Jæja, þá er ég bara komin heim og hananú. Byrjuð að vinna aftur og alvara lífsins tekin við. Óboj, segi ég.
Ferðin heppnaðist vonum framar og var bara afskaplega gaman. Við eyddum fimmtu- og föstudeginum í að skoða leikskóla víðs vegar um Kaupmannahafnarsvæðið og svo fórum við bara út að borða, verzluðum og drukkum slattan allan af bjór. Eða öl, eins og innfæddir segja. Ég keypti nú engin ósköp af fötum, eiginlega meira á alla aðra en mig. Fór í H og M og barasta týndist og fékk krampa og kast af öllu úrvalinu og þeirri staðreynd að allt úrvalið var sumardóterí og ég var nú ekkert á leiðinni að kaupa mér sumarföt, verandi Íslendingur og svona. Er ekkert sprangandi um í ermalausum magabolum og mínípilsum, enda væri það ekki sjón sem fólk væri sérlega hrifið af.
Var í værelsi með Lindu og Doju og reyndist það bara hin ágætasta sambúð, við Doja ultum inn drukknar á næturnar og á morgnanna vakti Linda okkur. Fyrirtaks samvinna.
Mikið var ég hissa hvað ég reyndist góð í dönsku. Miðað við að hafa aldrei talað dönsku við dana fannst mér þetta bara nokkuð gott hjá mér, og er barasta ýkt montin og hananú. Það er kannski Nielsen nafnið. Ég hef svo æft mig að segja það að hreimurinn er bara orðinn naaatural. Nieeelsen. Eða stundum æfi ég pabba nafn. Það er enn danskara.
Í Köben hitti ég Ágústu og Tryggva á fimmtudeginum og svo bauð Tryggvi mér líka í partí á laugardeginum. Þangað fórum við nokkrar skvísurnar (eftir smá tilraun að fara á klúbbinn Kærósem frændi Erlu á sko... vorum pínu of gamlar fyrir hann... svona eins og áratug eða svo...) upp á kollegíið hans Tryggva og skemmtum okkur bara ágætlega. Anna Soffía og Kolbrún voru reyndar ekkert alveg að fíla stemminguna en ég, Doja og Erla trölluðum til fimm. Vorum farnar að syngja og svona, tókum Stál og hnífur að Íslendingasið við fámennar undirtektir. Á föstudeginum kíkti ég aðeins á Moose með skvísunum en svo fór ég bara að geispa og fór með Unu á McDo og hjem.
Já, leikskólarnir!
Ég fór í svona leikskóla sem er bóndabær og þemað er frá jörðu til borðs. Þar fylgjast krakkarnir með eggjum hænsna klekjast og fita kjúklingana svo vel upp áður en þeir eru hálshöggnir og étnir. Af krökkunum. Eða kannski ekki hálshöggnir af þeim en þeir fá að fylgjast með. Þetta er svona circle of life skóli. Geggjað. Ala upp mýs sem fara oní snákinn og ala upp grísi sem verða fyrirtaks beikon... snilld. Mala hveitið fyrir bakstur og svona. Líka huge skógur þarna rétt hjá sem krakkarnir máttu ærslast í. Engin leikföng en þau hafa vasahnífa. Ha ha.
Hin snilldin sem ég fór að sjá var leikskóli í Kristjaníu og mikið óskaplega var Kristjanía kósí. Ég væri meira en lítið til í að búa þar. Kúra mig í litlu hreysi og njóta lífsins. Leikskólinn var líka bleikur, ýkt kúl. Ég ætla sko að búa þarna þegar ég er stór, vonandi verður greyið Kristjanía ennþá þarna. Bevar Kristiania.
En, en, en! Stóru fréttirnar, maður!!! Sólrún vinkona komst líka inn í Goldsmiths College og saman ætlum við að lita London bleika eða rauða eða svona fúsja og rokka feitast. Mikið afskaplega finnst mér þetta sniðugt! Það verður geðveikt. Geeeðveikt. Tíhíhí.
Aðrar fréttir... hmmm... ég er að fara til Stokkhólms á FNSU ráðstefnu, flýg líklegast út á sunnudaginn og kem aftur á miðvikudeginum (sko, kemst meira að segja á djammið milli utanlandsferða, haaaa?)(með tollinn bara)(úff!)
Ferðin heppnaðist vonum framar og var bara afskaplega gaman. Við eyddum fimmtu- og föstudeginum í að skoða leikskóla víðs vegar um Kaupmannahafnarsvæðið og svo fórum við bara út að borða, verzluðum og drukkum slattan allan af bjór. Eða öl, eins og innfæddir segja. Ég keypti nú engin ósköp af fötum, eiginlega meira á alla aðra en mig. Fór í H og M og barasta týndist og fékk krampa og kast af öllu úrvalinu og þeirri staðreynd að allt úrvalið var sumardóterí og ég var nú ekkert á leiðinni að kaupa mér sumarföt, verandi Íslendingur og svona. Er ekkert sprangandi um í ermalausum magabolum og mínípilsum, enda væri það ekki sjón sem fólk væri sérlega hrifið af.
Var í værelsi með Lindu og Doju og reyndist það bara hin ágætasta sambúð, við Doja ultum inn drukknar á næturnar og á morgnanna vakti Linda okkur. Fyrirtaks samvinna.
Mikið var ég hissa hvað ég reyndist góð í dönsku. Miðað við að hafa aldrei talað dönsku við dana fannst mér þetta bara nokkuð gott hjá mér, og er barasta ýkt montin og hananú. Það er kannski Nielsen nafnið. Ég hef svo æft mig að segja það að hreimurinn er bara orðinn naaatural. Nieeelsen. Eða stundum æfi ég pabba nafn. Það er enn danskara.
Í Köben hitti ég Ágústu og Tryggva á fimmtudeginum og svo bauð Tryggvi mér líka í partí á laugardeginum. Þangað fórum við nokkrar skvísurnar (eftir smá tilraun að fara á klúbbinn Kærósem frændi Erlu á sko... vorum pínu of gamlar fyrir hann... svona eins og áratug eða svo...) upp á kollegíið hans Tryggva og skemmtum okkur bara ágætlega. Anna Soffía og Kolbrún voru reyndar ekkert alveg að fíla stemminguna en ég, Doja og Erla trölluðum til fimm. Vorum farnar að syngja og svona, tókum Stál og hnífur að Íslendingasið við fámennar undirtektir. Á föstudeginum kíkti ég aðeins á Moose með skvísunum en svo fór ég bara að geispa og fór með Unu á McDo og hjem.
Já, leikskólarnir!
Ég fór í svona leikskóla sem er bóndabær og þemað er frá jörðu til borðs. Þar fylgjast krakkarnir með eggjum hænsna klekjast og fita kjúklingana svo vel upp áður en þeir eru hálshöggnir og étnir. Af krökkunum. Eða kannski ekki hálshöggnir af þeim en þeir fá að fylgjast með. Þetta er svona circle of life skóli. Geggjað. Ala upp mýs sem fara oní snákinn og ala upp grísi sem verða fyrirtaks beikon... snilld. Mala hveitið fyrir bakstur og svona. Líka huge skógur þarna rétt hjá sem krakkarnir máttu ærslast í. Engin leikföng en þau hafa vasahnífa. Ha ha.
Hin snilldin sem ég fór að sjá var leikskóli í Kristjaníu og mikið óskaplega var Kristjanía kósí. Ég væri meira en lítið til í að búa þar. Kúra mig í litlu hreysi og njóta lífsins. Leikskólinn var líka bleikur, ýkt kúl. Ég ætla sko að búa þarna þegar ég er stór, vonandi verður greyið Kristjanía ennþá þarna. Bevar Kristiania.
En, en, en! Stóru fréttirnar, maður!!! Sólrún vinkona komst líka inn í Goldsmiths College og saman ætlum við að lita London bleika eða rauða eða svona fúsja og rokka feitast. Mikið afskaplega finnst mér þetta sniðugt! Það verður geðveikt. Geeeðveikt. Tíhíhí.
Aðrar fréttir... hmmm... ég er að fara til Stokkhólms á FNSU ráðstefnu, flýg líklegast út á sunnudaginn og kem aftur á miðvikudeginum (sko, kemst meira að segja á djammið milli utanlandsferða, haaaa?)(með tollinn bara)(úff!)
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim