Það er alltaf skrítið þegar maður er búinn að pakka öllu niður og er bara að bíða eftir því að fara í flugvélina. Vona að ég sé ekki með of þunga tösku (Er með svo mikið af gjöfum og þungan kassa af geisladiskum. Gúlp. Af hverju fann ég ekki bara eitthvað sniðugt fjaðurskraut handa öllum?)Þarf ég að taka úlpu og jakka með ef ég fer í kápunni minni? En ef ég tek bara kápuna þá á ég ekkert til varnar frosti og kulda, kápan er þess lags að ekki get ég verið í þykkri peysu undir henni. Hmmm. Erfitt. Erfitt, erfitt, erfitt.
Ég skrifaði nokkur jólakort í fyrsta skiptið evör. En þau fóru nú ekki langt, bara til samleigjenda minna. Einhvern tímann sendi ég jólakort á alla. Það er óþægilegra með hverju árinu sem líður að sitja undir jólakortalestrinum á aðfangadag. Samviskubit dauðans.
Jólakort eru samt eitthvað sem maður sendir þegar maður er fullorðinn og ekki er ég fullorðin. Er það? Ég er allaveganna ennþá í skóla?
Ég skrifaði nokkur jólakort í fyrsta skiptið evör. En þau fóru nú ekki langt, bara til samleigjenda minna. Einhvern tímann sendi ég jólakort á alla. Það er óþægilegra með hverju árinu sem líður að sitja undir jólakortalestrinum á aðfangadag. Samviskubit dauðans.
Jólakort eru samt eitthvað sem maður sendir þegar maður er fullorðinn og ekki er ég fullorðin. Er það? Ég er allaveganna ennþá í skóla?
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim