Me, me, me.

APATHY ON THE RISE, NO ONE CARES

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavik, Iceland

sunnudagur, september 12, 2004

Jæja. Nú er farið að styttast í brottförina. Heldur betur. Um helgina var svona lokadjamm. Sólrún, Sigga og Vala komu til mín á föstudeginum og svo fórum við Sólrún niður í bæ og tjúttuðum soldið. Það var mjög gaman. Svo á föstudeginum fór ég út með Helgu og Þórunni, hitti fullt af fólki og endaði með Doju á Ölstuen þar sem ég hitti góðan vin minn sem var skiptinemi á sama tíma og stað og ég en við höfum ekki hist í, tja, ein fimm ár eða svo. Svaka fjör barasta. Svo er ég búin að vera að hitta alla, og allir, nú eru bara tveir dagar til að kveðja mig, ókei?

Jæja. Svo er ég að fara yfir lánsáætlun LÍN. Og dró frá húsaleiguna. Og sé að ég þarf að lifa á vatni í vetur. Í alvöru. Þetta er allsvakalegt. Gúlp. Hugmyndin um að spila í neðanjarðarstöðvum fyrir mat er allt í einu ekkert svo fjarstæð. :-I

Það verða allaveganna engin ferðalög, fatakaup eða bjórdrykkja á næstunni. Sem er kannski eins gott. :-I Kann ekki að vera fátæk. Er bara fúl ef það er ekki til ostur heima.

Kannski get ég bruggað á campus og selt félögum mínum áfengi fyrir morðfjár?


0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim