Enn ein helgin búin. Fór niður í bæ um helgina og hitti Símon, hollenskan vin Sólrúnar og Egils, og vinnufélaga hans með Sólrúnu og við fórum á skondið kaffihús í Soho með þeim sem var bleikt og gyllt og franskt. Svo bökuðum við bollur (fyrir bolludaginn) í dag og smjöttuðum vel á og buðum Kati í kaffi.
Í dag var haldið upp á afmælið hennar Ernu litlu frænku minnar sem er núna orðin tveggja ára gömul. Jedúddamía. Sakna hennar.
Hvað fleira? Fékk pakka frá gamla settinu í gegnum Arnar, vin Steinunnar. Maður er farinn að verða útsjónasamari varðandi pakkaflutninga með tímanum. Takk ma og pa :-)
Og, hey, fór á British Museum (enn á ný)...
Engar sögur. Ekkert stórkostlegt, nema harðsperrurnar. Og svo sannarlega ekki The Terminal, sem við ösnuðumst til að horfa á áðan. Hrollur. Jahá.
Fylgist spennt með æsispennandi lífi Bryndísar. Haldiði í ykkur andanum. Allt að gerast.
Æ, geisp. Góða nótt.
Í dag var haldið upp á afmælið hennar Ernu litlu frænku minnar sem er núna orðin tveggja ára gömul. Jedúddamía. Sakna hennar.
Hvað fleira? Fékk pakka frá gamla settinu í gegnum Arnar, vin Steinunnar. Maður er farinn að verða útsjónasamari varðandi pakkaflutninga með tímanum. Takk ma og pa :-)
Og, hey, fór á British Museum (enn á ný)...
Engar sögur. Ekkert stórkostlegt, nema harðsperrurnar. Og svo sannarlega ekki The Terminal, sem við ösnuðumst til að horfa á áðan. Hrollur. Jahá.
Fylgist spennt með æsispennandi lífi Bryndísar. Haldiði í ykkur andanum. Allt að gerast.
Æ, geisp. Góða nótt.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim