Me, me, me.

APATHY ON THE RISE, NO ONE CARES

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavik, Iceland

mánudagur, október 04, 2004

Ahh, nú er ég búin að klippa af mér klærnar. Mikill léttir. Með svona naglaklippum með Íslandi á, þökk sé henni Fríðu minni!

Þetta er hálf fáránlegt, en ég held það séu fleiri Íslendingar hér en Bretar. Við Sólrún fórum í bíó áðan og þar sem við vorum hálf villtar, ákváðum við að spyrja tvær stelpur sem voru að koma í áttina til okkar hvar bíóið væri staðsett. Þá segir önnur stelpan, já, og ég tala líka íslensku! Og þá fattaði ég að ég þekkti hana meira að segja, var með henni í sálfræðinni. Ja hérna hér. Svo höfum við tvisvar rekist á íslenskan strák út á vídjóleigu, nokkrum sinnum á íslenska stelpu sem er með okkur í skólanum OG þegar við vorum í tjúbinu einn daginn, á háannatíma í miðborginni hoppar inn stelpa í nýþrönga vagninn sem okkur hafði tekist að troða okkur inn í, horfir á okkur og heilsar. Við þekktum hana nefnilega báðar. Jájá. Svona er nú íslendingaheimurinn lítill, haaaa.

Fór annars á Life and Death of Peter Sellers áðan. Mikið var hún góð. Jafnvel þó að Stanley Tucci hafi verið í henni (reyndar var þetta í fyrsta skiptið sem ég hef séð hann leika annað hlutverk, hann leikur nefnilega eiginlega alltaf sama karakterinn. Nema þarna, þarna lék hann nafna sinn Kubric. Ja hérna hér.). Geoffrey Rush leikur Peter Sellers og sýnir þvílíka snilldartakta. Myndin var mjög skemmtileg og vel gerð og mikið hefur hann Sellers karlinn verið fáránlega mikið fífl! Ég verð eiginlega að fara að horfa á nokkrar klassískar Peter Sellers myndir. Ég nefnilega hef alltaf forðast þær. Af mjög ákveðinni ástæðu.
Ég hef verið í massífri fýlu út í hann í mörg, mörg ár. Það var nefnilega einu sinni verið að sýna Bleika pardusinn á Rúv, í þá daga þegar það var ekki sjónvarp á fimmtudögum og í júlí. Ég var sumsé mjög lítil. Og pabbi var búinn að segja mér að það væri verið að sýna Bleika pardusinn um kvöldið og öll familían hlakkaði mikið til að setjast nú niður á laugardagskvöldi og horfa á Bleika pardusinn. Jei, hugsa ég. Teiknimynd! Og, viti menn... stafirnir koma og fram sprettur þessi skemmtilegi, bleiki pardus! Jei! Vei, gaman!
En
svo...
hefst myndin og það eru bara einhverjir leiðinlegir karlar og alltof flókið plott og hundleiðinlegt.
Síðan þá hef ég forðast Bleika pardusinn og Peter Sellers.
Úti heyrast svaka læti, eins og alltaf. Þetta er eins og að búa við Hlemm ef Hlemmur væri í Harlem, slæma partinum en ekki þar sem Clinton er með skrifstofur.
Ég er líka búin að komast að því af hverju það er stundum undarlega sæt vanillulykt í herberginu mínu... félagi minn grikkinn í næsta herbergi brennir ilmolíu stundunum saman og ég held að loftræstikerfin séu eitthvað samtengd.
Hmmm... hvað fleira áhugavert? Ekki mikið, ekki mikið...
Í gær var fyrsta kvöldið okkar Sóló í sundur, mjög trámatískt. Hún fór að hitta frændfólk sitt og ég nennti ekki með... endaði með að spila rommí allt kvöldið með Harold, Kostas og Saira... nema hvað að það var eitthvað svona kólombískt rommí sem Harold kenndi okkur. Hann bað mig í dag um að fá hjá mér naglalakkseyði til að taka af sér naglalakkið... ??? Vil ekki vita.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim