Ég veit ekki alveg hvernig á að skrifa núna, hausinn ekki alveg í sambandi. Afi dó í gær eftir löng veikindi. Sem betur fer náði fjölskyldan að kveðja hann, en við fengum boð aðfararnótt miðvikudags um að honum færi mjög hrakandi. Hann dó svo rétt eftir fimm um eftirmiðdaginn. Um kvöldið var haldin smá kveðjuathöfn. Kistulagning og jarðarför fara svo fram í næstu viku, líklega fimmtudag og föstudag.
........
Fyrr um vikuna átti Krummi frændi litla stelpu, sem nefnd hefur verið Áróra Vera. Vera í höfuðið á afa, Hlöðver. Á rúmri viku fæddust því tvær stúlkur í fjölskylduna og afi dó. Það er pínulítið eins og afi hafi verið beðið eftir því að allir væru komnir í heiminn áður en hann fór úr honum.
........
Fyrr um vikuna átti Krummi frændi litla stelpu, sem nefnd hefur verið Áróra Vera. Vera í höfuðið á afa, Hlöðver. Á rúmri viku fæddust því tvær stúlkur í fjölskylduna og afi dó. Það er pínulítið eins og afi hafi verið beðið eftir því að allir væru komnir í heiminn áður en hann fór úr honum.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim