Me, me, me.

APATHY ON THE RISE, NO ONE CARES

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavik, Iceland

laugardagur, febrúar 12, 2005

Klukkan er tvö eftir miðnætti og ég opnaði gluggann minn því hitinn var svo ógurlegur. Inn um gluggann streyma óhljóð, fullir bretar syngja fótboltalög og öskra, einhver æpir á annan og svo heyrist mér að einhver sé að berja á skilti eða einhverju málmkenndu. Þetta er svolítið eins og að reyna að sofna í tjaldi á útihátíð. Nema að hérna titrar líka allt vegna kyrrstandandi strætisvagna.
Í dag fórum við Sólrún aftur í jógatíma og til að klára að teygja allt sem mögulega er hægt að teygja ákváðum við að elda ógurlega góða súpu (þessa mexíkósku) og teygja svolítið á maganum innanverðum. (Ég notaði orðið teygja þrisvar sinnum í þessari setningu. Merkilegt.)
Horfðum svo á Witches of Eastwick, sem er svo lystilega ljúffeng, og English Patient, sem er jafn sorgleg og hún er falleg. Stálum bara sjónvarpinu úr eldhúsinu... enda íbúðin hálf tóm núna, Saira úti, Cho-I í Taiwan og ætli Franny sé ekki bara í Liverpool eða eitthvað.
Núna heyrist mér að helstu ólátabelgirnir séu farnir með strætó (væntanlega ekki langt í næsta hóp sem fer í næsta vagn). Ég ætti þá kannski bara að sofa. Hef ekki verið nógu dugleg að skrifa og verð að vera úthvíld og atorkusöm í morgunsárið.
Ætla að sofna með Sufjan Stevens í eyrunum. Góða nótt.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim