Enn ein helgin liðin, og þessi jafnvel enn furðulegri en hinar.
Í fyrsta lagi...ég var í sakleysi mínu að ganga niður Túngötuna að hitta skvísurnar á Maru eða Moru eða það þarna rétt fyrir níuleitið í gær. Skyndilega heyri ég afskaplega kumpánlegt Hæ!... ég lít inn í garðinn þaðan sem hæið kom og hvað sé ég? Eða hvað sé ég EKKI öllu heldur. Þarna stendur gutti upp við skjólvegg með svarta ræningjalambúshettu á hausnum og vininn í lúkunum að runka sér á fullu. Ég var svo gjörsamlega hvumsa að það eina sem mér datt í hug var að segja: Oj bara. Haha! Hefði átt að segja: Djöfull ertu með lítið typpi, maður. En það hefði kannski verið dónalegt... (get it, get it?)(I have successfully mastered the art of the single entendre)
Í öðru lagi...
Fór ég á Hverfisbarinn og "Kjallarann" í gær. Haha! Svo það er þarna sem allt fallega fólkið felur sig! Ég er viss um að það á allt ljósa- og líkamsræktarkort og lagði hina krakkana í einelti í skóla.
Í þriðja lagi...
get ég eiginlega ekkert verið að blogga um. Sumt bloggar maður bara ekkert. Æi, hættuðessu tuði.
Fór sumsé út að borða með Gunnu, Lovehill og Ingu í gær og svo í samdrykkju heim til Gunnu og svo út og þar sem ég var í miklum minnihluta hvað skemmtistaðasmekk varðar þá enduðum við á fyrrnefndum stöðum. (ég stakk upp á Kaffibar sem málamiðlun en það var bara hlegið að mér) Svo fór Gunna reyndar snemma heim... með Illuga... veit alveg hvað þið voruð að gera! Ha, ha, ha! Winkwink, nudgenudge! Og Inga fann vinkonur sínar og Ásthildur vildi heim svoooooo... stelpan skoppaði bara yfir á Ellefuna og þambaði bjór með Ólöfu, Rögnu og Allen. Mikið eru útlenskir strákar kurteisir. Eruði svo hissa á að konur hözli útávið? Ég sé nú allavega ekki marga íslenska stráka bjóða stólinn sinn eða, let's get freaky, kaupa bjór handa manni. Tsjípass moðerfökkers alltafhreint. Eða leita ég bara uppi karlmenn sem virðast ekki hafa efni á klósettpappír og nota bara mosa í staðinn? Hmmm...
Einn (íslenskur) gaur, haha!, þambaði bjórinn minn viljandi og drap svo sígarettu í restina. Og var svo ýkt hissa að ég vildi ekki fara heim með honum.
...eða kannski er þetta bara ég...
Það er afturkomin vinnuvika. Djöfull sökkar lífið. Ef það væri ekki svona djeskoti fyndið í ömurleikanum þá væri ég búin að hoppa fram af Esjunni. (Mundi ég kannski bara rúlla?) (Vó, major garnaflækja maður) Held ég sé samt að nálgast það að vera mest pathetic manneskjan á Íslandi þessa dagana. Heyr, heyr.
Í fyrsta lagi...ég var í sakleysi mínu að ganga niður Túngötuna að hitta skvísurnar á Maru eða Moru eða það þarna rétt fyrir níuleitið í gær. Skyndilega heyri ég afskaplega kumpánlegt Hæ!... ég lít inn í garðinn þaðan sem hæið kom og hvað sé ég? Eða hvað sé ég EKKI öllu heldur. Þarna stendur gutti upp við skjólvegg með svarta ræningjalambúshettu á hausnum og vininn í lúkunum að runka sér á fullu. Ég var svo gjörsamlega hvumsa að það eina sem mér datt í hug var að segja: Oj bara. Haha! Hefði átt að segja: Djöfull ertu með lítið typpi, maður. En það hefði kannski verið dónalegt... (get it, get it?)(I have successfully mastered the art of the single entendre)
Í öðru lagi...
Fór ég á Hverfisbarinn og "Kjallarann" í gær. Haha! Svo það er þarna sem allt fallega fólkið felur sig! Ég er viss um að það á allt ljósa- og líkamsræktarkort og lagði hina krakkana í einelti í skóla.
Í þriðja lagi...
get ég eiginlega ekkert verið að blogga um. Sumt bloggar maður bara ekkert. Æi, hættuðessu tuði.
Fór sumsé út að borða með Gunnu, Lovehill og Ingu í gær og svo í samdrykkju heim til Gunnu og svo út og þar sem ég var í miklum minnihluta hvað skemmtistaðasmekk varðar þá enduðum við á fyrrnefndum stöðum. (ég stakk upp á Kaffibar sem málamiðlun en það var bara hlegið að mér) Svo fór Gunna reyndar snemma heim... með Illuga... veit alveg hvað þið voruð að gera! Ha, ha, ha! Winkwink, nudgenudge! Og Inga fann vinkonur sínar og Ásthildur vildi heim svoooooo... stelpan skoppaði bara yfir á Ellefuna og þambaði bjór með Ólöfu, Rögnu og Allen. Mikið eru útlenskir strákar kurteisir. Eruði svo hissa á að konur hözli útávið? Ég sé nú allavega ekki marga íslenska stráka bjóða stólinn sinn eða, let's get freaky, kaupa bjór handa manni. Tsjípass moðerfökkers alltafhreint. Eða leita ég bara uppi karlmenn sem virðast ekki hafa efni á klósettpappír og nota bara mosa í staðinn? Hmmm...
Einn (íslenskur) gaur, haha!, þambaði bjórinn minn viljandi og drap svo sígarettu í restina. Og var svo ýkt hissa að ég vildi ekki fara heim með honum.
...eða kannski er þetta bara ég...
Það er afturkomin vinnuvika. Djöfull sökkar lífið. Ef það væri ekki svona djeskoti fyndið í ömurleikanum þá væri ég búin að hoppa fram af Esjunni. (Mundi ég kannski bara rúlla?) (Vó, major garnaflækja maður) Held ég sé samt að nálgast það að vera mest pathetic manneskjan á Íslandi þessa dagana. Heyr, heyr.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim