Me, me, me.

APATHY ON THE RISE, NO ONE CARES

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavik, Iceland

laugardagur, febrúar 05, 2005

Yoga Bunny Detox
er uppáhalds drykkurinn minn hér í London. Hann fæst bara í Pret a manger verzlunum og er afar hollur og góður (ekki einu sinni spírítus í honum).
Svo, í tilefni af þessu, fórum við stöllurnar í Jóga hér í skólanum. Ég hef alltaf ætlað í jóga, reyndi einu sinni sjálfshjálparbók en gekk ekki. Svo.
Jóga.
Mætum í þreyttann leikfimissal, borgum vægt gjald (þrjú og hálft pund), drögum fram motturnar (fjólubláar) og gerum okkur tilbúnar.
Í salnum var hópur ungra kvenna og einn piltur og svo þjálfarinn.
Svo byrjar tíminn, fyrst talar þjálfarinn, afar jógalegur ungur maður, lágt við okkur (ég heyrði ekkert) og síðan stóðum við upp, settum saman hendur...
og allir byrja að kyrja.
Nema ég.
Ég er að reyna að hlæja ekki upphátt.
Flissa vandræðalega upphátt, eða svona í gegnum nefið, rosalega fullorðinsleg.
Þetta er hræðilegt. En þöglar, alvarlegar stundir fá mig til að
hlæja. Hvað þá ef fólk er að taka sig alvarlega.
En annars gekk þetta fremur vel. Nema þegar ég hélt ekki jafnvægi. Og þetta er hörkupúl, hver hefði fattað það?

Ætlaði reyndar ekki að fara því ég fékk annað fríki mígreniskast. Sjóntruflanir. Missti allaveganna ekki málið í þetta sinnið. Ýkt hallærislegt. Ég vil fá eðlilega sjúkdóma.
Eðlileg vandamál.

Flest fólk á mínum aldri er til að mynda komið með langan lista af tilfinningalegum farangri. En ég?
Langa, tilfinningaríka sambandið sem var svo erfitt að hætta í... aldrei átt'ða! Erfitt að láta enda ná saman... neibb, aldrei flutt að heiman! Erfiðir vinnutímarnir... neibb, aldrei aukavinna í mínum láglaunastörfum!

Ég er að verða eins og svona sorglegir menn á fimmtugsaldri sem búa ennþá hjá mömmu sinni og vinna á færibandi við að skrúfa tappa á tannkremstúpur.
Mitt helsta tilfinningafargan er að hafa ekki tilfinningafargan, að minnsta kosti ekki veraldlegt. Og það er drulluerfitt skal ég segja þér...

Nei, ég hef engar bældar tilfinningar og reiðar minningar í töskunni minni... en fjandakornið ef það er ekki ímynduð, fjólublá nýrnabaun að syngja jarðarfarasöngva þar.

(ekki hlusta á mig, ég var að drekka brennivín í eplasafa)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim