Je minn eini hvað síðasta blogg var eitthvað depressing. Skárra þó en þegar ég blogga drukkin. Það gerðist einu sinni og ég var bæði drukkin og reið... vaknaði í þvílíku paniki að komast að tölvunni til að þurrka það út... fúí... vona að það gerist ekki aftur. Eeeen... sumsé. Djollí, djollí. Orð dagsins. Verð að muna það.
Ég fór í leikhús í gær með Steinunni. Frændi hennar er sumsé í áhugaleikhúsi og hún dró mig með að sjá Sirkus með Hugleiki. Þegar ég var í Herranótt gerðum við mikið grín að Hugleiki, aðallega vegna þess að æfingatímar okkar skárust alltaf og við vorum djúpt sokkin í að setja upp magnþrungin og þunglyndisleg stórverk á borð við Sjálfsmorðingjann og Andorra og Vorið vaknar, verk um ótta, örlög, nauðganir, sjálfsmorð, morð og svo framvegis... (afsgablega dramatísk og sjálfumglöð við) og Hugleikur var alltaf að sína heimasamda farsa. Sem var það sem ég sá í gær. Sem var ágætt, af heimasömdum farsa leiknum af áhugaleikurum að vera. Sjálf er ég ekkert gasalega hrifin af farsa. Eða eiginlega bara ekki. Ekki líkleg til að skella mér á Sexí sveit, eða nokkuð stykki sem er líklegt til þess að innihalda fólk að detta niður stiga á fyndinn hátt. Eða rjómakökukast. Eða óhóflega mikið af söng. Söngleikir. Annað "listform" sem ég hata.
Ég vil sjá blóð, svita og tár og myrkur og dauða. Já. Léttmetið sæki ég í bíó sgo... nóg af því... og í bókmenntum í bland við annað...
Vitiði hvað þessi jafnréttisumræða pirrar mig??? Fólk er á þvílíkum villigötum um eðli jafnréttislaganna. Þau fela ekki í sér mismunun. Grundvöllur laganna er sá að það ER mismunur í samfélaginu. Fólki ER mismunað á grundvelli kynferðis. Það eina sem jafnréttislögin gera er að koma í VEG fyrir að þessi mismunur fái fram að ganga. Sumsé. Að ef fyrirtæki sínir mikla tilhneygingu til að ráða bara einstakling af öðru kyninu og jafnhæfir einstaklingar af sitthvoru kyni sækja um, beri þeim skylt að ráða þann sem er í minnihluta. Ef þeir eru JAFNHÆFIR. Eða þá ef minnihlutaumsækjandinn er MEIRA hæfur, en það hefur mjög oft komið fyrir að konur hafi ekki verið ráðnar þrátt fyrir yfirburða hæfni bara kyns síns vegna. Lögin eru til að koma í veg fyrir slíkt bull og óréttlæti.
Lögin eru einnig TÍMABUNDIN. Þegar sýnt þykir að misrétti ríki ekki lengur í samfélaginu er engin þörf fyrir þau.
Lögin gilda líka um karla. Ef karlar eru í minnihlutahóp eru þeir fremur ráðnir en jafnhæfar konur. Capice???
Og þetta væl um "hausatal"... hvernig greinum við misrétti með öðrum hætti en með hausatali?? Og launaútreikningum það er að segja? Það segir okkur eitthvað ef að 95% framkvæmdastjóra eru karlmenn. Það segir okkur að það er ójafnrétti. Því í samfélagi þar sem konur taka fullan þátt í vinnumarkaði og eru jafnmikið menntaðar og karlmenn (stefnir í meira menntaðar og það er annað vandamál - staða karla í skólum) þá sé þeim ekki hleypt upp í efstu stöður. Tölurnar segja okkur ýmislegt.
Það að 80-90% íþróttafrétta sé af karlaíþróttum segir mér alveg mikið. Það segir mér að íþróttir kvenna skipti nærri engu máli. Og að þær séu ekki nærri því eins mikilvægar og karlaíþróttir. Og af hverju er það? Íþróttir eru annars eitt síðasta karlavígið.
Æi, það pirrar mig bara óstjórnlega þegar einhverjir sjálfumglaðir Heimdælingar eða Birnir standa fyrir framan alþjóð og lýsa því yfir að allt sé eins og best sé á kosið í þessum efnum. Það að konur hafi mun lægri laun fyrir fokkin sömu stöður og karlar (20-30 % lægri) finnst mér ekki dæmi um að allt sé eins og best sé á kosið. Og það er ekki bara það að konur biðji ekki um launahækkanir eða séu svo miklir aumingjar í launaviðtölum.
Ein kona sem ég þekki var deildarstjóri í fyrirtæki hér í bæ. Hún bað um launahækkun með ákveðni og röksemdarfærslum og var sagt að sætta sig við (lúsar)launin eða hætta annars. Þegar hún hætti talaði hún við kollega í sömu stöðu hjá sama fyrirtæki... og hvað skildi hann hafa haft í laun? Nær fyrirhafnarlaust, by the way? Hundrað þúsund krónum meira en hún. (og hann var ekki einu sinni með stúdentspróf á meðan hún var með háskólapróf í nákvæmlega þessum geira) Þetta er bara mjög algengt og það er bara fokkd að segja að þetta sé allt vegna þess að konur séu svo mjúkar og aumar í launaviðtölum.
Annað dæmi? Kona sem vann 60-70 tíma á viku og gengdi miklu ábyrgðarstarfi og fékk litlu meira en ég í laun (sem er sjittí!)... hún bað um launahækkun og var sagt: Ef þú vilt fá laun eins og þú sért með typpi, skaltu vinna eins og þú sért með typpi.
Haha! Ég hefði klippt af honum typpið!
Þetta eru auðvitað sértæk dæmi og ekki hægt að nota til alhæfingar, en raunveruleikinn er bara ekki svo fjarri þessum dæmum. Því miður. Auðvitað ekki alfarið, og ýmislegt fleira má telja til. Ekki vil ég meina að allir vinnuveitendur séu fordómafull karlrembusvín, þvert á móti. En mismunur er bara svo oft ómeðvitaður.
Í sálfræðikönnunum hefur komið fram að við metum gjörðir karla meir en kvenna. T.a.m. ef við eigum að meta hæfni einstaklings út frá CV þá metum við CV karla hærra en CV kvenna (þá er náttúrulega um sama CV að ræða)... þetta er ómeðvitað og því þarf að fræða fólk um þessa hluti og kynna sér þá vel áður en maður hleypur til og skellir skuldinni á hitt eða þetta og svo að reyna að finna raunhæfar lausnir á málunum og eina konkret lausnin sem virðist hafa skilað sér í atvinnujafnréttismálum er þessi blessaða löggjöf. (Verð að anda núna)
Ég fór í leikhús í gær með Steinunni. Frændi hennar er sumsé í áhugaleikhúsi og hún dró mig með að sjá Sirkus með Hugleiki. Þegar ég var í Herranótt gerðum við mikið grín að Hugleiki, aðallega vegna þess að æfingatímar okkar skárust alltaf og við vorum djúpt sokkin í að setja upp magnþrungin og þunglyndisleg stórverk á borð við Sjálfsmorðingjann og Andorra og Vorið vaknar, verk um ótta, örlög, nauðganir, sjálfsmorð, morð og svo framvegis... (afsgablega dramatísk og sjálfumglöð við) og Hugleikur var alltaf að sína heimasamda farsa. Sem var það sem ég sá í gær. Sem var ágætt, af heimasömdum farsa leiknum af áhugaleikurum að vera. Sjálf er ég ekkert gasalega hrifin af farsa. Eða eiginlega bara ekki. Ekki líkleg til að skella mér á Sexí sveit, eða nokkuð stykki sem er líklegt til þess að innihalda fólk að detta niður stiga á fyndinn hátt. Eða rjómakökukast. Eða óhóflega mikið af söng. Söngleikir. Annað "listform" sem ég hata.
Ég vil sjá blóð, svita og tár og myrkur og dauða. Já. Léttmetið sæki ég í bíó sgo... nóg af því... og í bókmenntum í bland við annað...
Vitiði hvað þessi jafnréttisumræða pirrar mig??? Fólk er á þvílíkum villigötum um eðli jafnréttislaganna. Þau fela ekki í sér mismunun. Grundvöllur laganna er sá að það ER mismunur í samfélaginu. Fólki ER mismunað á grundvelli kynferðis. Það eina sem jafnréttislögin gera er að koma í VEG fyrir að þessi mismunur fái fram að ganga. Sumsé. Að ef fyrirtæki sínir mikla tilhneygingu til að ráða bara einstakling af öðru kyninu og jafnhæfir einstaklingar af sitthvoru kyni sækja um, beri þeim skylt að ráða þann sem er í minnihluta. Ef þeir eru JAFNHÆFIR. Eða þá ef minnihlutaumsækjandinn er MEIRA hæfur, en það hefur mjög oft komið fyrir að konur hafi ekki verið ráðnar þrátt fyrir yfirburða hæfni bara kyns síns vegna. Lögin eru til að koma í veg fyrir slíkt bull og óréttlæti.
Lögin eru einnig TÍMABUNDIN. Þegar sýnt þykir að misrétti ríki ekki lengur í samfélaginu er engin þörf fyrir þau.
Lögin gilda líka um karla. Ef karlar eru í minnihlutahóp eru þeir fremur ráðnir en jafnhæfar konur. Capice???
Og þetta væl um "hausatal"... hvernig greinum við misrétti með öðrum hætti en með hausatali?? Og launaútreikningum það er að segja? Það segir okkur eitthvað ef að 95% framkvæmdastjóra eru karlmenn. Það segir okkur að það er ójafnrétti. Því í samfélagi þar sem konur taka fullan þátt í vinnumarkaði og eru jafnmikið menntaðar og karlmenn (stefnir í meira menntaðar og það er annað vandamál - staða karla í skólum) þá sé þeim ekki hleypt upp í efstu stöður. Tölurnar segja okkur ýmislegt.
Það að 80-90% íþróttafrétta sé af karlaíþróttum segir mér alveg mikið. Það segir mér að íþróttir kvenna skipti nærri engu máli. Og að þær séu ekki nærri því eins mikilvægar og karlaíþróttir. Og af hverju er það? Íþróttir eru annars eitt síðasta karlavígið.
Æi, það pirrar mig bara óstjórnlega þegar einhverjir sjálfumglaðir Heimdælingar eða Birnir standa fyrir framan alþjóð og lýsa því yfir að allt sé eins og best sé á kosið í þessum efnum. Það að konur hafi mun lægri laun fyrir fokkin sömu stöður og karlar (20-30 % lægri) finnst mér ekki dæmi um að allt sé eins og best sé á kosið. Og það er ekki bara það að konur biðji ekki um launahækkanir eða séu svo miklir aumingjar í launaviðtölum.
Ein kona sem ég þekki var deildarstjóri í fyrirtæki hér í bæ. Hún bað um launahækkun með ákveðni og röksemdarfærslum og var sagt að sætta sig við (lúsar)launin eða hætta annars. Þegar hún hætti talaði hún við kollega í sömu stöðu hjá sama fyrirtæki... og hvað skildi hann hafa haft í laun? Nær fyrirhafnarlaust, by the way? Hundrað þúsund krónum meira en hún. (og hann var ekki einu sinni með stúdentspróf á meðan hún var með háskólapróf í nákvæmlega þessum geira) Þetta er bara mjög algengt og það er bara fokkd að segja að þetta sé allt vegna þess að konur séu svo mjúkar og aumar í launaviðtölum.
Annað dæmi? Kona sem vann 60-70 tíma á viku og gengdi miklu ábyrgðarstarfi og fékk litlu meira en ég í laun (sem er sjittí!)... hún bað um launahækkun og var sagt: Ef þú vilt fá laun eins og þú sért með typpi, skaltu vinna eins og þú sért með typpi.
Haha! Ég hefði klippt af honum typpið!
Þetta eru auðvitað sértæk dæmi og ekki hægt að nota til alhæfingar, en raunveruleikinn er bara ekki svo fjarri þessum dæmum. Því miður. Auðvitað ekki alfarið, og ýmislegt fleira má telja til. Ekki vil ég meina að allir vinnuveitendur séu fordómafull karlrembusvín, þvert á móti. En mismunur er bara svo oft ómeðvitaður.
Í sálfræðikönnunum hefur komið fram að við metum gjörðir karla meir en kvenna. T.a.m. ef við eigum að meta hæfni einstaklings út frá CV þá metum við CV karla hærra en CV kvenna (þá er náttúrulega um sama CV að ræða)... þetta er ómeðvitað og því þarf að fræða fólk um þessa hluti og kynna sér þá vel áður en maður hleypur til og skellir skuldinni á hitt eða þetta og svo að reyna að finna raunhæfar lausnir á málunum og eina konkret lausnin sem virðist hafa skilað sér í atvinnujafnréttismálum er þessi blessaða löggjöf. (Verð að anda núna)
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim