Jæja, þá er víst kominn tími til að skrifa eitthvað. Allir eru eflaust hættir að lesa bloggið og því getur maður kannski látið eitthvað krassandi flakka. Right. Jæja. Hmmm... hvað er búið að gerast? Janúar leið með pestum og kvefi, djammi og djúsi og fullt af gargandi litlum krökkum sem eru ekki að fá hlaupabóluna. Um seinustu helgi var
landsþing UJ, sem haldið var á
Selfossi. Það var bara gargandi snilld. Föstudagskvöldið var eilítið þrætusamt þegar fólk var að leysa úr sínum flækjum (hehe) en laugardagskvöldið var laust við öll slík leiðindi, fullt af skemmtiatriðum og tequila (með sítrónum og salti en engum mexíkanahöttum, nema á töppunum) (en ef það hefði verið mexíkanahattur hefði ég dansað í kringum hann)(eins og er missti ég bara röddina í söng... sem fór að hluta til uppi á stóli)
Þynnka og svefnleysi eru þó ekki ídeal til að gera mig að skörpu stjórnmálakvendi.
:S Úff. Mætti eilítið seint á atburði og meikaði minna sens en venjulega. Merkilegt hvað orðheppnin (hah! Aldrei haft eina slíka!) yfirgefur mig kemur að púlti... eins gott að halda sig bara við prentmiðla. Þegar ég fer í pontu segi ég venjulega bara "
bleh" og sest niður og man þá í hvaða samhengi blehið stóð. Darn. Afsakanir, afsakanir! Djöfull er ég leiðinleg, mar! Jæja! (
Bleh er samt kúl orð, Snoopy segir það) (eða reyndar er það bleah en það er aukaatriði)
Ú, ú, ÚÚ! Gleymdi að nefna aðalástæðu þess að ég skrifa svona sjaldan! Okkur var bannað að nota netið í vinnunni! Í skilningnum
ALDREI, ekki í kaffi eða neitt. Og þar sem þetta er svona vinna sem hefur ekki upp á hádegishlé að bjóða og stendur frá níu til fimm er ég nokkuð köttuð út úr hinum stóra heimi. Damme! Mannréttindabrot!
Hey, ég fór á
Coldplay um daginn... (er að lesa fyrri blogg) það var bara fínt. Hmmm... ég fór líka á einhverja aðra tónleika í desember... maniggi. Jæja.
Sólrún er farin aftur á annan tour m.
Sigurrós og þau spiluðu á
Sundance. Mér finnst það ýkt kúl og þegar ég er orðin ýkt rík og fræg ætla ég á Sundance og segja hæææ Robbi við Redfordið, sem er eftir allt helv. skarpur og vinstrisinnaður demókrati.
Gó Bobbí!
Annars heyrði ég í gömlu vinkonu minni, henni
Dísu Dal, í gær og ætlum við að hafa reunion djamm. Það eru hreinlega ár og öld síðan við hittumst síðast og gerðum eitthvað saman (tja, ca. fimm ár)(síðan í MR)(
ÞAÐ ERU AÐ VERÐA 5 ÁR SÍÐAN ÉG ÚTSKRIFAÐIST!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!)
Ekki að ég skelfist það. Neineineineinei...
Alls ekki.
Þú veist, bara, sjálfstæð og allt það. Svoleiðis.
Jájájá.
Alls ekki smeik.
Bless, bless.