Hulló, nú er kominn laugardagur, skal ég segja þér. Steinunn vinkona er í heimsókn og við ætlum á Portobello og svo kannski á British Museum. Í gær fór með Steinunni, Sólrúnu, Sairu og Vicky að sjá Strike eftir Eisenstein (hentaði afskaplega vel, það var Eisenstein vika í einum kúrsinum mínum...) við undirleik Yo Yo Mundo... myndin var snilld en tónlistin, tja, svona lala bara... Núna er European Social Forum í gangi og borgin er undirlögð litlum vinstri grænlingum á evrópska vísu svo og þúsundir annarra hópa og baráttufólks. Það verða risavaxin mótmæli á Russell Square á morgun klukkan eitt gegn stríðinu í Írak, ég ætla sko að fara. Jei! Gung ho alveg... Egill er núna líklegast lentur og er Sólrún í skýjunum. Hmmm. Hvað fleira get ég sagt... hmm. Tók Dr. Strangelove á bókasafninu... vídjó/dvd safnið á bókasafninu er svolítil snilld.
Me, me, me.
APATHY ON THE RISE, NO ONE CARES
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim