Ú. A. Vandræðalegt. Það var eitthvað svona police raid áðan fyrir utan húsið okkar. Alveg riiisa löggubíll með svona 7-8 löggum að stoppa einhverja tvo gaura og leita í bílnum þeirra. Við Sólrún lágum með nefið á glugganum, afar pent að sjálfsögðu, að stara úr okkur augun þegar skyndilega skælbrosir ein löggan og veifar okkur stórt og vinalega. Við hrökkluðumst náttúrulega í burtu, afar hratt... héldum við værum alveg rosalega laumulegir gluggagægjar á fjórðu hæð...
Me, me, me.
APATHY ON THE RISE, NO ONE CARES
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim