Me, me, me.

APATHY ON THE RISE, NO ONE CARES

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavik, Iceland

þriðjudagur, október 15, 2002

Jæja, þá er annasamri helgi lokið.
Ég fór snemma úr vinnunni á föstudaginn því ég og Kolli þurftum að undirbúa ræðuhöld fyrir kvöldið. Við sáum sumsé um að skipuleggja kokteilboð fyrir stuðningsmenn Bryndísar Hlöðversdóttur. Boðið gekk þrusuvel og góð mæting.

Aðalatriði kvöldsins var að sjálfsögðu ræðan okkar Kolla. Kolli lærði sinn hluta utan að, sagði sig skjálfhentan þegar stressið heltist yfir. Ég ákvað að styðjast við snepil, hélt mig nú heldur en ekki stöðuga í höndinni. Jæja, gekk ekki. Höndin skalf svo gríðarlega að ég þurfti að hreyfa hausinn í takt hana og útkoman var nokkuð skrautleg. Hryllileg skelfing greip um sig.

En, eins og flestar mínar litlu tragedíur, þá fór þetta að mestu framhjá fólki. (sko, skelfingin, ekki ræðan. Vonandi... hmmm...)

Já, hitt aðalatriðið var kannski þegar Ingibjörg Sólrún steig á svið og lýsti opinberlega yfir stuðningi við Brynku Hlö. :)
Ge-eikt

Að loknu hanastéli hélt ég heim á leið og við Helga frænka snæddum frosnar Ristorante pizzur (umm.. við hituðum þær fyrst sko, borðuðum þær ekki frosnar sumsé) (NB besti matur í heimi) (vinur svanga mannsins etc.) Og síðan brunaði ég aftur af stað (Helga var þá farin) niður á Sólon í útgáfupartý UJ, en ég sat í ritstjórn. Þar var fremur fámennt (en góðmennt) framan af en svo kárnaði heldur betur leikurinn.

Einhvern tímann um kvöldið þutum við nokkur yfir á Prikið að ná í skota og nældum í ekki einn heldur TVO sekkjapípuleikara og trymbil. (höfðum áður reynt að sjanghæja þá inn af svölum Sólon... gekk vægast sagt illa) Svo var dansað og tjúttað og trallað. Mikið stuð, en ég var eiginlega búin um hálf tvö, hóf drykkjuna kl. 17 svo að það er afsakanlegt!

Jahá. Næsta dag vaknaði ég snemma (um eitt leitið) og dreif mig í bað og sjæningu fyrir fimmtugsafmælið hjá Ingibjörgu frænku sem hófst klukkan fimm. Þar var svakastuð (þrátt fyrir að Ingibjörg segði foreldrum stráks sem ég var einu sinni pínu að spá í (bara pínu og fyrir löngu síðan) að við hefðum nú eitthvað verið að "dandalast saman" (sem er ekki satt, eða ekki alveg, eða, æ vandræðalegt)... svo fara þau eflaust heim og segja "Nei, Xxxx! Varst þú að hitta dóttur Xxxx og Xxxx??" Seinna um kvöldið segir faðir umrædds drengs við múttu að hún eigi myndarlegar dætur og þá missir mamma út úr sér (NB þá er hún saklaus í þessu dæmi, veit ekki neitt) Já, vorum við ekki búin að ákveða e-n tímann að Bryndís og Xxxx ættu að vera saman??
:-(
Líf mitt er almenn niðurlæging. Í henni litlu Reykjavík eru eflaust um fimmtíu karlmenn sem standa í þeirri trú að ég sé yfir mig ástfangin af þeim (sumsé, að ástæðulausu, þú skilur. Jamm.).

Að teitinni lokinni fór ég með Gunna Reyni, Doju og Krumma til Einars og Jódísar (stór fjölskylda, mikið stuð) og flaut síðan með Tinnu, Örnu og Palla í bæinn, þar sem ég stoppaði stutt.

Nú.
Ég vaknaði enn fyrr á sunnudeginum. Klukkan hálf þrjú. Þetta á ekki að vera mögulegt. Ég rumskaði ekki einu sinni. Oh, well.
Fór á prófkjörsplotterísfund. Svo bauð Helgacha frænkacha mér á frumsýninguna á Gretti í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Myrkt og morðsamt verk, sem eflaust ekki öllum líkar. Frábær leikmynd og búningar og vel útfært, en Grettis saga er Grettis saga en ekki kómedía... augljóslega... Bassi (fyrrv. kærasti Ransý systur) var þarna sviðsstjóri og Vigdís Hrefna (kærastan hans) fer með eitt af aðalhlutverkunum og stóð sig bara vel.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim