Me, me, me.

APATHY ON THE RISE, NO ONE CARES

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavik, Iceland

mánudagur, október 11, 2004

Halló. Mikið var ég nú dugleg um helgina. Ég fór á bókasafnið og náði í mestallt sem ég þarf fyrir vikuna og þreyf baðið... svo fór ég á ballettinn, fór á Merce Cunningham flokkinn sýna í Barbican við tónlist eftir Sigurrós og Radiohead. Það var ofsalega flott. Svo þutum við Sólrún heim til mín því Saira var búin að bjóða öllu húsinu í partý í eldhúsinu. Ótrúlegt hvað það komast margir í eitt eldhús og ótrúlegur hávaðinn... úps... Ég held við höfum farið að sofa klukkan fimm. Og svo voru það bara ég, Saira og Kostas úr íbúðinni okkar sem mættu í partíið... og Sólrún, auðvitað, hún er nú níundi meðlimurinn að sjálfsögðu... Harold kíkti reyndar í smástund til að sýna lit en Kínverjarnir og Tælendingarnir vildu ekki sjá stuðið... hvurslags eiginlega!
Í dag er Bryndís frænka komin í bæinn með tvíburana og ég er að fara á Madame Tussaude's með þeim... JEI! Ég elska vaxmyndasöfn. Og svo kemur Steinunn líka í dag,
það er bara allt að gerast!
Bókaði flug á fimm krónur aftur til London í janúar... svona er maður nú snjall að ökónómísera.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim