Hnuss! Hvurslags bloggari er ég! Skrifa ekki dögum saman!!
Það er nú reyndar búið að vera nóg að gera, eða þannig séð. Föstudagurinn var æði, Gunna var með mig, Ásthildi, Ingu Lilý, Rie (dönsk sko, ekki eins og rúgmjöl á ensku), Dagmar og... öhh... einhverja sem ég man ekki hvað heitir í mat á Föstudaginn. Hún eldaði þarna listamáltíð (eins og ávallt, Gunna smútsjíkútsjí :) ) og svo drukkum við fullt af púnsi, ásamt bjór og solleiðis. Síðan fórum við Gunna, Inga og Rie á skelfingarstaðinn Astró. Mér er sama hvað fólk segir, staðurinn hefur ekkert breyst. Háskólabar, my ass, háskólabar FYRIR VIÐSKIPTAFRÆÐINEMA (no offence, Ásthildur og Lára ofl.). Hnuss, sumsé, ojbjakk. Hitti einn þarna inni sem ég sé nú venjulega á... hehe... svalari stöðum bæjarins og ég veit ekki hvor var vandræðalegri að láta sjá sig þarna...jæja, mér er skítsama hvað þið segið Astró er kúkalabbaplebbastaður. Svo fórum við á Hverfisbarinn og þrátt fyrir dúndurtónlist, Stevie Wonder og fleiri, þá var ég orðin afskaplega niðurdregin af þekkingarleysi, þ.e.a.s. ég þekkti ekki sálu þarna og jakkafatagaurar reyna ekki við mig... hehe... frekar en aðrir, en jæja.
Sem betur fer dúkkaði Viggi (já, frændi) (ég á fleiri ættingja en allir og líkar bara assgoti vel við þá velflesta) og pikkaði í öxlina á mér. Ég grét á öxlina hans í smástund (nei, ekki í alvöru) og fór svo með honum yfir á Celtic þar sem við hittum Völu. Um þetta leitið uppgötvaði ég klukku og áttaði mig á því að þunglyndið hefði verið orsakað af fjórum tímum samfellt á sálarsogandi stöðum. Þrátt fyrir mjög góðan félagsskap náðu staðirnir einfaldlega að sjúga úr mér allan lífskraft. Ég meina hafiði séð dansgólfið á Astró? Heyrt tónlistina!?!?! Já, ég veit, en mér er skítsama, ég má líta niður á þennan stað ef ég vil og kallast snobbari eða andsnobbari eða snobbari niðurávið eða snobbari fyrir tónlist etc. etc. þá það.
Hmmm... föstudagurinn búinn. Laugardagurinn var óttalega letilegur. Ég fór á tónleika í Tónlistaskóla Hafnafjarðar með Völlu. Þar var hún Erla Rún vinkona mín að syngja og stóð sig bara þetta þvílíka vel. Hún er að fara að taka sjötta stigið á fimmtudaginn og ég held hún muni pluma sig assgoti vel. Um kvöööldið kíkti ég aðeins út, fór á Dillon með Helgu (já, frænku)... en var bara ömurlega þunglynd og leiðinlegur félagsskapur svo við fórum bara snemma heim.
Svo fór ég í ljós á sunnudaginn. Vildi vera sæt fyrir afmælið mitt. Slæm hugmynd.
Slæm, slæm hugmynd. Sársaukafull hugmynd.
Í stuttu máli sagt þá er ég næpuhvít að framan. En gríííðarlega rauð að aftan. Svona „get ekki setist niður“- rauð. Og ekki nóg með það, heldur er ég með langar hvítar línur (í þessu rauða sko) eftir öllum, öhm, aftari hluta líkamans, frá baki niður á kálfa. Hah! Ljós, my ass. Ég hætti!!Komst, þrátt fyrir sársaukann, á Sweet Home Alabama um kvöldið. Hí hí hí, ég er sökker fyrir rómantískum kómidíum. (Virðist vera sökker yfir höfuð, af ljósasögunni og öðrum að dæma) Oh, well.
Og SVO. Langt blogg, mar. Á mánudaginn byrjaði ég á deildinni Hulduhólum á leikskólanum Dvergasteini á Seljavegi. Nítján kríli, frá 14 mánaða upp í tveggja ára. Þau eru ekki að fatta hugtakið "teamwork". En þau eru assgoti sæt, maður fær bara í eggjastokkana. Verð víst að láta verðandi barn Ransý (sem er eflaust enn fúl út í mig, en ég fékk staðfestingu á nafninu frá viðkomandi aðila í gær) duga í verðanda bili.
(Múahahahaaaaa, þau vita ekki að ég er rækta börn í tilraunaglösum í kjallaranum).
Um kvöldið var framkvæmdarstjórnarfundur UJ og ég tók að mér einhver verkefni. Hmmm. Úfff. Ég hlýt að vera splunkuný tegund af masókista, eða hreinlega sökker, eins og ég áður minntist á.
Hmmm.... í dag var svo dagur tvö í vinnunni. Ég beilaði svo á að fara til Akraness (staði djöfulsins, sorrí Skagafólk en það hlýtur að vera
einhver ástæða fyrir því að þið flytjið öll í bæinn)(æ, sorrí, ég meina þetta ekki illa. Er bara ekki vel við landsbyggðina) (Og já, það er líka ástæða fyrir því. Einhverra hluta vegna heldur ALLT landsbyggðafólk að fólk úr Reykjavík hati sig og það fer einstaklega mikið í taugarnar á mér og ég ákvað því að lokum hreinlega að láta það eftir þeim.)
Þarf víst að skrifa grein. Hmmm. Þarf að fara að virkja draugaskrifarana mína (get it, ghostwriters, sko sko, íslensk þýðing. Jamm.)
Hmmm. Ég þarf víst að fara að gera eins og Ratbert er hann skrifaði bókina um dvöl sína í, ah, hvað var það, rip in the fabric of time? (Leiðrétt: hole in the fabric of space var það víst) Day two, see day one. Day three, see day two.
Úbbalæ. Jæja. Núna hætti ég. Vona að ég hafi ekki misst áhangendur mína af landsbyggðinni. I love y'all, hokeypokeys!!!
Það er nú reyndar búið að vera nóg að gera, eða þannig séð. Föstudagurinn var æði, Gunna var með mig, Ásthildi, Ingu Lilý, Rie (dönsk sko, ekki eins og rúgmjöl á ensku), Dagmar og... öhh... einhverja sem ég man ekki hvað heitir í mat á Föstudaginn. Hún eldaði þarna listamáltíð (eins og ávallt, Gunna smútsjíkútsjí :) ) og svo drukkum við fullt af púnsi, ásamt bjór og solleiðis. Síðan fórum við Gunna, Inga og Rie á skelfingarstaðinn Astró. Mér er sama hvað fólk segir, staðurinn hefur ekkert breyst. Háskólabar, my ass, háskólabar FYRIR VIÐSKIPTAFRÆÐINEMA (no offence, Ásthildur og Lára ofl.). Hnuss, sumsé, ojbjakk. Hitti einn þarna inni sem ég sé nú venjulega á... hehe... svalari stöðum bæjarins og ég veit ekki hvor var vandræðalegri að láta sjá sig þarna...jæja, mér er skítsama hvað þið segið Astró er kúkalabbaplebbastaður. Svo fórum við á Hverfisbarinn og þrátt fyrir dúndurtónlist, Stevie Wonder og fleiri, þá var ég orðin afskaplega niðurdregin af þekkingarleysi, þ.e.a.s. ég þekkti ekki sálu þarna og jakkafatagaurar reyna ekki við mig... hehe... frekar en aðrir, en jæja.
Sem betur fer dúkkaði Viggi (já, frændi) (ég á fleiri ættingja en allir og líkar bara assgoti vel við þá velflesta) og pikkaði í öxlina á mér. Ég grét á öxlina hans í smástund (nei, ekki í alvöru) og fór svo með honum yfir á Celtic þar sem við hittum Völu. Um þetta leitið uppgötvaði ég klukku og áttaði mig á því að þunglyndið hefði verið orsakað af fjórum tímum samfellt á sálarsogandi stöðum. Þrátt fyrir mjög góðan félagsskap náðu staðirnir einfaldlega að sjúga úr mér allan lífskraft. Ég meina hafiði séð dansgólfið á Astró? Heyrt tónlistina!?!?! Já, ég veit, en mér er skítsama, ég má líta niður á þennan stað ef ég vil og kallast snobbari eða andsnobbari eða snobbari niðurávið eða snobbari fyrir tónlist etc. etc. þá það.
Hmmm... föstudagurinn búinn. Laugardagurinn var óttalega letilegur. Ég fór á tónleika í Tónlistaskóla Hafnafjarðar með Völlu. Þar var hún Erla Rún vinkona mín að syngja og stóð sig bara þetta þvílíka vel. Hún er að fara að taka sjötta stigið á fimmtudaginn og ég held hún muni pluma sig assgoti vel. Um kvöööldið kíkti ég aðeins út, fór á Dillon með Helgu (já, frænku)... en var bara ömurlega þunglynd og leiðinlegur félagsskapur svo við fórum bara snemma heim.
Svo fór ég í ljós á sunnudaginn. Vildi vera sæt fyrir afmælið mitt. Slæm hugmynd.
Slæm, slæm hugmynd. Sársaukafull hugmynd.
Í stuttu máli sagt þá er ég næpuhvít að framan. En gríííðarlega rauð að aftan. Svona „get ekki setist niður“- rauð. Og ekki nóg með það, heldur er ég með langar hvítar línur (í þessu rauða sko) eftir öllum, öhm, aftari hluta líkamans, frá baki niður á kálfa. Hah! Ljós, my ass. Ég hætti!!Komst, þrátt fyrir sársaukann, á Sweet Home Alabama um kvöldið. Hí hí hí, ég er sökker fyrir rómantískum kómidíum. (Virðist vera sökker yfir höfuð, af ljósasögunni og öðrum að dæma) Oh, well.
Og SVO. Langt blogg, mar. Á mánudaginn byrjaði ég á deildinni Hulduhólum á leikskólanum Dvergasteini á Seljavegi. Nítján kríli, frá 14 mánaða upp í tveggja ára. Þau eru ekki að fatta hugtakið "teamwork". En þau eru assgoti sæt, maður fær bara í eggjastokkana. Verð víst að láta verðandi barn Ransý (sem er eflaust enn fúl út í mig, en ég fékk staðfestingu á nafninu frá viðkomandi aðila í gær) duga í verðanda bili.
(Múahahahaaaaa, þau vita ekki að ég er rækta börn í tilraunaglösum í kjallaranum).
Um kvöldið var framkvæmdarstjórnarfundur UJ og ég tók að mér einhver verkefni. Hmmm. Úfff. Ég hlýt að vera splunkuný tegund af masókista, eða hreinlega sökker, eins og ég áður minntist á.
Hmmm.... í dag var svo dagur tvö í vinnunni. Ég beilaði svo á að fara til Akraness (staði djöfulsins, sorrí Skagafólk en það hlýtur að vera
einhver ástæða fyrir því að þið flytjið öll í bæinn)(æ, sorrí, ég meina þetta ekki illa. Er bara ekki vel við landsbyggðina) (Og já, það er líka ástæða fyrir því. Einhverra hluta vegna heldur ALLT landsbyggðafólk að fólk úr Reykjavík hati sig og það fer einstaklega mikið í taugarnar á mér og ég ákvað því að lokum hreinlega að láta það eftir þeim.)
Þarf víst að skrifa grein. Hmmm. Þarf að fara að virkja draugaskrifarana mína (get it, ghostwriters, sko sko, íslensk þýðing. Jamm.)
Hmmm. Ég þarf víst að fara að gera eins og Ratbert er hann skrifaði bókina um dvöl sína í, ah, hvað var það, rip in the fabric of time? (Leiðrétt: hole in the fabric of space var það víst) Day two, see day one. Day three, see day two.
Úbbalæ. Jæja. Núna hætti ég. Vona að ég hafi ekki misst áhangendur mína af landsbyggðinni. I love y'all, hokeypokeys!!!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim