Me, me, me.

APATHY ON THE RISE, NO ONE CARES

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavik, Iceland

fimmtudagur, desember 25, 2003

Það er eitthvað skrítið við jólin. Það dettur einhvernveginn allt í dúnalogn. Ég svaf í tólf tíma eða álíka og ætlaði aldrei að koma mér upp úr rúminu. Polaroidaði alla fjölskylduna í gær og fékk allt sem mig langaði í. Enginn reifst og það er alveg ótrúlegt hvað það breytir miklu að hafa lítið barn á svæðinu. Sem var ekki til síðast. Skrítið. Ég fékk Tivoli útvarp frá mömmu og pabba. Mín í skýjunum. Og The Wolves in the Walls eftir Gaiman og McKean frá Ransý og Hlyn. Og fullt, fullt annað yndislegt og skemmtilegt. Jólin er góður tími hvað materíalistann í manni varðar. Þó er mér eiginlega sama hvað ég fæ, hvort sem það er kartafla eða hvað sem er. Það er bara gaman að fá pakka.

Keyrði út allar gjafirnar í gær með pabba. Þessar ferðir eru hættar að vera fjölskylduferðir heldur vinir-Bryndísar ferðir. En það er samt alltaf jafn gaman. Mjög Norman Rockwellskt, mamma heima að elda og pabbi og stelpurnar að keyra út gjafirnar.

Hehe, ég fékk Buffy myndasögublað frá Sóló... ég gaf henni Buffy Quotes bókina... hmmm... Hef ekki getað rætt bókina á blogginu (keypti sko eina fyrir mig og eina fyrir Sóló) útafþví að ég vildi ekki kjafta neinu og svo les Sólrún stundum bloggið að ég held og þá væri heimurinn orðinn of flókinn fyrir einfeldning eins og mig.

Rjúpur í matinn (eða hreindýrabringur...)(útskýrist fyrir útvalda, frekar vandræðalegt)...

Vaknaði með augnsýkingu og fékk eitthvað svona vaselínlyfjadæmi í augun svo ég sé allt í móðu... sé allt í móðu og er að hlusta á Cörlu Bruni kyrja á frönsku í vasadiskóinu (Siggu gjöf). Reyndar mjög kósí. Fyrir utan bragðið aftast í nefinu af lyfinu. Er þó fullviss um að ég verð aftur orðin gorgeous ég fljótlega. Annars þarf bara að fjarlægja augun. Ég gæti kannski haft utanlíkama-augu. Haft þau í spöng á kollinum. Eða á brjóstunum. Eitt að framan og eitt að aftan (þá ekki á brjóstunum, en þá væri ég enn undarlegri í vextinum).

Fer í pabbafjölskylduboð á eftir. Þetta er í fyrsta sinn í mörg, mörg ár þar sem allir í fjölskyldunni eru á landinu. Snorri og fjölskylda og Brynhildur og fjölskylda eru flutt heim og Tryggvi og Ágústa flugu heim frá Köben. Og ég er hérna alltaf.

Hef mikla útþrá.

Langar að búa í tregablöndnu, rómantísku lagi sem er þó ekki væmið.

Er að róast af munnræpu sem ég hef haft í susum viku. Er núna í þögn/hlustun.
Þarf að koma þverflautunni í viðgerð. Það datt skrúfa úr henni. Minnist þess tíma með trega þegar ég fékk borgað fyrir að spila. Haha, þið vissuð það ekki? Að ég var mini-pro þverflautuleikari? Spilaði sóló á jóladag í Kópavogskirkju einu sinni... og með Diddú einu sinni! Hún klúðraði sólóinu mínu, byrjaði of snemma að syngja. Ég er enn mjög bitur. En það er svosem ekkert nýtt.

Bitur og kaldhæðin. Það er svo miklu skemmtilegra en að vera bara melankólískur lúði. Réttur skammtur af sjálfshatri, biturleika, mikilmennskubrjálæði og kaldhæðni getur komið manni langar leiðir.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim