Jæja, langt síðan ég hef skrifað, haaa? Það er svo skrítið hvað manni dettur alltaf mikið í hug til að blogga þegar maður er ekki fyrir framan tölvuna en þegar sest er fyrir framan hana er maður oftast nær fremur tómur. Fór á Grjóteyri í Kjós með leikskólanum á föstudaginn var og það var alveg æði. Þetta er sveitabær sem tekur á móti leikskólum og leyfir krökkunum að sjá og klappa allt frá kiðlingum og kettlingum til kúa. Fékk svo bara að fara snemma heim og undirbúa mig fyrir reunion úr MR. Kvöldið byrjaði með bekkjarpartí hjá Völlu og síðan fórum við í lögreglusalinn til að hitta restina. Þetta var nú bara ágætiskvöld, þó það virðist nú ekkert sérlega langt síðan maður sá þetta fólk síðast, enda hefur maður nú nokkurn veginn haft samband við þá sem maður þekkir... dansaði mig sveitta við tónlist frá Óla Palla og fór barasta heim þegar hárið á mér var orðið BLAUTT. Ég var nú ekki ein til að svitna, það voru allir rennblautir, það hlýtur að hafa verið sjóðheitt þarna inni...
Mamma og pabbi eru að kaupa hlut í geðveikri skútu sem staðsett er á Mallorca. Um er að ræða 41 feta fley með þremur svefnkáetum og nú er bara málið að safna sér fyrir flugfari til Mallorca næsta sumar og sigla um eyjarnar og voga þar í kring. Það eru nú orðin svo mörg ár síðan þau seldu Urtuna og að ég er orðin algjör landkrabbi, eins gott að fá að æfa sig aðeins í tuttuguogfimm stiga hita og sól með kaldan bjór í annarri hendinni... jei! :)
Annars er Helga frænka að flytja til Ítalíu á morgun. Sniff sniff. Vinkonur mínar virðast allar flýja land... weird... en Sigga kemur þó aftur bráðum, þó ekki sé nema um sumartímann, og líklegast kemur Sólrún í smá heimsókn í ágúst. En samt!! Ég á eftir að sakna Helgu mikið. :(
Ég fór í teiti á Sólon á laugardaginn, þar sem Ágúst Ólafur hélt upp á þingsæti sitt og Obba upp á 25 ára afmælið, og var það mjög fínt, fór samt eiginlega bara snemma heim um kvöldið... er að verða svo slappur djammari, mar.
Hei, svo er útilega UJ næstu helgi!!! Allir jafnaðarmenn að mæta! Vangakeppni, golfkeppni og samsöngur! Grill og góðir vinir!
Mamma og pabbi eru að kaupa hlut í geðveikri skútu sem staðsett er á Mallorca. Um er að ræða 41 feta fley með þremur svefnkáetum og nú er bara málið að safna sér fyrir flugfari til Mallorca næsta sumar og sigla um eyjarnar og voga þar í kring. Það eru nú orðin svo mörg ár síðan þau seldu Urtuna og að ég er orðin algjör landkrabbi, eins gott að fá að æfa sig aðeins í tuttuguogfimm stiga hita og sól með kaldan bjór í annarri hendinni... jei! :)
Annars er Helga frænka að flytja til Ítalíu á morgun. Sniff sniff. Vinkonur mínar virðast allar flýja land... weird... en Sigga kemur þó aftur bráðum, þó ekki sé nema um sumartímann, og líklegast kemur Sólrún í smá heimsókn í ágúst. En samt!! Ég á eftir að sakna Helgu mikið. :(
Ég fór í teiti á Sólon á laugardaginn, þar sem Ágúst Ólafur hélt upp á þingsæti sitt og Obba upp á 25 ára afmælið, og var það mjög fínt, fór samt eiginlega bara snemma heim um kvöldið... er að verða svo slappur djammari, mar.
Hei, svo er útilega UJ næstu helgi!!! Allir jafnaðarmenn að mæta! Vangakeppni, golfkeppni og samsöngur! Grill og góðir vinir!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim