Me, me, me.

APATHY ON THE RISE, NO ONE CARES

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavik, Iceland

föstudagur, nóvember 05, 2004

Síðast þegar ég bloggaði
haaa
þá ýtti ég á publish post
haaa
og þá kom bara bilunarmelding og öll skrifin mín hurfu af skjánum.
Þá varð ég afar svekkt og spæld.
En núna líður mér betur.
Ég á smá pening, afturvirkir kjarasamningar eru hin mesta búbót. Og þá gat ég keypt mér eilítið smotterí, tvær skólabækur oooog... svona eitthvað smá til að fara ekki í jólaköttinn. Maður verður nú að hugsa fyrir þessum hlutum.
Á nú hin myndarlegustu stígvél, sem gagnast bæði dags daglega sem og þegar maður vill vera aðeins í fínni kantinum. Gasalega lekker.

Hvað nýtt, hvað nýtt? Hmmm... viku fríi í skólanum fer brátt að ljúka. Gúlp. Alvara lífsins tekur við. Ooog. Hmmm. Fór á A hole in my heart eftir Lukas Moodysson (Lilya 4-ever, Tillsammans, Fucking Amal) með Önnu. Hún var allsvakaleg. Ég verð eiginlega að melta hana svona í tvær vikur áður en ég get farið að tjá mig um hana. Svo fórum við á svokallaðan masterclass þar sem leikstjórinn sjálfur sat fyrir svörum. Stórkostlegt. Hann er svolítið krúttaralegur og fyndinn. Og snjall.

Fór til Brighton um daginn að hitta Arnar og Fríðu en ég held ég megi ekki setja myndirnar inn... eða hvað?? (Fiska eftir kommentum, sko) Það var alveg frábært. Brighton er yndisleg og húsin krúttaraleg og svo er líka sjór þar.

Hmmm. Svo var Sigrún hérna, og líka Egill. En þau eru bæði farin núna. En núna er Guðrún hérna (sem ég hitti í dag ásamt Hannesi, en hann býr líka í Lundúnum) og Bryndís Ísfold (sem ég hitti á morgun). Gaman að fá gesti!

Í kvöld er Guy Fawkes night, sem er svona flugeldahátíð eins konar. Þessi Fawkes reyndi að sprengja upp breska þingið árið sautjánhundruð og súrkál, eða öllu heldur sextánhundruð og súrkál, en náðist og var því drepinn á afar sársaukafullan hátt (get ég ímyndað mér, ekki hafandi reynsluna (enn, a.m.k.)). En sumsé, komið var í veg fyrir sprenginguna og til að halda upp á það... sprengja bretar upp allt annað. Skringilegt fólk.

Já. Hmm. Er að bíða eftir Sólrúnu sykurpúðanum mínum svo við getum farið að borða Nóa Kropp (þökk sé Guðrúnu) og horfa á Blade Runner. Ídealt föstudagskvöld. :-)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim