Me, me, me.

APATHY ON THE RISE, NO ONE CARES

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavik, Iceland

þriðjudagur, júní 15, 2004

Hædíhó... nú er þriðjudagur... jammm... er hjá Gunnu sko... hjálpaði henni að finna óléttuföt í dag... funkí, ha, a vinir manns séu barasta bomm og svona. Krækí. Voða tjill hjá okkur annars... Illugi er að vinna svo við erum með slottið fyrir okkur tvær og borðum Snickers ís og svona... æ, hún er reyndar svo dugleg að vera að raða í nýja walk-in skápinn sinn (no, really) á meðan ég dúlla mér á netinu núna... bloggið er sko alveg vinna. Úff. Það er líka svoddan pressa. Sérstaklega ef fólk segir að maður sé fyndinn (æ, djók, ekki eins og það gerist oft). Það er ekki hægt að vera fyndinn þegar fólk ætlast til þess. Svona eins og með kynþokkann. Eða er það bara ég? (Æ, þetta kemur eiginlega bara undarlega út. Ég var sko að meina að þegar maður ætlar að vera foxí eitthvað þá gengur það ekkert... hmmm)

Vinndu stefnumót með Tad Hamilton í gær með Völlu. Hún er alveg ekki góð. En samt soldið fyndin og soldið svít svona. Eric Forman (That 70's show dúddinn) leikur í henni og líka Josh Duhamel sem ég ruglaði einu sinni saman við Timothy Olyphant. Vitlaus ég! Eric Forman er bara orðinn gamall, farinn að braggast aðeins strákurinn og svona. Hvað fleira. Hmmm. Jú, ég þarf eiginlega til Lundúna í júlí til að taka TOEFL prófið :-( Það tekur nefnilega alveg nokkrar vikur að fá niðurstöður svo ég get ekki bara tekið það í byrjun september og haft það tilbúið fyrir byrjun skólans, eins og fyrirhugað var. Bjartsýna ég. Þarf örugglega að selja mig í London til að eiga peninga. Eða kannski spila á flautu í tjúbinu. Líklegast myndi ég græða meira á því.

Ég held það sé stillt á FM957 í útvarpinu hérna. Panik, skelfing, arg, urrrg... hvað er málið? Eins og ég sé ekki nógu nálægt því að skaða mig? Kasta mér núna á viðtækið og reyni að bjarga því sem bjargað verður...

En, hey, á laugardaginn. Úff. Þá þarf ég að hjálpa Orra frænda mínum með fertugsafmælið sitt í Hveragerði og svo fara í útskriftina hjá Gunnu og Fríðu Rós. Hveragerði-Kópavogur-Reykjavík. Ekki séns að ég meiki þetta nema á bíl. En hvar er best að enda þá? Hvar fljóta veitingar? Hmmmm?

Sautjándi júní, maður. Ojbarasta. Og allt fólkið sem segir hissa "ert'iggi búin að fara niður í bæ"? Oj, eins og það sé svo frábært að láta Íslendinga troða sig niður. Íslendingar kunna ekki á mannmergð. Þeir labba of hægt og of skakkt og skrykkjótt og þurfa að labba með fimmburakerrurnar sínar með þrjá hunda þar við hliðiná um eina opið sem maður sér til að koma sér út úr þessari martröð sem þessi dagur er. Aldrei hittir maður neinn og svo fær maður risasnuddusleikjó í hárið og vælandi krakka við hliðiná sér og svo kemur rigning og svo dettur maður í tjörnina. Hey, jú, maður rekst auðvitað á suma. Maður rekst á öll fyrrverandi fleimin manns með súpermódel verkfræðingakærustunum sínum sem hlupu einmitt maraþon fyrr um daginn og opnuðu málverkasýningu. Ekki það að ég sé með neina minnimáttarkennd.
Svo er fólk hissa á að maður þoli ekki sautjánda júní. Pjúní. Pjúk.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim