Óboj, þetta var engin smá ferð þarna um helgina. Mætti uppeftir á föstudeginum, en þá voru nú reyndar frekar fáir. Brynja bjargaði svo kynjahlutfallinu snjarlega með því að mæta rétt fyrir miðnætti, en þá jókst hlutur kvenna um helming. Föstudagskvöldið fórum við í Trivíal og það þróaðist svo út í Actionary og það svo út í hard core drykkjuleiki... jea... sváfum lítið og vöknuðum þunn... á laugardeginum fylltist húsið smátt og smátt (í tvennum skilningi, borommbommbomm) og við vorum orðin eitthvað á þriðja tug um kvöldið. Fyllerí, fyllerí, fyllerí... enduðum með að "einhverjir" brutust inn í sundlaugina og allir stungu sér í... eða sumir stungu sér, öðrum var stungið. Ég svamlaði um í alklæðnaði. Mjög skynsamlegt. Ég sá á myndunum hjá Brynju að ég er farin að líkjast Eiríki Fjalari æði mikið... er þá tími á klippingu? Ný gleraugu? Hmmm... Við Brynja keyptum okkur Urinellur í Borgarnesi og migum standandi... veit ekki alveg undir hvurs konar afrek það flokkast...
annars var bara söngur og gleði og... tja, meiri drykkja...
Og í dag er rosalegt sólskin og ég er búin að vera úti... voða gaman... er samt að mana mig upp í að skrifa niður hundrað þúsund sönglagatexta... vantaði víst slatta um helgina. Dammit.
Æ, þarf víst að skrifa einhverja grein líka. Hmm.
annars var bara söngur og gleði og... tja, meiri drykkja...
Og í dag er rosalegt sólskin og ég er búin að vera úti... voða gaman... er samt að mana mig upp í að skrifa niður hundrað þúsund sönglagatexta... vantaði víst slatta um helgina. Dammit.
Æ, þarf víst að skrifa einhverja grein líka. Hmm.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim