Það var annasamur dagur í gær. Eftir alveg hreint frábæran (ef ekki sérlega pródúktívan) vinnudag í gær þaut ég niður Laugaveginn til að sitja á fundi um utanríkismál. Þórunn Sveinbjarnardóttir sér um svona smá hóp sem er að fræðast um utanríkismál og fær til sín gesti og þess háttar. Þemað var fátækt og öryggismál og fjallað var um tengsl fátæktar, stríðs og lýðræðis etc.. Mjög áhugavert. Svo fór ég heim í klukkutíma og fór svo á annan semi-leynifund í gær. Ha ha, ég ætla sko ekkert að segja um hvað hann var!
Svo kom ég heim og skreytti köku og bakaði bollur... því í dag er síðasti vinnudagurinn á launadeildinni og það er því ærin ástæða til að halda uppá! Nú sit ég á blístrinu fyrir framan tölvuna og þykist vera á fullu að vinna... hehehe... æ, maður er nú ekkert að koma sér inn í einhver stór verkefni á lokadeginum í vinnunni... Ég er líka alveg að vinna af og til... hehe... er að flokka póstinn og annað áhugavert... kíkja í möppurnar og athuga hvort ekki séu komnir gulir miðar alls staðar inn á milli og þess háttar...
Eftir vinnu er stefnan tekin á Dvergastein, þar sem haldið er upp á dag íslenskrar tungu. Og svo er dinner and drinks (matur og mjöður, fyrst það er nú dagur ísl. tungu) hjá Gunnu litlu í kvöld.
Einhvers staðar inn á milli er planið að koma sér í bað.
ég er byrjuð að þrána. Það getur ekki verið gott.
Svo kom ég heim og skreytti köku og bakaði bollur... því í dag er síðasti vinnudagurinn á launadeildinni og það er því ærin ástæða til að halda uppá! Nú sit ég á blístrinu fyrir framan tölvuna og þykist vera á fullu að vinna... hehehe... æ, maður er nú ekkert að koma sér inn í einhver stór verkefni á lokadeginum í vinnunni... Ég er líka alveg að vinna af og til... hehe... er að flokka póstinn og annað áhugavert... kíkja í möppurnar og athuga hvort ekki séu komnir gulir miðar alls staðar inn á milli og þess háttar...
Eftir vinnu er stefnan tekin á Dvergastein, þar sem haldið er upp á dag íslenskrar tungu. Og svo er dinner and drinks (matur og mjöður, fyrst það er nú dagur ísl. tungu) hjá Gunnu litlu í kvöld.
Einhvers staðar inn á milli er planið að koma sér í bað.
ég er byrjuð að þrána. Það getur ekki verið gott.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim