Me, me, me.

APATHY ON THE RISE, NO ONE CARES

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavik, Iceland

sunnudagur, desember 07, 2003

Jæja jæja... komin aftur... það er svosem ótalmargt búið að gerast. Verð bara að rifja það svolítið upp... bíddu... bíddu... þetta er að koma.
Hmmm.
Ég klippti mig. Sjálf. Og topp þar að auki. Er mjög fegin að það ku vera í tízku að hafa svona svolítið "óreglulegt" hár... ef hárið mitt er eitthvað þá er það óreglulegt. Ég gæti aldrei átt kærasta, til dæmis, vegna þess að hárið mitt er nú alveg ótrúlega afskaplega óreglulegt á morgnana. Þeir myndu ekkert höndla það.
Er hins vegar búin að finna rétta form "ástar" fyrir mig og það er að vera hreinlega "ástfangin" í fjarska. Fjarskangin, if you will. Þá kemst maður aldrei að því hvað hin manneskjan er, tja, kannski leiðinleg (og öfugt) og kannski fúllynd eða skapstór eða illa lyktandi en lifir alltaf með litlu, fullkomnu ímyndinni.
Þetta ástarform er þó ekki alfullkomið, til að mynda gæti skortur á samskiptum hreinlega rústað sambandinu. Tala nú ekki um skort á sambandi í biblíulegum skilningi, hvað kæmi í veg fyrir að fjarska-kærastinn leiti ekki á önnur mið í fullnægingu þarfa sinna?

Þetta er allt afskaplega erfitt.

Yfir á önnur miiiiiið... ég fór á Base-ið með Varðbergi á föstudaginn! Íha. Var búin að hlakka mikið til. Við fórum reyndar bara tvö, ég og Andrés, því að Gísli, Magnús og Símon beiluðu (lúserar). Og hópur af Framsóknar- og Sjálfstæðisfólki... pínulítið útnúmeruð pólitískt séð... (er útnúmeruð orð?)(held ekki).

Við brunuðum upp á völlinn og var plantað í herbergi á aðalskrifstofunum... mér leið eins og mér væri dumpað inn í JAG, hehe... (ég fýla JAG í tætlur, en það er óháð þessari sögu) þetta voru svo afskaplega miklir KANAR og í svo afskaplega miklum BÚNINGUM...

NEMA hvað... auðvitað er ég í 10 mínútur að berjast við hláturskast yfir þessu öllu saman... (sat með afskaplega bælt bros á vör, eða var eiginlega bara skælbrosandi að vona að enginn tæki eftir því vegna þess að það var ekki neitt til þess að brosa yfir. Kannski héldu allir að ég væri bara svona afskaplega vinaleg. )hinir virtust ekki vera aaalveg að sjá húmorinn í þessu... Hmmm. Næsta einn og hálfan klukkutíma var ég hins vegar að berjast við að sofna ekki þar sem hver búningurinn á fætur öðrum fór yfir hvert einasta smáatriði í starfsemi hersins. Ekki svo áhugavert. Meira upptalning af skammstöfum flug- og sjóhersins. EN SVO fórum við og fengum að sjá orustuþotu og það var geggjað fjör! Og svo var nú barasta tölt heim...

(góð saga, Bryndís, haltu áfram að blogga, Bryndís)

Síðan var nú barasta haldið heim og stelpan sturtaði sig og málaði sig afskaplega vel og smeygði sér í nýju flottu jólaskóna og brunaði til Doju í fordrykk (var næstum búin að skrifa fordrygg, en þá hefði ég nú virkað pretty full, haaaa?)(og var bæ ðö vei ekki bara með málningu og í skóm heldur einnig í fötum) þar sem "ungu" stelpurnar í vinnunni voru samankomnar. Síðan fórum við í jólamatarboð vinnunnar þar sem við sungum "Stál og hnífur" við gítarglamur og drukkum okkur fullar... ekta kvennavinnustaður, haaaa? Fór svo með Doju, Lilju, Rögnu og Önnu Soffíu niður í bæ, fyrst á Ölstofuna og síðan á Dillon þar sem var þokkalegt stuuuuð. (Stuuuuð. Það er gaman að segja stuuuuuð). Andrea tók óskalag frá mér og alles... heavy kúl... Síðan töltum við Anna Sóf yfir á Sirkús þar sem ég endaði einhvern veginn ein inni því Anna Soffía braut glas fyrir utan staðinn og dyravarðan varð alveg brjáluð... bjóst við vinkonu minni og beið þarna að eilífu en, muu, hitti þó nokkra sem ég þekki (auðvitað Vigga. Ég fer aldrei út án þess að hitta Vigga)(þetta er farið að vera skrítið)(eða kannski er familían bara svona miklir megadjammarar...)(alias fyllibyttur)
Tölti því bara hjem paa vej (nei, djók, tók þokkalega leigubíl)...

Hmmm... já, hei, í gær kom Ester frænka heim frá Ítalíu og fórum við Helgan (15 naría konan) að hitta hana og spjalla við og skoða myndir og svona í gær...
Geðveikt næs,

og svooo... fór ég á Love Actually með Völlu í kvöld :-D Íhíhí, litla, væmna stelpuhjartað skríkir af rómantík...En ég er samt þokkalegur töffari, sko.
Þokkalega, maður.

Af hverju segir fólk aldrei lagsmaður lengur? Eins og, hvað er að frétta, lagsi? Þetta var ríkjandi í gömlu góðu barnabókunum en virðist alveg horfið.
Ég ætla að endurvekja orðið. Gera það að stælí tízkuorði. Getða alveg. Hef þokkaleg sambönd. Þarf bara að byrja á leikskólanum og svo þegar þau börn vaxa úr grasi verður tungutakið þeim eðlilegt og eftir tuttugu ár eða svo verða allir lagsmenn eða -konur.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim