Me, me, me.

APATHY ON THE RISE, NO ONE CARES

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavik, Iceland

þriðjudagur, desember 16, 2003

Bloggið mitt er aftur orðið skrítið. Herre Gud!

Nú er vikan næstum búin (ók, það er þriðjudagur, en maður má alltaf lifa í voninni) og vinnan hefur verið afskabblega erfið að undanförnu. Deildarstýran fárveik og við bara þrjár og börnin farin að bíta hvort annað á barkann til þess að fá mat eða klósettfríðindi. Nújá. Darwin virtist vita sínu viti.

Og á leikskólanum syngjum við nýju gömlu útgáfurnar af jólasveinalögunum, eins og:
Jólasveinar ganga um gátt með gildan staf í hendi
Móðir þeirra hrín við hátt og híðir þá með vendi
Upp á hól stend ég og kanna...

Og ekki með réttu táknunum heldur með táknmálstáknum! Urrrg!

Annars hata ég jólalög. Ég er ekkert jólabarn. Er huge big-ass feik á leikskólanum. Hringi í jólasveininn og bið um kartöflur fyrir framan krakkana (mikil, mikil skelfing) og hóta jólakettinum óspart.

Er búin að kaupa allar jólagjafir nema fyrir Helgu frænku (við erum að tala um einhvurja fimmtán eða svo pakka... :-( ) (ég er svo vinsæl sko) (nei, ég er ekki að múta fólki til að vera vinir mínir) (djö)

Næsta helgi, næsta helgi... jei...
Fer í litlu jól hjá Arnari (þarf að finna pakka fyrir 666 kr.), og svo kemur Sólrún og svo er Ásthildur búin í prófum og Gunna líka og svo eru að koma jól, jól, jól með pökkum, pökkum, pökkum og vonandi blessanlegum endi á jólalögum.
Hey, svo er Kolli kominn til landsins! Kolli, hringdu! Síminn þinn er ótengdur...

Keypti mér klikkaða eyrnalokka og kínaskó og ætla að fara að vera pæja á kaffihúsi með Helgu núna (eftir Gilmore girls). Eða kannski bara stelpa á kaffihúsi. Með skrítna eyrnalokka.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim