Me, me, me.

APATHY ON THE RISE, NO ONE CARES

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavik, Iceland

sunnudagur, september 05, 2004

Sunnudagskvöld og ég verð að blogga hratt því Practice er að byrja og svo Dr. No,
Sean Connery er eilíft refslegur.
Nú er ég búin í vinnunni. Það var afskaplega skrítið og erfitt að kveðja alla. En ég komst að því að maður fær gjafir þegar maður hættir. Ég er búin að fá fullt af blómum, kerti og meira að segja ýkt flottan Polarn og Pyret bol :-) En þetta var samt mjög erfitt. Ég var alveg með kökk í hálsinum þegar ég kvaddi suma og rétt bjargaði virðingunni. Regla númer eitt á leikskóla, don't let them see your weakness. Eða var það í hernum?

Svo var ég að passa skottuna mína á föstudagskvöldið og Sigga kom til mín og við vorum bara að tjatta og hafa það gott. Í gær fór ég svo á Indie festivalið, fór með Siggu og Sólrúnu að sjá Before sunset, og svei mér ef seinni myndin er ekki betri en sú fyrri (Before sunrise). Myndin er að mestu spunaverk Ethan Hawke og Julie Delphy og heppnast mjög vel.

Á morgun þarf ég að ganga frá öllum lausum LÍN-endum og bankamálum og senda út staðfestingu til skólans varðandi herbergisleiguna. Og þá er ég alveg tilbúin, barasta. Flýg svo út ekki núna á miðvikudaginn heldur þann næsta. :-I Skelfing og ótti. Og gaman. Veiii, gammaaaan.

Er búin að fá stundatöfluna... er bara í svölum kúrsum... verklegum tímum í myndatöku og klippingu, mannfræði lista og Etnógrafískum myndum og cinema stúdíum... Svöl í Svundúnum.
Stefni svo á einhver ferðalög á meðan dvölinni stendur, fer líklega að til Stokkhólms og svo kannski að heimsækja vini í öðrum borgum Englands. Mig langar líka að ráfa um hálendi Skotlands. Heeeaaaaathcliiiiiff.
Og svo læri ég náttúrulega aaaafskaplega mikið, haaaa? Jú, ég ætla að gera það. Ég ætla að vera afskaplega dugleg og held það verði ekkert erfitt því þetta er svo skemmtilegt.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim