Me, me, me.

APATHY ON THE RISE, NO ONE CARES

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavik, Iceland

mánudagur, maí 20, 2002

Jæja! Þá er ég komin aftur heim frá Kanda. Ferðin gekk vel, tók rútu frá Grand Central til Newark og flaug þaðan aaaalla leiðina til Montréal í faðm Beauregard fjölskyldunnar. Suzelle er orðin vel yfir 180 og næstum atvinnumanneskja í körfubolta (er í fylkisliði Québec sem vann öll hin fylkin í ár...) og hefur náð löglegum drykkjualdri. Skuggalegt! (Hún var 11 ára þegar ég sá hana síðast) Kíktum á íbúðina hennar Marie-Soleil í Montréal og héldum svo sem leið lá til Beloeil. Ótrúlegt nokk þá datt ég strax inn í frönskuna og talaði ekki stakt orð í ensku alla helgina! Kemur í ljós að ástæðan fyrir því að ég skil frakka svo illa er hreimurinn. Ekkert vandamál með Québesca hreiminn!

Föstudaginn fór ég með Marie-Soleil, David (kærasta M-S), Suzelle, Sebastien og Martin til Montréal á djammið. Við fórum á Café Campus og þar dansaði ég eins og vitleysingur allt kvöldið (hef ekki dansað svona mikið síðan Bíóbarinn var og hét... hmmm... gamla ég). M-S og David fóru reyndar snemma heim því David er svolítill fýlupúki. Svo kom Annick líka og hún hefur ekkert breyst. Er orðin félagsfræðingur og fræðir ungdóminn um kynlíf!

Á Laugardaginn fórum við M-S og Suzelle til Montréal og röltum um Vieux Port og gamla bæinn, sáum misheppnaða fjöllistamenn og fengum okkur öl að súpa. Jæja, ég fékk mér öl að súpa. Um kvöldið fór ég í innflutningspartý til fyrrnefndrar Annick, þar sem haldið var freak show á mér. (Þetta er Bryndís. Hún er ÍÍÍÍSLEEENSK.) Það var bara voða gaman. Ekkert smá hvað fólk hefur breyst!! Flestir strákanna þarna voru 15 þegar ég sá þá seinast og hálfgerðir njörðar en eru í dag orðnir hávaxnir og myndarlegir. Og Martin, fyrrv. hennar M-S, er orðinn ekkert smá sætur og kominn út úr skápnum! Fönkí.

Á sunnudaginn rölti ég með Elaine (skiptinemamömmunni minni) um gamla hluta Beloeil (ók, Beloeil er lítill bær. Það tók u.þ.b. 5 mín.). Hún er svo fín.

Það er nú meira hvað M-S og Souzelle eru neikvæðar! Souz er engu skárri en M-S, alltaf þegar ég náði henni á eintal datt hún í svona hryllilega unglingaveikislega einræðu um hvað þessi eða hinn væri mikið fífl etc. Baktalaði meira að segja mömmu sína hryllilega. Ég var bara í hálfgerðu sjokki. Hún sem var alltaf svo krúttleg! Jæja... vonandi vex hún upp úr þessu...

En tout cas. Keypti mokkasínur handa Viktori litla og jójó handa stóru strákunum. Am I keeping favourites? Hmmm... Kom heim á sunnudagskvöldi og þá voru Siggibjörn og Heiða á fullu að pakka fyrir Karabíska hafið (fóru í morgun) og Maggi og Gunnhildur (foreldrar Heiðu, vinir mömmu og pabba) komin til að taka við. Sem er alls ekki slæmt... því þau vilja náttúrulega eyða sem mestum tíma með gríslíngunum! Heiða átti líka afmæli í gær. Ég er ekki búin að gera neitt í dag... dunda mér við að hjálpa Buzinu að brjóta saman þvott og svona. Hún er pólsk og mamma hennar var að koma í heimsókn til hennar en þær höfðu ekki sést í 6 ár. Voða gaman! Og skrifa netdagbók. Hmmm... hef ekkert meira að segja. Jú, Jonathan Nadeau, æskuástin mín, á víst kærustu! Af hverju eiga allir sætir strákar kærustur?? (Jú, jú, líka sumir sætir sem eiga ekki kærustur. Sorrí þið!)

A tantot

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim