Me, me, me.

APATHY ON THE RISE, NO ONE CARES

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavik, Iceland

laugardagur, febrúar 26, 2005

Skemmtileg borg, þessi London. Við fórum aftur á Victoria & Albert safnið í dag og í þetta sinn fórum við (meðal annars) á sýningu sem heitir Specters. Og þetta er sú allra flottasta sýning sem ég hef séð. Ég held að sýningarstjórinn sé lítil gyðja barasta. Svona sýningargyðja. Mæli sterklega með henni (sýningunni, þekki konugreyið andskotann ekki neitt), hún verður uppi þangað til í byrjun maí að ég held. Kíktu barasta hérna:
http://www.vam.ac.uk/collections/contemporary/spectres/

Svo er búið að snjóa í Bretlandi og það er nær lygilegt hvað Bretar eru miklir aumingjar hvað snjó varðar. Það snjóaði til að mynda örlítið á miðvikudaginn, eiginlega bara slabb sko, max 2 cm., og skólum um allt land var lokað. Og svo keyra þeir um á blöðrunum sínum eins og... tja, eins og beljur á svelli en með blöðrur undir klaufunum.
Og svo kvarta allir hrææææðilega undan kuldanum (rétt um frostmark). Og ég hlæ og hlæ og segi: Ho ho ho jú sjúd træ kommín tú Æsland! (en með rússneskum hreim, það virkar betur)

Tölvan mín er búin að vera óþekk, var ég búin að minnast á það? Af og til vill hún ekki kannast við netkortið en segir mér, brosmild og hýr, að ég sé komin með nýtt hardware. Bull og vitleysa bara. Og svo slekkur hún á sér í gríð og erg. Og svo vill hún bara tengjast netinu á kvöldin, sem er nú barasta plain weird.
Góða nótt.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Oh my goodness! Іmpгeѕsive аrticle dude!
Thаnk you, Hoωever I am hаving problems
with yοur RSS. I don't understand the reason why I am unable to join it. Is there anyone else having identical RSS problems? Anyone that knows the answer can you kindly respond? Thanx!!

my web site - hcg weight loss program

8:30 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Heim