Me, me, me.

APATHY ON THE RISE, NO ONE CARES

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavik, Iceland

mánudagur, desember 06, 2004

Jæja. Nú er ég búin að klippa myndina að mestu (myndina... 5 mínútna æfingarmynd...)...
og er alveg í skýjunum. Það er gaman að klippa. Gaman, gaman, gaman! Virðist þó sem ég sé sú eina sem hafi gaman af því. Mér er sama. Kláraði 95% af klippingunni í dag og þarf bara að fínpússa í fyrramálið. Gaman.

Horfði svo á Rosencrantz and Guildenstern are dead eftir Tom Stoppard aftur. Hún er snilld. Hún er argandi, gargandi snilld. Mér finnst hún ein fyndnasta og sniðugasta mynd sem til er (Tilvalin jólagjöf, hint, hint). Hef ekki séð hana síðan ég var fjórtán ára (þá líka með Sólrúnu sem sofnaði í það skiptið)(Ekki núna samt).

Og það er ekki bara vegna þess að ég er yfirmáta hrifin af Tim Roth og Gary Oldman. Held meira að segja að ég hafi ekkert verið sérlega yfirmáta hrifin af þeim þegar ég var fjórtán. Eða, jú, Gary Oldman kannski. Mig langar að hringja í Tom Stoppard og bjóða honum í heimsókn. Haldiði að hann myndi koma?

Sigga hringdi áðan og hún kemur heim um jólin, þvert á það sem við héldum! Það verður gaman í desember. Hálfgert frí svona. Eða eiginlega bara frí. Ekkert hálfgert neitt.

Jæja. Vil ekki lykta meira. Fer í bað.

p.s. ætla að reyna að sjá Eyes, Lies & Illusions í Hawyard Gallery áður en ég fer heim og líka að fara í Saatchi. Þetta eru ekki of fjarstæðukennd takmörk og með vilja, eljusemi og dugnaði ætti ég að ná þeim.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim