Jamm og jæja. Fréttir af mér eru ekki miklar, fyrir utan að hafa litað hárið mitt ljósbrúnrauðgrátt af slysni. Eða hvað? Jú, mér tókst að kaupa flugmiða til Montreal fyrir 16-19 maí. Þetta verður í fyrsta skiptið sem ég fer þangað síðan ég var skiptinemi þar fyrir, gúlp, sjö árum. Ég hef svolitlar áhyggjur af frönskunni minni. Er hún með öllu horfin eða liggur hún í dvala eins og berklar? (Að vísu gengur mér alltaf ágætlega að tala frönsku á fylleríum en ég veit ekki hvort fósturfjölskyldan mín kann við að ég liggi í spritti og spíritus alla helgina. Að auki lærir maður ekki sérlega fallegan orðaforða af frönskum fyllibyttum í miðbæ Reykjavíkur. Kemur í ljós. ÓK, ætla að athuga hvort það séu fleiri fítusar á þessu dæmi... ef ekki reyni ég kannski bara að láta drauminn rætast og stofna alvöru heimasíðu... a bientot (sko mig).
Me, me, me.
APATHY ON THE RISE, NO ONE CARES
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim