Me, me, me.

APATHY ON THE RISE, NO ONE CARES

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavik, Iceland

mánudagur, nóvember 01, 2004

Gunna er búin að eiga!!! :-D Gunna og Illugi áttu lítinn strák í síðustu viku, hann ku vera afskaplega fríður, með afburða intellekt og sjarmerandi rauðan lubba! Til hamingju með það!! Ég hlakka mikið til að sjá hann í desember. Verst að sjá hann ekki fyrr. Sniff.

Súperdúper... var að ákveða með Kostasi og Sairu að fá okkur þráðlaust net (kannski með Frannie líka) og það er þá ódýrara per haus... var reyndar búin að fá breiðbandið... en það var enginn samningur svo það er ekkert mál. Chen-Chuin var eitthvað að leiðbeina okkur með þetta, meget svært. Fór til Brighton í síðustu viku að hitta Arnar og Fríðu og það var alveg frábært, bæði þau og líka staðurinn. Geðveikt að vera þarna, miklu flottara en litla, steinsteypta London... ekki það að London hafi ekki sína kosti líka. Hey, var ykkur alvara með að ég megi ekki setja inn myndir :) ??

Svo kom Sigrún, systir hennar Sólrúnar, til Lundúna yfir helgina og líka Egill en núna er hún farin en hann er áfram. (Gat ég orðað þetta flóknara?) Það var afskaplega fínt.

Núna er lestrarfrí í skólanum mínum... er ekki búin að gera neitt í dag... úff. Horfa á DVD, Sur mes levres og Last Tango in Paris... og smá Greenaway... Frannie á hrúgu af DVD sem hún geymir inni í eldhúsi okkur til hægðarauka... hehehe...

Í gær var Hrekkjavaka. Ég málaði mig og fór í pils. Punktur. Held það hafi verið nógu mikið sjokk fyrir fólkið hérna, heeeeyyy, Bryndís ekki sjúskuð í gömlum stuttermabolum og joggingbuxum (æ, og þó, ég á ekki joggingbuxur... segjum gallabuxur)!! Og svo elduðum við Sólrún mexíkanskan mat á línuna, eða hálfa línuna. Íbúðin skiptist eiginlega í tvennt, illindalaust þó að sjálfsögðu...

Á morgun er maraþonlestur og ritgerðarskrif... gúlp... og svo kemur Bryndís Ísfold um helgina og ætlum við að tjútta svolítið saman, hí hí... eins gott að standa sig þá í lestrinum og því.

Heeey, já, gleymi ég. Það var partí í íbúð fimm á föstudaginn, sem var alveg fínt... ég fór með Sairu og Sumaia (er þokkalega orðin hálf pakistönsk núna) þangað og svo birtust systurnar, S og S. Partíið gekk ágætlega þangað til að béskotans brunavörnin fór í gang. Þá fórum við bara í íbúð Sumaiu og spjölluðum fram eftir kvöldi. Fór svo að sofa. Og þá fór brunavörnin í gang. Svona um þrjú-fjögur leitið. Og svo fór hún aftur í gang. Og aftur. Og aftur. Og aftur. Sex sinnum í allt held ég og seinast hálf átta um morguninn. AARRRGGG!!! Og þetta er ekkert smá hávaði! Það voru alveg hundrað manns alvarlega grumpy daginn eftir... OG SVO gerðist eitthvað í eldhúsinu, Jeff kveikti í einhverju og það var allt á kafi í reyk... en haldiði að brunavörnin hafi farið í gang? Not on your life...

Vil fá afslátt af leigunni :( Svo er lásinn á íbúðinni okkar bilaður svo við KOMUMST EKKI ÚT... þurfum að hafa hana opna... (sem hentar okkur Íslendingunum vel, Sólrún kemst í eldhúsið og svona!) oooog... já, dyrasíminn er líka bilaður. Hvurslags eiginlega... og Bretar eru svo slow að þetta verður eflaust ekki lagað fyrr en eftir hundrað ár... hmmm...
Virka ég grumpy? Ætla ekki að vera grumpy. Ég er glöð kona. Glöð, glöð, glöð... vann meira að segja í rommí í gær, whoda thunk it?

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim