Me, me, me.

APATHY ON THE RISE, NO ONE CARES

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavik, Iceland

sunnudagur, febrúar 16, 2003

Vá.Sniðugt að hafa teljara. Það skoðuðu 42 síðuna mína í síðustu viku... meðaltími hverrar heimsóknar er 0:13... ég held það tákni frekar þrettán sekúndur en mínútur... ef þú hefur skoðun á málinu geturðu skrifað í GESTABÓKINA (frekar erfitt að skrifa í hana greinilega).

Laugardaginn klukkan tvö voru allsherjar mótmæli gegn stríði og mættu Ungir jafnaðarmenn í umvörpum með trilljón billjón skilti :) UJH, UJR og UJsuð voru með eflaust eitthvað á fjórða tug skilta samanlagt... hé hé... heyrði að VG hefðu verið svolítið fúlir yfir því að skiltin væru merkt. Ó, vell... he he... Mótmælin voru ótrúlega fjölmenn og vel heppnuð. Þau hófust á Ingólfstorgi og þaðan var gengið að stjórnarráðinu og svo að bandarísku og bresku sendiráðunum (mjööög heppileg staðsetning á þessu öllu saman). Stemningin var mögnuð þrátt fyrir grenjandi rigningu.
Kaupum ekki olíu fyrir blóð! Ekki stríð, Davíð!
...var þó greinilega í minnihluta hvað NATÓ stuðning varðar...

Æjæj, verð að fara að rannsaka og ljósrita og kaupa og reyna að heimsækja Ransý, Hlynsa og títluna. Ciao.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim