Er gömul piparjónka. Skyndilega sit ég ein heima, með epladjús að horfa á vídjóspólur sem maður vælir yfir. Og alla BBC þættina af Pride and Prejudice. Í röð. Spila sorglega tónlist á meðan ég kvarta á netinu (Zbigniew Preisner). Pínulítið nýtt varíasjón af gamalli piparjónku, nútímaleg útgáfa. Í staðinn fyrir að sinna garðinum tuða ég á netinu, og í staðinn fyrir að hella upp á te geri ég... tja... ekki neitt. Kann ekki að gera neitt í eldhúsinu. Bakaði pönnsur um daginn sem reyndust undarlega bragðandi lummur. Hmmm. Netið gefur endalausa möguleika á að vera dapurleg manneskja. Passaði elskuna mína, hana Ernu litlu frænku, í dag. Hún brosir alltaf.
Me, me, me.
APATHY ON THE RISE, NO ONE CARES
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim