Me, me, me.

APATHY ON THE RISE, NO ONE CARES

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavik, Iceland

föstudagur, maí 21, 2004

Djöfull fer hárið á Donald Trump í taugarnar á mér. Hvað er málið, á hann hálfan hnöttinn en hefur ekki efni á smá kollu? Hann er verri en Benny Hinn, for crying out loud.

Nú er kominn föstudagur. Á miðvikudaginn fór ég út að borða með Guðrúnu Lovísu, Illuga, Ásthildi og Gunnlaugi (já, ég var semsagt fimmta hjólið, same old, same old...). Við fórum á Einar Ben þar sem tannstöngullinn kostar fjögurþúsund krónur. Við leiðbeinendur kunnum ekkert að meta svona okur og hananú. Með því að sleppa víni og forrétt tókst mér þó að halda kvöldinu undir tugþúsundinu. Fúí! (Eyðsluféð út mánuðinn... neeeh, ýki smá)(en bara smá)

Ég er meira svona MacDonalds týpa... (Maður verður að segja týpa með svona dönsku y-i til að það hafi rétt áhrif, setja stút á munninn og segja tjuíba) Ég er svona bjórdrekkandi, hamborgaraétandi, Hagkaupsverzlandi flöskuljóska og verð bara að fara að feisa það. Nema kannski þetta með flöskuljóskudæmið... en ég var nú alveg flöskuljóskuðpólskuaflituðmellska um daginn svo það getur alveg passað.

Djöfull langar mig í nýja diskinn með The Streets. Ég finn það á mér að við Mike myndum ná vel saman. Svo langar mig í fleiri Elliot Smith diska og Tindersticks oooog svo hef ég alltaf verið á leiðinni að hlusta meir á Belle & Sebastian. En það verður að bíða eftir Mike sko.

Hvaaaaað fleira... lá í leti með Helgu í gær... gisti þar yfir vídjó og létt-poppi (ljettpopp, beibís! Ljettpopp!)... fór svo í vinnuna... ladída... þar var fullt af börnum...

Í kvöld er teiti hjá UJ. Einhverra hluta vegna falla félagar mínir í UJ alltaf í sömu bjánalegu grifjuna að láta samkundur hefjast klukkan sjö. Sjö!!! Fólk er ekki einu sinni farið í sturtu klukkan sjö. Og hver vill byrja að drekka þá? Þá endist maður ekki lengur en til, tja, kannski til tvö eða eitthvað. Geðveikt leim eitthvað. Ég er búin að vinna fimm og á að mæta á framkvæmdarstjórnarfund fimmtíu mínútum síðar. VITIÐI HVAÐ ÉG ER LENGI AÐ HAFA TIL HELVÍTIS ÓSKAPNAÐINN SEM KONAN KLIPPTI Á HAUSINN Á MÉR HÉRNA UM DAGINN??? Sko gott betur en klukkutíma.

Hnuss. Þá er ég ekki einu sinni byrjuð að skafa af sköflungunum eða annað álíka... svo tekur alveg hálftíma að finna sokkabuxur með undir tveimur lykkjuföllum. Það tekur alveg tíma að vera ég sko. Svo á ég eftir að fara í ríkið. Og svo væri ég alveg til í smá lúr, þá verð ég kannski ekki svona geðsjúklega cranky eitthvað.

Muuu. Ef þið kvartið getiði bara lesið eitthvað annað. Eitthvað af skemmtilega fólkinu kannski.

Og svo er ég komin með nóg af því að fólk labbi upp að mér á fyllerí og segi að ég líti út fyrir að vera svo ofboðslega glöð og happý, að ég hreinlega glói af góðmennsku og djollíheitum. Eins og ég sé einhver fokkins Stubbur. Þetta gerist alveg oft. :-(

Ég er naaaastí bitsj og ég vil bara að þið vitið að ég er þokkalega þunglyndur listamaður líka. Og hananú. Ogfokkðösystem. Urrg.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim