Me, me, me.

APATHY ON THE RISE, NO ONE CARES

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavik, Iceland

þriðjudagur, júní 08, 2004

Nú er ég orðinn aktívur bloggari aftur, enda er gott veður úti og ég nota hvaða afsökun sem er til að vera inni. Virðist vera. Búin með þátt fimm fimmtán í Angel og ég held ég viti af hverju þættirnir voru köttaðir niður. Það er búið að DREPA alla kvenmenn í þættinum. Nema Harmony. HARMONY. Joss fór sumsé úr últra kúlinu sem Buffy var yfir í sí meira mysogení... og hvað gerist svo...

Go figure (wo)maður. Æ, sorrí. Ég er bara soldið sorrí yfir þessu. Og ég vil ekki kjafta fyrir þá sem eru ekki búnir að sjá... og kannski reddast málin... vonandi. Trúi enn á Whedon, en trúin dvínar og það er sárt. Svo sárt.

Úff. Sól. Já. Þá á maður víst að vera brúnn og frísklegur en ekki fölur og bólugrafinn. Einhver gleymdi víst að láta mig fá minnismiðann um það.

Fann grein um doktorinn minn í Goldsmiths, hann Stephen Nugent, það er gagnrýni... kannski næ ég inn í höfuð hans með því móti og fæ háar einkunnir. Eða þá að ég prufi að læra. Ég hef alveg tvisvar sinnum lært heima. Einu sinni í byrjun fimmta bekkjar og svo lærði ég í byrjun fyrstu annarinnar uppí háskóla. Það er bara soldið boring. Neinei, það er skemmtilegt. Ofboðslega skemmtilegt. Og ég skal ekki sofna. Neineinei. EEEEN reyndar er alveg gaman að læra ef maður hefur áhuga... ekki satt, ha, haaaa?! Og ég hef nú heldur betur áhuga á þessu, og svo er slatti af þessu verklegur (skila inn heimildarmyndum, hehe)... En grínlaust þá svaf ég í flestum tímum í MR og flestum tímum í sálfræði. Sofnaði sem betur fer bara einu sinni í tíma í kynjafræði, það var nógu drullu vandræðalegt, enda vorum við bara sjö í tíma. Á í miklum svefnvandræðum. Enda er ég kaffifíkill og koffín gerir mig syfjaða. Hmmm.

Á ég að hætta mér út í garð? Ætla svo í Nexus og taka spólu sex... þetta er allt saman undir borðið, voða dúbíust sko... Fer alltaf í frakkanum mínum með hattinn... hehehe... Svona kvenkyns Jón Spæjón. Eða kannski Jón Glæpon öllu heldur. Þá væri ég Jóna Glæpon. En ég vil ekki heita Jóna.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim