Me, me, me.

APATHY ON THE RISE, NO ONE CARES

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavik, Iceland

sunnudagur, apríl 04, 2004

Jæja, enn ein helgin liðin og þessi var bara nokkuð ágæt. Helgan og ég gætum skrifað bók um sniðuga partíleiki fyrir tvo. Hehe. Veit ekki hvort það er jákvætt eða neikvætt. En við skemmtum okkur allaveganna. Við höfum eflaust þótt nokkuð skrítnar þarna á föstudagskvöldinu. Á laugardaginn bömpuðum við svo aftur á Vigga (rekumst alltaf á Vigga) og líka Gunna Reyni. Og það var bara rokna stuð, ræraræ... það er samt eiginlega voða lítið að segja af helginni. Það gerðist ekkert stórkostlegt. Það var bara soldið gaman. Jamm.

Svo átti stóra systir afmæli í dag (til hamingju Ransý fancy pantsy :) ) og þau komu öllsömul í mat. Mikið afskaplega á ég sæta, litla frænku. Það vantaði bara pápa gamla því hann er bara að sigla á Mallorca. Næs. Hann og hinir karlarnir sem keyptu skútuna saman eru að koma henni í stand fyrir sumarið. Mikið verð ég brún í júlí og sælleg á skútunni að sigla um eyjarnar. Næs. Kannski með Cosmopolitan við hendina. Verst að hafa ekki þjónustufólk á bátnum. Eða háseta. Í alvörunni mun ég bara sitja inni í káetu að skræla kartöflur. Og koma svo upp á dekk og sjá um fokkuna. Alltaf stuð á fokkunni. (nei, fokkan er segl, ekkert dónó)

Og, daddaraddara, Tryggvi varð Íslandsmeistari í badminton í bæði einliða- og tvíliðaleik! Ég er svo að fara hitta hann og Ágústu þegar ég fer til Köben síðar í mánuðinum. Rokna Nielsen stuð. Gott að heita Nielsen í Köben. En slæmt að heita Bryndís, býst ég við.

Hmmm... hvað fleira til að skrifa? Þoli'ggi Ray Liotta. Hann er alveg á nó gó listanum mínum með Stanley Tucci.
Hmmm... geisp. Ætli það sé satt að áfengi drepi heilasellur? Þá er ég í svo vondum málum. En spáiði samt hvað ég hef verið klár fram til sextán ára aldurs. Þetta fór tiltölulega hratt niður eftir það. Dóbb.
Nú ætla ég að fara að horfa á 24 og svo Miss Match og svo langar mig að taka vídjó og svo ætla ég að leggjast inn á deild fyrir geðsjúka lestrarhesta og sjónvarpsfíkla. Og alkóhólista.

Hey, fór annars og hitti Dísu vinkonu Dal í dag og við spjölluðum alveg afsgablega mikið saman. Það var voða næs því við höfum ekkert hist svo lengi.

Svo flyt ég barasta til London, haaa? Þú verður að koma í heimsókn, en ég get samt ekki garanterað ókeypis kynlíf. Því það er nokkuð low leið til að fá fólk í heimsókn.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim