávaxnir og myndarlegir. Og Martin, fyrrv. hennar M-S, er orðinn ekkert smá sætur og kominn út úr skápnum! Fönkí.
Á sunnudaginn rölti ég með Elaine (skiptinemamömmunni minni) um gamla hluta Beloeil (ók, Beloeil er lítill bær. Það tók u.þ.b. 5 mín.). Hún er svo fín.
Það er nú meira hvað M-S og Souzelle eru neikvæðar! Souz er engu skárri en M-S, alltaf þegar ég náði henni á eintal datt hún í svona hryllilega unglingaveikislega einræðu um hvað þessi eða hinn væri mikið fífl etc. Baktalaði meira að segja mömmu sína hryllilega. Ég var bara í hálfgerðu sjokki. Hún sem var alltaf svo krúttleg! Jæja... vonandi vex hún upp úr þessu...
En tout cas. Keypti mokkasínur handa Viktori litla og jójó handa stóru strákunum. Am I keeping favourites? Hmmm... Kom heim á sunnudagskvöldi og þá voru Siggibjörn og Heiða á fullu að pakka fyrir Karabíska hafið (fóru í morgun) og Maggi og Gunnhildur (foreldrar Heiðu, vinir mömmu og pabba) komin til að taka við. Sem er alls ekki slæmt... því þau vilja náttúrulega eyða sem mestum tíma með gríslíngunum! Heiða átti líka afmæli í gær. Ég er ekki búin að gera neitt í dag... dunda mér við að hjálpa Buzinu að brjóta saman þvott og svona. Hún er pólsk og mamma hennar var að koma í heimsókn til hennar en þær höfðu ekki sést í 6 ár. Voða gaman! Og skrifa netdagbók. Hmmm... hef ekkert meira að segja. Jú, Jonathan Nadeau, æskuástin mín, á víst kærustu! Af hverju eiga allir sætir strákar kærustur?? (Jú, jú, líka sumir sætir sem eiga ekki kærustur. Sorrí þið!)
A tantot
þriðjudagur, maí 14, 2002
Eeeeer komin með vinnu!!!! Jibbíkæjei. Tek til starfa á launadeild Landspítalans Háskólasjúkrahúss við heimkomu og mun líklega vera þar til áramóta. (Segið svo að sálfræði/kynjafræði-nám borgi sig ekki!)
Halló halló,
Nú er helgin búin og ekki mikið af henni að frétta. Long Island partýið var meira matarboð en partý (og meðalaldur hærri en ég bjóst við!) en það var samt mjög fínt. Ekkert sem jafnast á við hóp af mexíkönum til að láta manni líða eins og RISA... aðalbrandarinn var sá að ég gæti verið lifeguard í sundlauginni þeirra í Mexíkó... vatnið næði mér bara að hnjám... óh, well. Við sjáum hver hlær ef þau koma e-n tímann til Íslands... ók, kannski ekki líklegt en samt. Eftir að við komum heim á Upper W-S fórum við Díana og fengum okkur einn-tvo öllara á The Dead Poet (held að barþjónninn þar þekki mig... allavega sagði hann "Newcastle Brown Ale, right?" Hmmm... veit ekki hvort það er gott eða slæmt.) Núna er greeenjandi rigning. Búhú. Eeeeeeen... á fimmtudaginn fer ég til Kanada!!! Pierre og Suzelle ætla að sækja mig á flugvöllinn og svo komum við við í íbúðinni hennar Marie-Soleil (sem er nýbyrjuð í sambúð, NB) og förum svo heim til Beloeil. Ætli maður taki ekki svosem eitt feitt djamm í Montreal... (M-S býr sko í Montreal).
Jamm. Annars fullyrðir Suzelle að ég sé besti skiptineminn sem þau hafi haft... hehe... alltaf ágætt að fá smá hrós. Reyndar held ég að hinir hafi verið soldið psycho. En það ku ég víst vera líka. En á góðan hátt, right? Hmmm.
Eyddi morgninum með Viktori litla og við fullkomnuðum leikinn "köstum dömubindinu hvort í annað". Tek fram að það var ónotað. Og grænt svo það var ekkert neitt rosalega stelpulegt svona. Úff, hvað þetta barn verður traumatíserað. Ójæja.
Pabbi heldur því annars fram að ég sé komin með vinnu... hef þó ekkert heyrt í gaurnum... Er þá að vinna á skrifst. Spítalanna sem eru í gömlu, uppgerðu Templarahöllinni bak við Hallgrímskirkju. Rétt hjá vinnu Ransý, Helgu og Siggu og heimilum Stínu og Más og Heiðu, Siggabjörns og strákanna. Þannig að hádegin mín verða tileinkuð heimsóknum. Jíha. Öhm. Ókei. Ætla núna að baða mig (that's a good thing) og lesa svo eftirá. Slæm reynsla af lestri og sturtu samtímis.
Nú er helgin búin og ekki mikið af henni að frétta. Long Island partýið var meira matarboð en partý (og meðalaldur hærri en ég bjóst við!) en það var samt mjög fínt. Ekkert sem jafnast á við hóp af mexíkönum til að láta manni líða eins og RISA... aðalbrandarinn var sá að ég gæti verið lifeguard í sundlauginni þeirra í Mexíkó... vatnið næði mér bara að hnjám... óh, well. Við sjáum hver hlær ef þau koma e-n tímann til Íslands... ók, kannski ekki líklegt en samt. Eftir að við komum heim á Upper W-S fórum við Díana og fengum okkur einn-tvo öllara á The Dead Poet (held að barþjónninn þar þekki mig... allavega sagði hann "Newcastle Brown Ale, right?" Hmmm... veit ekki hvort það er gott eða slæmt.) Núna er greeenjandi rigning. Búhú. Eeeeeeen... á fimmtudaginn fer ég til Kanada!!! Pierre og Suzelle ætla að sækja mig á flugvöllinn og svo komum við við í íbúðinni hennar Marie-Soleil (sem er nýbyrjuð í sambúð, NB) og förum svo heim til Beloeil. Ætli maður taki ekki svosem eitt feitt djamm í Montreal... (M-S býr sko í Montreal).
Jamm. Annars fullyrðir Suzelle að ég sé besti skiptineminn sem þau hafi haft... hehe... alltaf ágætt að fá smá hrós. Reyndar held ég að hinir hafi verið soldið psycho. En það ku ég víst vera líka. En á góðan hátt, right? Hmmm.
Eyddi morgninum með Viktori litla og við fullkomnuðum leikinn "köstum dömubindinu hvort í annað". Tek fram að það var ónotað. Og grænt svo það var ekkert neitt rosalega stelpulegt svona. Úff, hvað þetta barn verður traumatíserað. Ójæja.
Pabbi heldur því annars fram að ég sé komin með vinnu... hef þó ekkert heyrt í gaurnum... Er þá að vinna á skrifst. Spítalanna sem eru í gömlu, uppgerðu Templarahöllinni bak við Hallgrímskirkju. Rétt hjá vinnu Ransý, Helgu og Siggu og heimilum Stínu og Más og Heiðu, Siggabjörns og strákanna. Þannig að hádegin mín verða tileinkuð heimsóknum. Jíha. Öhm. Ókei. Ætla núna að baða mig (that's a good thing) og lesa svo eftirá. Slæm reynsla af lestri og sturtu samtímis.
föstudagur, maí 10, 2002
Er slæmt að borða krít? Hún á að vera non-toxic... held ég hafi þó náð henni að mestu útúr... Ók ók... slæm barnapía, slæm barnapía. Er að fara að passa í kvöld.... dudduruuu... lítið að frétta. :-) Jú, spáð stórkostlegu veðri í dag... ætla að draga strákana út í Central Park núna. Bless á meðan.
miðvikudagur, maí 08, 2002
Er að fara í síðbúið fimmta maí partý á laugardaginn (var frestað frá seinustu helgi). Hjá ekta mexíkönum á Long Island (borið fram Loon Gæland af innfæddum) og það verður Mariachi band að spila... Mig langar að vera svarthærð í síðu hvítu pilsi og hafa rauða rós í hárinu. Verð bara að redda staðgengli í pössun því Siggibjörn og Heiða eru að fara að sjá Pavarotti syngja Tosca.
Er að lesa Princess Bride í grilljónsta skiptið. Hello, my name is Inigo Montoya. You killed my father. Prepare to die.
Þessi bók er bara hreinasta snilld. Best að dratta sér út í Central Park með teppi að lesa.
Þessi bók er bara hreinasta snilld. Best að dratta sér út í Central Park með teppi að lesa.
Dudduruuu... er að gæta grislinganna... kom öllum í háttinn fyrir Buffy. Buffy rokkar feitt. Þið ættuð bara að vita hvað er að gerast í þessari nýjustu þáttaröð... Ætla að fá mér eitthvað í kvöldmat.
Hmmm.
Egg.
Daddara.
Pasta.
Hmmm.
Kannski ég fái mér bara kex.
Kex er gott. Það eru trefjar í kexi.
Með smá mjólk. Mjólk er líka góð. Það er kalk í mjólk.
Hmmm.
Egg.
Daddara.
Pasta.
Hmmm.
Kannski ég fái mér bara kex.
Kex er gott. Það eru trefjar í kexi.
Með smá mjólk. Mjólk er líka góð. Það er kalk í mjólk.
þriðjudagur, maí 07, 2002
Jamm og jæja. Fréttir af mér eru ekki miklar, fyrir utan að hafa litað hárið mitt ljósbrúnrauðgrátt af slysni. Eða hvað? Jú, mér tókst að kaupa flugmiða til Montreal fyrir 16-19 maí. Þetta verður í fyrsta skiptið sem ég fer þangað síðan ég var skiptinemi þar fyrir, gúlp, sjö árum. Ég hef svolitlar áhyggjur af frönskunni minni. Er hún með öllu horfin eða liggur hún í dvala eins og berklar? (Að vísu gengur mér alltaf ágætlega að tala frönsku á fylleríum en ég veit ekki hvort fósturfjölskyldan mín kann við að ég liggi í spritti og spíritus alla helgina. Að auki lærir maður ekki sérlega fallegan orðaforða af frönskum fyllibyttum í miðbæ Reykjavíkur. Kemur í ljós. ÓK, ætla að athuga hvort það séu fleiri fítusar á þessu dæmi... ef ekki reyni ég kannski bara að láta drauminn rætast og stofna alvöru heimasíðu... a bientot (sko mig).
Godan daginn daginn daginn... thetta er Bryndis Nielsen ad fylgja radum godkunningja Mas um ad stofna vefdagbok... hann var vist threyttur a ollum fjoldapostunum minum... hmmm... nu aetla eg ad athuga hvernig thetta gengur og líka að athuga hvort íslenskir stafir virki í þessu öllu saman. Bless á meðan.