Me, me, me.

APATHY ON THE RISE, NO ONE CARES

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavik, Iceland

mánudagur, febrúar 28, 2005

Gvöð, ég má til.
Veit ekki hvort þetta flokkast undir menningarmun en úff. Fyrr má nú vera.
Í fyrsta lagi þá elda kínverjinn og tíavanirnir af og til eitthvað sem lyktar óóógeðslega. Ef við búum til fýluskala (0-10), þar sem 0 er ferskt loft og kæst skata er 7 þá elda þau eitthvað sem er 10. Það lyktar pínulítið eins og fjós en samt verra og svolítið eins og, tja, skítur. Og þessi lykt hefur hangið yfir íbúðinni í tvo daga núna. Við borðum núna inni í herbergi og það er samt lykt af okkur. :(
Í öðru lagi. Þá ryksugar taívanski strákurinn ganginn daglega. Ganginn. Sem hreingerningarkonan sér um. Daglega. Ryksugar. Hvað er það?
Jæja. Það er samt skárra að búa með snyrtipinna en hitt.
En þetta með lyktina, herre gud!!! Hvað ætli þetta sé?? Þetta er eitthvað þurrkað sem þau leggja í bleiti og sjóða.
Ég get ekki notað nein nöfn því taívanski strákurinn er að skrifa doktorsritgerð um blogg og gæti kíkt á bloggið mitt, hahahaha!
Kostas er að fara á múm tónleika en ekki við íslensku skvísurnar. Við Sólrún ætlum bara í mat til Steinunnar og fá okkur rauðvín. Rauðvín? Við? Erum að verða eins og gaurinn í Sideways. Drekkum bara Pinot Noir og hötum Merlot... hahaha... hötum ekkert Merlot! Þykjumst bara til að vera svalar núna! Drekkum sko allt rauðvín! Nema vont rauðvín.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

mjog ahugavert, takk

4:01 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Heim