Me, me, me.

APATHY ON THE RISE, NO ONE CARES

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavik, Iceland

föstudagur, nóvember 26, 2004

Halló halló. Föstudagur á morgun... gúlp. Vinnuhelgi framundan.
En, gærdagurinn var heldur betur góður. Fékk mér góðan afmælisbeyglumorgunmat með Heiðu og Sólrúnu, og síðar bauð Sólrún mér í dýrindis hádegisverð. Arnar kom frá Brighton og svo fórum við á tónleika um kvöldið, vinur hans er í sænskri hljómsveit sem heitir The Concretes (sem var bara nokkuð góð, skal ég segja þér) og var að hita upp fyrir The Thrills (sem voru sjæt) og reddaði okkur (síamstvíburunum B og S og sér) ókeypis inn barasta. Ég er ekki vel tengd, en ég er vel tengd fólki sem er vel tengt... hmmm...
Bretar eru yfirmáta kurteisir á rokktónleikum. Við vorum næstum búuð burt af áhorfendasvæðinu því við reyndum að færa okkur nær sviðinu. Það voru allir með "sitt svæði" og sko enginn troðningur, takk fyrir! Meira að segja í bjórbásnum var fyrirmyndar röð, hún virkaði í fyrstu kaotísk, en hún var afar vel byggð, eins og Arnar gat vitnað um.
Svo fórum við heim og ég fékk afmælisköku með ís (Sólrún keypti rosa flott kerti og allt!) og drakk gin með skemmtilegu fólki, nammi namm...
tók nokkrar myndir af því og bæti við afmælismyndirnar núna...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim