Me, me, me.

APATHY ON THE RISE, NO ONE CARES

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavik, Iceland

fimmtudagur, mars 27, 2003

Fimmtudagur í frí, þetta er snilld! Vaknaði náttúrulega klukkan sjö (nei, í alvöru) til að skutla múttu í vinnuna, kom svo bara heim og fór í hálftíma bað (sofnaði) með létt á fóninum (ég veit, ég veit) sjænaði mig til og hélt niður í Odda þar sem ég endurlífgaði tengsl mín við háskólasamfélagið. Hitti Arnar og við sátum fyrir kennaranum okkar og fengum grænt ljós á að leggja prófið fyrir (þriðjudaginn!!!). Fékk mér svo lunch með Völu í Árnagarði, snattaðist útaf Barnarannsóknum, kíkti til Ransý systur og litlu frænku, sótti mömmu og fór svo aftur niður í Odda þar sem ég er búin að eyða óendanlegum tíma í aðferðafræði með Arnari. Tíminn stendur einhvern veginn í stað þegar maður stundar aðferðafræði. Ætla að horfa á myndina hans Sigga Hólm, um Einelti, á eftir og svooooo að leggjast upp í skítakompuna mína með góða bók og reyna að fara að sofa fyrir eitt... gengur sjaldnast. Á morgun er starfsdagur í vinnunni, 50 % verið að plotta sumarið og 50 % farið í heimsókn á a) organískan leikskóla í Bessastaðahrepp sem er með húsdýrahald (!!!!!!!!!! ÉG VEIT!!!!) (sé fyrir mér barnaþrælkunarbúðir, fimm ára krakkar að moka flórinn og þessir þriggja ára, með litlu hendurnar, að taka á móti lömbum) eða b) Hjallastefnuskóla í Garðabæ (mitt feminíska hjarta berst ótt og títt!) Ætla aftur að aðferðafræðast og laga spurningalistann... ciao

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim