Me, me, me.

APATHY ON THE RISE, NO ONE CARES

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavik, Iceland

miðvikudagur, október 20, 2004

Alltaf nóg að gerast í Lundúnarborg.
Fór á The Album Leaf tónleika í gær, þeir voru mjög, mjög góðir. Fór með Sólrúnu og Helgu, stelpu sem er að læra myndlist hérna í Goldsmiths. Ég setti inn myndir af tónleikunum, þeir eru undir Skólinn hér til hægri...
Og í dag fór ég í bíó. Neitaði að trúa Sairu um að Bride and Prejudice væri léleg mynd, hélt kannski að vegna þess að hún er frá Pakistan væri hún of nálægt menningunni til að fýla svona... boy did I get it wrong. Myndin var hrææææðileg. Aðalleikkonan (i.e. Elizabeth Bennett) var svo léleg að hálfa væri nóg. Hún var svona svipuð týpa og Denise Richards, sem gefur svolítið til kynna hversu slæmt það var. Svo var endalaust af söngatriðum, kannski ekki skrítið í Bollywood mynd, but christ! Gurinda Chadha gerði Bend it like Beckham og svo spýr hún ÞESSU út úr sér?? Hrollur, hrollur. Og ég sem var búin að hlakka svo afskaplega mikið til að sjá þessa mynd. Sniff. Eiginlega hló ég reyndar soldið oft, en það var bara af því þetta var svo hallærislegt!!!

Hey, klára ég, veistu hvað ég gerði!? Ég gerði við vesælu litlu sturtuna mína! Núna get ég verið hrein! Núna er sturtan mín næstum því bara lúxus nuddsturta! Mikið var ég sniðug. Og allt með einni sikkerhedsnælu. Svei mér þá. Regular McGiver. Núna þarf ég ekki lengur að fylla bala með vatni fyrir sturtu til að skola hárnæringuna úr lubbanum. Haha.

Hey, Rory úr Gilmore lék pínu hlutverk í Bride and Prejudice, haha! Velkomin sýn. Kannski ég reyni að nálgast nýju Gilmore seríuna á ólöglegan hátt þegar ég fæ langþráða breiðbandið... hmmm... Nei, djók. Geri aldrei neitt ólöglegt. Nema stundum að tala í gemsa í bílnum. En mér finnst að það ætti að vera allt í lagi þegar maður er á sjálfskiptum... :-S

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim