Einu sinni var ekki til neitt internet og þegar maður þurfti að leita að einhverju þurfti maður bara að fara á bókasafn eða hlaupa milli fólks og spyrja og spyrja og spyrja. Og við áttum Brittannicu í trilljón bindum og það var flottast í heimi því maður gat flett öllu upp og það voru sko ekki allir sem gátu það. Og símanúmer, þau fann maður í þykkri bók, þið kannist kannski við hana, maður skiptir ennþá um hana einu sinni á ári og skoðar myndirnar framaná henni og pressar kannski blóm í henni en þá er það líka upp talið. Og þá var geðveikt ömurlegt að vera skotinn í einhverjum því maður gat ekki einu sinni dundað sér við að fletta upp kennitölu viðkomandi eða skoða símanúmerið þeirra og fletta upp hverjir aðrir bjuggu í sama húsi og bara almennt tékkað á hlutunum. Stundum getur svoleiðis komið manni að miklu gagni, til að mynda ef einhver bloggar hræðilega lífsreynslusögu er varðar viðkomandi. Mjög sniðugt. Og svo, einu sinni, þá voru allir símar fastir með snúru við veggi og það var ekki einu sinni hægt að skoða textaskilaboð á þeim, hvað þá skoðað fréttirnar eða tekið vídjómyndir á þá og sent þá með blútúþ eða infrared í fartölvuna sína. Og ef maður var í útlöndum, forgetaboutit, það var ekki einu sinni hægt að skoða Moggann eða Fréttablaðið (eða Vísi eða whatever í gamladaga) hvað þá horfa á fréttirnar og Gettu betur í tölvunni.
Ég ætla að horfa á dvd mynd í fartölvunni minni og spjalla við vini mína heima á Íslandi á meðan, kannski á Skype eða kannski bara á msninu, og svo taka mynd af mér og senda í myndasíma til einhvers í öðru landi. Og svo ætla ég að plögga miðtaugakerfinu við rúmið mitt og búa til brjálæðislegar bíómyndir sem eru búnar til úr ímyndunaraflinu mínu og minningum og eplum og sólberjasafa.
Ég ætla að horfa á dvd mynd í fartölvunni minni og spjalla við vini mína heima á Íslandi á meðan, kannski á Skype eða kannski bara á msninu, og svo taka mynd af mér og senda í myndasíma til einhvers í öðru landi. Og svo ætla ég að plögga miðtaugakerfinu við rúmið mitt og búa til brjálæðislegar bíómyndir sem eru búnar til úr ímyndunaraflinu mínu og minningum og eplum og sólberjasafa.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim